Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.12.1999, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 21.12.1999, Blaðsíða 17
segir að Reynir Katrínarson væn Ásta og Tekla brosa framan í Ijósmyndara V VF-mynd: Silja Dögg fann Deno mjog snemma pvi bæði mamma mín og systur- dóttir dóu úr krabbameini 1994 og ég var farin að fylgjast mik- ið betur með mér. Konráð tók mér mjög vel og sendi mig strax í sýnatöku inn í Reykja- vík. Ég fór svo í skurðaðgerð þann 30.nóvember 1995 þar sem illkynja æxli var fjarlægt úr brjóstinu." Næturnar voru verstar Asta segir að þetta hafi verið henni ólýsanlegt áfall og henni fannst sem fótunum hefði verið kippt undan henni og hún svifi í lausu lofti. „Fyrstu dagana var ég lömuð af skelfingu. Nætum- ar voru verstar því þá var ég ein. Þetta var í svartasta skammdeginu og mér fannst myrkrið vara óhugnalega lengi. Sem betur fer á ég góða að og Margrét systir mín á Sauðár- króki hringdi strax í mig og sagði að hún væri að koma til mín. Hún hafði ekki fleiri orð urn það, mætti á staðinn, hugs- aði um bömin og þreif allt og bakaði fyrir jólin á meðan ég var á spítalanum. Hún er þan- nig manngerð að hún drífur í hlutunum þegjandi og hljóða- laust. Hún og Heiða systir senaa mer enn þann dag í dag kökur fyrir jólin“, segir Asta og gýtur augunum að úttroðnum smákökupokum á eldhúsborð- inu. ,f>ær spurðu mig nú að því hvort þetta væri ekki örugglega í síðasta skipti“, segir Asta hlægjandi og bætir við að skólasystkini hennar, sem af þessu vita, öfundi hana mikið af kökunum og spyrja gjarnan hvort Heiða og Margrét væm ekki til í að ættleiða þau. Undibjó eigin jarðarför Aður en Asta fór í aðgerðina var hún sannfærð um að hún myndi ekki lifa hana af. „Þegar ég var andvaka eina nóttina kom þessi hugsun allt í einu, að ég kæmi ekki lifandi heim af spítalanum og ég fór að undir- búa mína eigin jarðaför. Þegar ég kom svo heim, eftir aðgerð- ina, kom til mín kona sem einnig hafði fengið krabba- mein. Það var mjög gott að tala við hana. Hún sagði við mig, „þú hefur byrjað á því að maga- lenda, það er gott því þá liggur leiðin bara upp á við.“ Það reyndist rétt hjá henni. Samt var þetta skelfileg líðan og óþægi- legar hugsanir sóttu á mig. Enn þann dag í dag velti ég fyrir mér hvort ég sé sloppin, það er eiginlega of gott til að vera satt.“ Námið bjargaði geðheilsunni Asta byrjaði í geislameðferð eftir áramót en hélt samt áfram í fullu námi. Kristján Búason, prófessor og grískuskelfir, reyndist Astu vel á þessum erf- iðum tímum og tók óbeðinn að sér að sjá um hennar mál gagn- vart skólanum. „Kristján á miklar þakkir skildar og það má segja að það sé honum að þakka að ég er í skólanum í dag. Hann fékk það í gegn að ég mátti taka prófin þegar mér hentaði og þurfti þá ekki að bíða fram í ágúst með að klára þau.“ Hún segir að það hafi verið bilun að halda áfram í fullu námi þrátt fyrir veikindin en hún hafí þurft á því að halda til að komast í gegnum þetta andlega. „Námið var hálmstrá sem ég hélt í. Allir sögðu við mig að þe og ég vissi það sjálf. Ég sagði við krabba- meins- lækninn minn að það væri m i k 1 u betra að velta sér upp úr fomgrísku heldur en eigin veik- i n d u m . Hann sagði að það væri rétt upp að v i s s u marki“, segir Ásta. Lánasjóðurinn skelfilegur Ásta ber Lánasjóði íslenskra námsmanna ekki vel söguna. Kerfið þar virkar þannig að þegar námsmaður hefur náð prófunum, fær hann námslán - engar einkunnir, engir peningar. „Lánasjóðurinn gerir engan greinarmun á hvort fólk fái kvef í tvo daga eða hvort það lendi í alvarlegum hremming- um og þurfi því að fresta próf- um fram á haust. Ég fékk hluta af námslánunum um veturinn því ég gat ekki tekið öll prófin vegna þess að ég var f geisla- Æskustöðvarnar, Fitjar í Lýtingsstaðahreppi. meðferð og í fullu námi. Þetta er gífurlega gallað kerfi og ég hef ekki heyrt að það eigi að breyta þessu neitt“, segir Ásta og bætir við að fólk þurfi að vera vel stætt til að geta farið í skóla. „Vegna þessa hversu gallað þetta kerfi er, varð ég að pína mig áfram í skólanum sem varð til þess að ég endaði í rúm- inu og gat ekki klárað neina önn á réttum tíma. Ég varð því að taka 3-4 sjúkrapróf á hverju hausti til að fá námslán." Ásta hafi hreinlega nuddað í hana lífinu þegar heilsan var sem verst. Góð heilsa er fjársjóður Nú sér Ásta loksins fyrir endan á náminu því hún stefnir á að útskrifast með embættispróf í guðfræði í júní árið 2000. í þau rúmu fjögur ár, sem hún hefur lagt stund á guðfræðinámið, hefur hún aldrei tekið sér frí. Á vorin þegar skólanum lýkur hefur hún alltaf farið beint í fulla vinnu og einnig hefur hún alltaf unnið eitthvað með skól- anum. Hún segist hafa notað jólafríin til að safna kröftum. Hvemig gastu þetta? „Ég gat það ekki, ég bara gerði þetta og ég þakka það uppeldinu sem ég fékk.“ Hvemig breyttist líf þitt eftir að þú greindist með krabbamein? „Uthaldið er miklu minna en áður og vefja- og slitgigtin versnuðu mikið við geislameð- ferðina. Hugsunarhátturinn hef- ur líka breyst og ég held að það gerist með flesta sem verða fyr- ir áfalli. Ég kann betur að meta það sem ég hef og ég held að ég röfli minna yfir smámunum. Góð heilsa er mikill fjársjóður og ég hugsa að margir sem hafa heilsu, geri sér ekki rein fyrir því hvað góð eilsa er dýrmæt gjöf.“ Neita mér ekki um nautakjötið Ásta segist ekki hafa breytt lifnaðarháttum sínum mikið þrátt fyrir veikindin. „Ég reyndi við lúpínuseiðið en það var ógeðslegt. Ég gafst upp á því og hugsaði með mér að ég yrði bara að lifa nokkrum dögum styttra. Ég tek Q10 en skólasystir mín benti mér á að það hefði reynst krabbameinssjúkling- um vel. Margir skamma mig fyrir að borða ekki soja jretta og soja hitt en ís- lenska lamba- og nautakjötið er svo gott að ég legg það ekki á mig að fóma því“, segir Ásta. Hún segist ekki hafa komist í gegnum þetta tímabil í lífi sínu nema fyrir það að hún eigi svo góða að sem hafi hjálpað henni, bæði með lærdóminn og hið daglega amstur. „Ég er farin að hlakka til jólanna þó ég sé ekki farin að undirbúa neitt fyrir jól- in. Þá get ég farið út að ganga með hundinn á hverjum degi, farið í kirkju, hvfit mig og gert það sem mig langar til“, segir Ásta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.