Víkurfréttir - 21.12.1999, Blaðsíða 27
hún segj sé það sem ég var að
hugsa. Ég held að skiptinemar
finni alltaf bestu vini sína í
hvor öðmm. Enda erum við að
uppiifa sömu hlutina. Ég veit
að ég á virkilega eftir að njóta
þess að vera héma þegar árið
er hálfnað. Þá veit ég að ég get
þetta. Einhvem vegin er til-
hugsunin um að telja vikumar
niður en ekki upp, betri.
Svo ég vitni nú í Emmu
vinkonu mína frá Svíþjóð, „Ég
er ekki tilbúin til að fara heim
strax, en ég vil að þetta ár líði
hratt og að ég skemmti mér
alveg rosalega vel.“
íslandið mitt
Fólkið hérna veit ekki beint
mikið um Island. Flest allir
spyrja þó hvort ísland sé ekki
grænt og ís á Grænlandi.
Allir eru rosalega áhugasamir
um land og þjóð. Ég er búin að
halda 3 fyrirlestra um landið
og þeir munu verða fleiri. Á
fimm mánuðum er ég búin að
hitta einn mann sem hefur
komið til Islands. Ég reyni að
nýta hvert tækifæri sem gefst
til að segja fólki frá litla fall-
ega landinu mínu. Og ef allir
sem ég er búin að bjóða til
Islands koma, er Háteigur 20
orðið eitt vinsælasta hótel
landsins.
Tímin líður hraðar
með hverjum degi.
Ég hefði sko ekki viljað missa
af þessu tækifæri. Ég er virki-
lega að njóta þess. Ég á erfitt
með að trúa að nú þegar sé ég
búin að vera héma í 5 mánuði.
Ég veit það er margt sem gerist
á einu ári í lífi allra heima. En
ég veit líka að ég á eftir að eiga
það líf til æviloka. Þetta er
bara gott og langt sumarfrí frá
öllu og öllum.
Þetta ár er eitt af 90 sem ég
vonast til að lifa. Þetta er
ekkert til að örvænta yfir.
Eitt kom mér þó að góðum
notum, Pollýanna. Fyrir ykkur
sem hafa ekki lesið um hana
Pollýönnu þá eruð þið að
missa af miklu. Pollýanna er
hetja og með hennar lífsreglu,
sem er, „allir hlutir hafa sína
góðu hliðar“, hafa þessir 5
mánuðir verið frábærir,
skemmtilegir og lærdómsríkir.
Með jákvæðni skal líf byggja.
Þúsund þakkir
í gærkvöldi spurði einn af
meðlimum Rótarýklúbbsins
mig hvers vegna ég væri alltaf
svona glöð. Vitið þið hverju ég
svaraði, „vegna þess að ég veit
að ég er elskuð og ég elska.“
Elsku mamma og pabbi,
þúsund þakkir fyrir að hafa
gert þetta ár mögulegt. Þetta er
ómetanleg lífsreynsla sem ég
mun búa að til æviloka. Elsku
fjölskyldan mín, mamma,
pabbi, Gunni, Steinbi og
Gugga, ég sakna ykkar ýkt
mikið. Ég vona að þið venjist
því aldrei að ég sé í burtu. Þið
emð það mikilvægasta sem ég
á og ég vil vera 1/6 af
fjölskyldunni. Þið eruð besta
fjölskylda sem ég þekki.
Til allrar fjölskyldu minnar og
vina vil ég senda jólakveðjur
og óskir um farsælt komandi
ár.
Einnig vill ég koma á framfæri
þökkum til meðlima Rótarý-
klúbbs Keflavikur. Við sjáumst
svo gegnum glerið á Flugstöð
Leifs Eiríkssonar í júní 2000.
Brosandi held ég af stað í leit
að fleiri ævintýrum.
Ljósbrá Logadóttir.
Landsbankinn og íslandspostur
í samstarf í Sandgerði
-gjöf til æskulýðsmiðstöðvarinnar
í Sandgerði í tilefni dagsins
Landsbankinn og íslands-
póstur hafa liafió samstarf í
Sandgerði. Saiustarfió geng-
ur út á sainnýtingn af-
greiðslubúsiueðis. Húsnæði
Islandspósts að Snðurgiitu 2-
4 hefur verið endurbætt til
að rúma starfssenii beggja
fyrirtækja.
Þegar fram líða stundir og lög
heimila imm Landsbankinn
ttika yllr starl’semi Islandspósts
á slaðnum sem verklahi. Með
|iessu hef’iir starlsemi beggja
fyriiiækja verið Iryggð á
slaðnum.
Samsiarf Landsbankans og Is-
landspósls verður með þeim
hælti að öll almenn banka-
þjómisla og póstþjónusla
verða á einum og sama stað.
Landsbankinn og Islandspóst-
ur vilja leggja áherslu á að
enginn skerðing verður á þjón-
ustu til viðskiptavina Lands-
bankans og Islaiulspósts.
1 tilefni opiunuirinnar gál’u
Landsbankinn og Islandspósi-
tir æskulýðsmiðslöðinni
Skýjaborg veglegtt ELITE 40K
hátalara að verðmæti 130.000
kr. I lálalararnir munu koma í
góðar þarfir, en á undanlorn-
um árum hefur starfsemi
æskulýðsmiðslöðvarinnar ank-
ist jaliit og þétl. Forstöðumað-
u r æskulýðsmiðstöðvarimuir
veitti hálölurunum viðtöku.
Hér bý ég! Lítið og hlýlegt gult hús með fallegum garði.
Tónlistarfólk á Suðurnesjum hefur haft I nógu að snúast nú I jólamánuðinum og tónleikar
hafa verið haldnir víða. Ljósmyndari blaðsins smellti af þessum ungu fiðluleikurum sem
stunda Suzuki-fiðlunám við Tónlistarskóla Reykjanessbæjar.
Tónleikarnir voru haldnir á sal Heiðarskóla.