Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 10.02.2000, Síða 4

Víkurfréttir - 10.02.2000, Síða 4
Fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222 - Daglegar fréttir á http://www.vf.is Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanebæjar: Starfsemin endurskoðuð Starf'sl'ólk Fjölskyklu- oj> fé- lagsþjónustu líeykjanes- bæjar hefur j>ert víðtæka starfsáætlun fyrir stofnanir oj> deilclir seni lieyra undir hana. I’etta er í fyrsta sinn seni slík áætluii er j>erð oj> stefnt er að því að luin verði endurskoðuð ár livert. Tilgangurinn með áætluninni er að endurskoða starfsenii slol'nunarinnar á inarkvissan hátt. Meðal málaflokka sem verða skoðaðir eru l’jármál. þjónusta, jaliiréltismál, dag- gæslumál, aðstoð við áfengis- sjúka og vímuvarnir, málefni lallaðra og lleira. Kristmundur Asmundsson (J) lýsli yl'ir ánægju sinni með starlsáæilunina, á fundi bæj- arsljórnar Reykjanesbæjar í síðustu viku. Hann sagðisl jal’nl'ramt óska eliir að flciri stolnanir gerðu slíkt hið sama. Skúli f>. Skúlason (B) oddviti bæjarstjórnar, sagði að áætlunin væri mjög vel unnin í alla staði og að það væri á döftnni að fleiri stofn- anir gerðu starfsáællanir. Gerðahreppur falast eftir jörðum Miklar umræður urðu um fundargerð frá landakaupa- nefnd á fundi hreppsnefndar Gerðahrepps s.l. miðvikudag. Sigurður Jónsson, sveitastjóri Gerðahrepps, sagði að landa- kaupamál hreppsins hefðu ver- ið heilmikið í umræðunni að undanförnu og að meirihluti hreppsnefndar vilji kanna hvernig Gerðahreppur geti eignaðist sem mest af landi. „Þá væri hægt að lækka lóða- leiguna frá því sem nú er. Margir íbúar eru mjög óhressir með hve lóðaleigan er há en það eru yfirleitt einkaaðilar sem leigja Ióðirnar út“, sagði Sigurður og bætti við að haldið yrði áfram að skoða þessi mál og að hann byggist við að lín- urnar í þessu máli skýrðust á næstu vikum. Vinnuslys í Helguvík Þrítugur maður festi hendina í færibandi laust fyrir klukkan tíu á föstudag en hann var að vinna við steypublöndun í Helguvík þegar slysið átti sér stað. Hann var fluttur á Heil- brigðisstofnun Suðumesja til skoðunar en meiðslin voru talin það alvarleg að nauð- synlegt þótti að flytja hann á Sjúkrahús Reykjavíkur til frekari rannsókna. Njarðvíkurskóli stækkar Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti stækkun Njarðvík- urskóla á fundi sínum þann 25. janúar s.l. Grenndarkynning hefur farið fram og frestur til að gera athugasemdir við hana rann út 24. janúar. Engar athugasemdir voru gerðar við grenndarkynninguna og því samþykkti nefndin stækkunina. Framkvæmdir eru þegar hafnar og var meðfylgjandi Ijós- mynd tekin á vettvangi við Þórustíg sl. mánudag. Lionessuklúbbur Keflavíkur gaf HlévangilOO þúsund krónur í síðustu viku, til kaupa á nýj- um fótsnyrtingastól. Dagbjört Oskarsdóttir og Anna Steina Þorsteinsdóttir, fulltrúar Lionessuklúbbsins, afhentu forstöðukonu Hlévangs, Auði Guðvinsdóttur gjöfina. Auður þakkaði góða gjöf fyrir hönd íbúa Hlévangs og sagði að hún myndi alveg örugglega nýtast þeim vel. Lionessur voru gjafmildar þennan dag því þær heimsóttu líka Tjarnarskóla, við Suður- götu í Keflavík, og gáfu 100 þúsund krónur til kaupa á myndbandstæki og sjónvarpi sem nota á til kennslu. ■ Vínbúðin Keflavík:_ Tegundum fækkað A næstunni verður áfengis- tegundum í útibúum ÁTVR um allt land fækkað. Ástæð- an fyrir þessum niðurskurði eru nýjar innkauparcglur frá ÁTVR, en þar segir að þær tegundir sem lítið hefur selst af í ákveðinn tíma verði ekki pantaðar aftur til viðkom- andi útibús. Reglurnar tóku gildi 1. febrúar sl. Eyjólfur Eysteinsson, verslun- arstjóri ATVR í Keflavík, sagði að þessi niðurskurður þýddi síður en svo skerðingu á í Ríkinu þjónustu því verið væri að taka út áfengistegundir sem seldust hvort eð er ekki. „Við erum nú með um 500 vörutegundir í versluninni en vorum með um 560 tegundir. Þær tegundir sem verða fjarlægðar úr hillum verslunarinnar er þær sem seld- ust innan við tuttugu flöskur á ári. Það svarar því ekki kostn- aði að hafa þær áfram til sölu“, sagði Eyjólfur og lagði jafn- framt áherslu á að vöruúrvalið í útibúinu í Keflavík væri það sama og í útibúum í Reykjavík. 4

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.