Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.12.1999, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 21.12.1999, Blaðsíða 23
stund, stundum lengur eftir pizzu og vil ég nota tækifærið og þakka viðskiptavinum Langbest fyrir þolinmæðina. Ég hef fest kaup á nýjum og mjög öflugum pizzuofni sem verður kominn í gagnið um miðjan desember og mun hann anna helmingi meira en nú. í honum er einnig hægt að baka brauðstangir og pönnupizzur sem ekki hafa fengist í Keflavík áður. Með þessu er ég að reyna að koma til móts við þarfir viðskipta- vina minna“, segir Ingólfur en hann ætlar einnig að bæta við fleiri símalínum svo fólki nái strax inn. „Stefnan er að fólk getir hringt hvenær dags sem er og að það fái pizzurnar á innan við hálftíma. Fólk vill fá matinn strax, þess vegna heitir þetta skyndibiti", segir Ingólf- ur. Barnaafmæli Langbest, Keilusport og Nýja bíó tóku sig saman og bjóða nú upp á barnaafmæli með öllu, þ.e. pizzur eins og hver getur í sig látið á Langbest, keilu og 3 eða 5-bíósýningu og popp og kók. Ingólfur seg- ist hafa fengið margar fyrir- spumir og nú þegar væri búið að panta afmæli. „Þetta er til- valið fyrir fólk sem er í litlu húsnæði og getur sökum plássleysis ekki verið með af- mæli heirna", segir Ingólfur. Símalínum og pizzaofnum fjölgar á Langbest: Barnaafmæli ogamerískur morgnnverðnr Ingólfur Karlsson keypti Langbest fyrir tæpum þremur árum, en staðurinn er 13 ára gamall og hefur þegar unnið sér fastan sess í bæjarlífinu. Miklar breytingar standa nú yfir en Ingólfur er að bæta við fleiri pizzaofnum, fá fleiri símalínur í húsið, býður uppá bamaafmæli með öllu og am- erískan morgunverð (bmnch) um helgar. Það var orðið tíma- bært að bæta þjónustuna og auka afköstin því eftirspumin hefur aukist um helming á tæpum þremur ámm. Nýr matseðill og amerískur morgunverður Ingólfur segir að Langbest flokkast sem skyndibitastaður og matseðillin er fjölbreyttur og ódýr. „Ég er nýbúinn að breyta matseðlinum og legg sérstaka áherslu á pizzumar, en það langmesta salan er á þeim. Ég er líka nýfarinn að bjóða uppá amerískan morg- unverð (brunch) en þá getur fólk komið milli kl. 11 og 14 á laugardögum og sunnudögum og fengið sér amerískar pönnukökur með sýrópi og smjöri, kartöflukökur, eggja- köku, beikon og kaffi og ávaxtasafa", segir Ingólfur og bætir við að þessari nýbreymi hafi verið mjög vel tekið. Ingólfur segir matseðilinn vera í amerískum stíl en hann vann sem matreiðslumaður á Vellin- um í 12 ár og sótti námskeið í hinum virta matreiðsluskóla, Culinary Institute of America í New York. Nýjir pizzuofnar í desember Ingólfur segir eftirspumina á skyndibitum hafa aukist um helming frá því að hann tók við fyrir rúmum 2 árum, þrátt fyrir fjölgun sambærilegra staða. Viðskiptavinahópurinn er því stór og^ fjölbreyttur að sama skapi. I hádeginu eru grillaðar steikur vinsælastar en þær em á mjög góðu verði hjá Ingólfi. „Það er mest að gera í heimsendingunni og ég vil bjóða fólki uppá betri þjónustu í samræmi við það. Mér þykir slæmt þegar fólk þarf að bíða í klukku- Góð tæki á góðu verð! MYNDBANDSTÆKI Panasonic HLJOMTÆKI ?; anasonic AK17 AKAI Tx 220 GSM símar og úrval fylgihluta TliJ Jj'yJyj Biae® 'ómm $éim TILBOÐ 6.900,- UMBOÐIÐ o o o o o o o o a®®, SONY 29x5E SJÓNVÖRP Grundi2 I TILBOÐ Grundig 29“ ST 72 860 ^^007 (fcr. 644)00,- UNIDED rt nti k i:_ 28“ Nicam SONY , Sterio ik "vf Islenskt textavarp. Panasomc GRLinDIG v UBL ^ Ódýrara verður það varla! HITACrHI 36.900, 20“ sjónvörp verð frá 19.900,- 14“ siónvörp verð frá 14.900,- Mynabandstæki verð frá 15.900,- Úrval símtækja og ferðatækja 0 Ath. Munið símkerfin og loftnetskerfin! Tækni í hljóð og mynd er okkar fag. >5v RAFEINDATÆKNI Rafeindatækni sf. • Tjarnargötu 7 • 230 Reykjanesbæ Simi 421 2866 • Fax 421 5860 • Netfang: rafeindataekni@islandia.is íagleg ráðgjöf og þjónusta!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.