Víkurfréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 9
HÖNNUN: VF
r
~i
■ Slæmt aðgengi fatlaðra að Syslumannsembættinu:_
Bygpgafulltrúi skoðar að-
gengi fatlaðra hjá sýslumanni
Byggingafulltrúa Reykja-
nesbæjar hefur verið falið
að skoða aðgengi fatiaðra
að húsnæði Sýslumanns-
embættisins í Keflavík.
Þetta var ákveðið á fundi
Skipulags- og byggingar-
nefndar 27. janúar s.l. Bæj-
arfulltrúar Reykjanesbæjar
tóku málið til umfjöllunar á
bæjarstjórnarfundi í síð-
ustu viku.
Jóhann Geirdal (J), bæjarfull-
trúi Reykjanesbæjar, sagðist
fagna því að þessi mál yrðu
loksins skoðuð. Hann sagði
að aðgengi fatlaðra að um-
ræddri stofhun væri hrikalegt
og það væri háalvarlegt mál
þar sem fatlaðir þyrftu að
sjálfsögðu að eiga þar greiðan
aðgang eins og aðrir íbúar
bæjarfélagsins. Jóhann varp-
aði einnig fram þeirri spum-
ingu hver eftirlits- og ábyrgð-
arþáttur sveitarfélagsins væri í
svona málum.
Ellert Eiríksson (D) sagði að
sveitarfélagið væri að sjálf-
sögðu ábyrgt fyrir því að að-
gengi fatlaðra að stofnunum
bæjarins væri viðunandi.
Hann benti á að í gegnum árin
hefði sýslumannsembættið
borið fyrir sig að hafa ekki
fjárveitingu fyrir að laga að-
gengi fatlaðra. Ellert sagði að
nú væri Skipulags- og bygg-
ingamefnd farin að vinna í
málinu og eðlilegur gangur
málsins væri sá að nefndin
myndi gefa stofnuninni frest
til lagfæringa, síðan væri farið
að beita dagsektum ef ekkert
yrði að gert og að lokum
myndi sveitarfélagið láta
framkvæma nauðsynlegar
breytingar á kostnað sýslu-
mannsembættisins.
Gerðahreppur
Möguleiki á afslætti
Athygli fasteignaeigenda í Garði er
vakin á eftirfarandi.
Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur
samþykkt að þeir fasteignaeigendur
sem staðgreiða álögð fasteignagjöld
ársins 2000 fyrir 20. febrúar fái 7%
afslátt afgjöldum.
Sveitarstjóri
Atvinna
Óska eftir vönum starfsmanni á
hjólbarðaverkstæði. Framtíðarstarf.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf
leggist inn á skrifstofu Víkurfrétta
fyrir fimmtudaginn 17. febrúar
merkt „Hjólbarðaverkstæði“
Blða Lónið
ValentínuAarhelgi
írómantÍAku umhverfi við Bláa lonið
MATSEfllLL:
Fordrykkur: Kir Royal
Tveir matseðlar:
l) Hörpuskel marineruð í fennel
Sítrónusorbet
Lambatvenna í kantarellusósu
Ástríðualdinfrauð
2) Steikt kjúklingolifur í kólfasoðsósu
Sítrónusorbet
Lax og lúða með humar í saffransósu
CELAND
Sími: 420 8800
netfang: lagoon@bluelagoon.is
veffang: www.bluelogoon.is
Lifandi tónlist
Njóttu lífsins með elskunni þinni í einstöku umhverfi.
Borðapantanir í símo: 426 9800
■Bláa lónið, hlýjar móltökur ■
9