Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.12.1999, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 21.12.1999, Blaðsíða 26
Ljdsbrá Logadóttir skrifar fráÁstralíu: Hwaíí> sr það mm |% langar að gera vIDíIqíPíI Hvar er ég. Illa sofin og með tárin í augunum, hélt ég af stað út í viðburðaríkt ár. Ég Ljósbrá Logadóttir 17 ára gömul mömmustelpa hafði tekið þá ákvörðun að yfirgefa landið og fólkið mitt í eitt ár og halda af stað til Astralíu. Eftir 15 erfiða klst bíðandi á flugvöllum og 23 klst. í flugvélum, stóð ég loksins á flugvellinum í Adelaide í Astralíu. Við mér blasti sá blákaldi veruleiki að töskubandið var hætt að snú- ast og ég enn þá að bíða eftir töskunni minni og golfsettinu. Ég gat ekkert annað gert heldur en að bíta fastar á jaxlinn og horfast í augu við þá staðreynd. Þegar ég kom í gegnum hliðið biðu mín vel á annan tug skæl- brosandi Ástrala, Rótarý með- limir og makar þeirra. Þá fann ég að ég var svo sannarlega ekki ein í Ástralíu. Farangurinn minn birtist svo á tröppunum í öllu sínu veldi, þremur dögum síðar. Ég held að ég hafi aldrei verið eins glöð að sjá bláa ferðatösku. Skólinn minn Á öðmm degi fór ég svo upp í skólann minn sem er lúterskur einkaskóli. Ég þurfti að kaupa skólabúninginn. Mér þóttu skólabún- ingarnir í Neigh- bours (sápuópera á Stöð2) vera slæmir, en satt besta að segja eru þeir þeir hátíð miðað við minn. Það er vont en það venst. Skólinn minn er alveg frábær og ég eignaðist strax fullt af vinum . Ég veit að það hjálpaði til að ég gat taiað ensku og skilið allt sem var að gerast, strax frá upphafi. Reglurnar eru margar og strangar í skólanum. Engir skartgripir eru leyfðir nema hálsfesti með krossi og það má vera með úr. Við megum ekki vera með naglalakk eða málaðar. I hádeginu sitjum við á skóla- lóðinni undir tré og borðum nestið okkar. Þetta er góð tilbreyting sem ég hef svo sannarlega gott af. Mesta sjokkiö Þegar ég kom til Ástralíu var hitinn um 16 gráður. Ég tók að sjálfsögðu ekki með mér nein vetrarföt. Hver þarf á vetrarföt- um að halda í Ástralíu. En góðir landar, í 16 gráðum á Islandi fyllast sundlaugamar og grænn hlunkur verður uppseld- ur. Héma í Ástralíu er kalt í 16 gráðum. Ég var að frjósa. Mér leið eins og háflvita. Ég þurfti að versla peysur með fullan skáp af vetrarfötum heima á klakanum. Mamma þurfti að senda mér íslenska ullarsokka. Hérna eru húsin með loft- Á Rotaryfundi og ég við háborðið... ræstikerfi en ekki ofnum eins og húsin okkar heima á íslandi. A nóttunni svaf ég í sokkum, peysu og með 2 auka teppi. Fólki fannst skrítið að ntér væri kalt, sagði að ég ætti nú að vera vön kulda. Það er í raun frekar heimskulegt að segja þetta vegna þess að maðurinn er með sama líkamshita sem aðlagast ekki umhverfinu. Ég er orðin frekar þreytt á þessari spumingu og er farin að segja að ég sé ekki ísbjörn þó ég komi frá Islandi. Rótarýklúbburinn minn. Rótarýklúbburinn minn, The Morphettville Rotary Club, er alveg frábær. Félagar em 26, 4 konur og 22 karlar. Áður en ég kom vissi ég í raun ekki hvað Rótarý var. Rótarý er ekki bara karlar í dýrum jakkafötum. Þama er saman kornið fólk frá mismunandi störfum í sam- félaginu til að hafa skemmti- legt kvöld. Það kom mér verulega á óvart einn sunnu- dagsmorgun er þau rifu sig öll upp fyrir mjaltir til að mála portið á klaustursspítala hér í borg. Þeim fannst nú lítið mál að skella sér í málningar- gallann og gera lítið góðverk. Það eru ýmis góð störf sem Rótarý gerir í þágu sam- félagsins, þar á meðal er skipti- nemaprógrammið. Ég veit að Rótarý á alltaf eftir að eiga góðan stað í hjarta mfnu. Enda ómetanlegt hvað meðlimir klúbbs míns og makar þeirra hafa gert fyrir mig. Nýjir vinir. Aldrei á ævinni hef ég hitt svona mikið af nýju fólki. Alltof mörg nöfn að muna. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk leggur á sig fyrir skiptinema. Fólk sem ég hefi aldrei hitt áður, býður mér með sér hing- að og þangað. Allir virðast vilja gera allt fyrir mig. Síðan ég kom er ég búin að fara í 5 ferðalög um landið og sofa í 20 rúmum. Eitt af ferða- lögunum var upp í óbyggðimar og ég svaf í 5 nætur undir berum himni. Mér leist nú ekkert á þetta í fyrstu, með slöngur sem nágranna. En þetta var alveg frábært og satt best að segja langaði mig ekki niður í borgarmenninguna svona fljótt aftur. Eftir jól bíða mín fleiri ferðalög og þar á meðal er ferð til Sydneyjar. Loksins fæ ég að sjá óperuhúsið. Ég veit að ég er búin að teng- jast fólki hérna vináttu sem endist til æviloka. Það verður rosalega erfitt að yfirgefa alla. Þegar ég kvaddi fólkið heima vissi ég að allir yrðu þar ennþá þegar ég kæmi til baka. En ég veit ekki hvort ég eigi eftir að sjá alla héma aftur. Skiptinemar í þessu Rótarý umdæmi em 21 skiptinemi, 4 strákar og 17 stelpur. Það verður að játast að besta vinkona mín er skipti- nemi, Tiina frá Finnlandi. Stundum þegar við erum að tala saman er eins og allt sem

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.