Víkurfréttir - 21.12.1999, Blaðsíða 20
[
SBffir Ftíðrík Ftíðríkssan um
Friðrik Friðriksson er ungur leikari úr Njarðvíkunum. Hann úskrif-
aðist úr Leiklistarskóla Islands 1998 og hefur haft nóg að gera
síðan. Hann gerði garðinn frægan á sviöi Borgarleikhússins sem
Pétur pan en hann hefur einnig fengist við fleiri stór hlutverk og
hlotið lof fyrir m.a. aðalhlutverkið í leikritinu Vorið vaknar og stór
hlutverk í Ofanljósi og Geimskipið Hnetan. Frikki er í sambúð
með Maríu Rut, sem er Keflvíkingur. Þau kynntust þegar þau
léku ólánsama elskendur í leikriti sem Vox Arena, leikfélag FS,
setti upp fyrir nokkrum árum.
Nonni-sprengja
Þegar blaðamaður hitti Frikka
var hann á leið í sjónvarpsupp-
töku á þættinu Nonni-sprengja
á Skjá 1. „Þetta er í annað sinn
sem ég leik í þessum þætti. Við
fáum fullklárað handrit og ég
mæti hálftíma fyrir útsendingu
í smink. Þátturinn er sendur út í
beinni útsendingu og það er
margt skondið sem getur
gerst. Síðast kom hóp-
ur til okkar frá Slátur- p
félagi Suðurlands. Þau
mættu allt of seint og
voru alveg á perunni.
Skyndilega gekk einn
áhorfandinn að Gunnari
Helga, stjómanda þáttar-
ins, og hvíslaði beint í
míkrafóninn: „Hvar á ég
að sitja?“ Þetta heyrðist
náttúrulega í útsendingunni.
Ahorfendur köstuðu líka alls
konar dóti inná sviðið og
voru með köll og læti. Við
reyndum að halda okkur við
handritið á meðan, en þetta
var mjög gaman“, segir Frikki
og hlær af öllu saman.
Líkaminn er mitt atvinnutæki
Frikki er ótrúlega lipur á svið-
inu og hann virðist ekki hafa
neitt fyrir þessu. Hver er gald-
urinn? „Það hefur fylgt mér
alla æfi að vera fýsískur, þ.e.
að geta hoppað og stokkið og
látið öllum illum látum án mik-
illar fyrirhafnar. Hver leikari
ber ábyrgð á sjálfum sér og þar
sem líkaminn og röddin eru
mitt atvinnutæki þá verð ég að
halda mér í Jrokkalegu fomii.
Leikarar Borgarleikhússins
fara þrisvar í viku í leikfimi til
Astrósar Gunnarsdóttur dans-
ara og svo emm við í kór. Ég
er líka í tímum hjá Sverri Guð-
jónssyni, kontratenór, og hann
kennir okkur Alexandertækni.
Það er sérstök tækni senr hugs-
uð er fyrir leikara og tónlistar-
menn. Þá er okkur kennt að
rétta úr líkamanum og beita
honunt rétt og okkur er líka
kennd raddbeiting."
k -
Djöflarnir
Borgarleikhúsið er að fara að
setja upp leikritið Djöflarnir
eftir Dostojevskí í janúar og
Frikki fer þar nreð hlutverk ill-
mennisins Pjotr Verkhovenskí.
Leikstjórnin er töluvert öðru-
vísi en hann á að venjast því
rússneskur leikstjóri. Alexei
Borodin, hefur verið fenginn til
að setja verkið upp. „Hann er
aðalleikstjórinn í stóru leikhúsi
í Moskvu. Hann talar mjög
litla ensku og er alltaf með túlk
með sér. Að vinna undir hans
stjóm er mikill skóli fyrir okk-
ur. Hann er nrjög vel undirbú-
inn og vinnur þetta mjög ná-
kvæmlega. Við erum t.d. búin
að sitja í mánuð við borð og
lesa og stúdera persónurnar.
Hann ætlast til að við þekkjum
persónumar út í gegn og leik-
um þær ekki heldur verðum."
Að verða önnur persóna
Hvemig er að verða einhver
annar? „Þegar það tekst þá er
það frábært en stundum er ég
ekki nógu vel undirbúin. Ef
maður yrði 100% einhver önn-
ur persóna á sviði þá myndi
maður kallast geðveikur. Ég
held að allir leikarar séu
e.t.v. pínu-
lítið geðveikir.
Hluti af þessu leikaranámi er
að losa um hömlur og það fólk
sem fer í þessa stétt er að þessu
því það vill losa urn og gera
eitthvað skrítið. Það er einmitt
það góða við að vinna í leik-
húsi að þar er svo mikið af
skemmtilegu fólki.“
Myrðir af nauðsyn
Frikki er góðlegur drengur og
nraður veltir fyrir sér hvemig
hann fari að því að verða hrein-
ræktað illmenni á sviðinu.
„Þegar maður leikur aðra per-
sónu þá tekur maður meirihlut-
ann frá sjálfum sér og byggir
þá á eigin reynslu. Ég held að
allt venjulegt fólk réttlæti allar
sínar gerðir. Þegar ég leik
vonda kalla reyni ég að réttlæta
gerðir hans. Ég geri bara það
sem ég geri af nauðsyn því það
er ekki annað hægt í minni
stöðu. Þar af leiðandi drep ég
aðra af þeirri einföldu ástæðu
að þeir þurfa að deyja. Það er
voðalega erfitt að leika persónu
sem gerir eitthvað af sér en er
alltaf að dæma sjálfan sig. Það
gengur ekki upp.“
Bannað að vera veikur
Frikki segist ekki eiga erfitt
með að koma sér út úr hlut-
verki og honum líði bara ósköp
venjulega eftir sýningar. Hann
segist þó hafa verið mjög
þreyttur eftir sýningar á Grease
en þá þurfti hann að dansa og
syngja á sviði í marga klukku-
tíma á dag., J>að er reyndar al-
gjört helvíti að vera á sviði
þegar maður er veikur. Það er
eini ókosturinn við þessa
vinnu. Ég get ekki hringt inn
og sagt að ég sé veikur því það
em 500 manns sem bíða. Leik-
ari verður að vera algjörlega
ófær um að tala og margbrot-
inn til að fá veikindafrí."
Byrjaði að svitna
og skjálfa
Það hlýtur að vera martröð
hvers leikara að gleyma
hvað hanna eigi að
segja á sviðinu og Frikki
viðurkennir að það geti
verið óþægilegt. „Stund-
um kemur fát á mig og ég
reyni þá að spinna einhvem
texta. Ég hef sem betur fer
aldrei lent illa í því en í Vorið
vaknar lenti ég í heldur óþægi-
legri uppákomu. Ég var á svið-
inu ásamt Jóhanni G. og við
vorum að spjalla saman. Svo
átti Þórhallur Gunnarsson að
koma á sviðið og koma inní
okkar samræður. Þórhallur
kom ekki inn á réttum tíma og
Jói hélt bara áfram að bulla
eitthvað. Hann lenti í heilmikl-
um vandræðum með að búa til
einhvem texta. Ég byrjaði að
svitna og skjálfa því ég var viss
um að hann myndi senda bolt-
ann yfir á mig. Ég heyrði
nefnilega einu sinni sögu af
Bessa Bjarna þegar hann
gleymdi því sem
hann átti að
segja á ein-
h v e r r i
sýningu. t @
M i g
minn-
ir að
hann
h af i
þ á
bent
á
X2&|p5r
LÁ' WRmsm,
fe í.
h'r tf*
A