Víkurfréttir - 10.02.2000, Page 10
■ Borgarafundur í Grindavík um löggæslumál:
Lögreglustöðinni í Grindavík verður ekki lokað
- segir Jón Eysteinsson sýslumaður og bendir á sólarhringsvakt alla vikuna
Dómsmálaráðherra hélt fyrstu
ræðu og fór um víðan völl í sínu
máli. Hún sagði að búið væri að
taka ákvörðun í þessu máli og að
því yrði ekki breytt. Það olli
Grindavíkingum sem á fundinum
vom miklum vonbrigðum.
Jón Eysteinsson sýslumaður
sagði að þær breytingar hafi
orðið á lögregluliðinu undanfarin
ár vegna tölvuvæðingar og
aukinnar skráningar, að þurft hafi
að styrkja þær deildir lögreglunn-
ar sérstaklega sem sjái um þann
þátt. Hefur þá verið gripið til
þess ráðs að taka menn af vökt-
um og setja þá bak við skrifborð,
en þetta hefur leitt af sér að vakt-
imar hafa veikst og verið stund-
"I
Atvinna
Flugleióir óska eftir aó ráða starfsfólk
í sumarafleysingar í farþegaþjónustu
í Flugstöó Leifs Eiríkssonar á
Kefl avíku rfl ugve 11 i.
Leitaó er eftir fólki sem hefur góóa
samskiptahæfileika og þjónustulund
Umeraóræóa hlutastörf.
Aldurstakmark er 20 ára
Nauósynlegt er aó viókomandi hafi
góóa tungumálakunnáttu.
Umsóknareyðublöó liggjaframmi á
skrifstofu félagsins í Flugstöó Leifs
Eiríkssonar og er umsóknarfrestur
til og meó 24. febrúar 2000.
Starfsmenn Flugleióa eru lykillinn aó velgengni
félagsins. Vió leitum eftir duglegum og ábyrgum
starfsmönnum sem eru reióubúnir að takast á vió
krefjandi og spennandi verkefni.
Flugleióir eru reyklaust fyrirtæki og hlutu heilsu-
verólaun heilbrigóisráóuneytisins vegna einarðrar
stefnu félagsins og forvarna gagnvart reykingum.
Flugleióir eru feróaþjónustufyrirtæki og leggja
sérstaka áherslu á aó auka skilning á þörfum
markaóar og vióskiptavina og þróa þjónustu sína
til samræmis við þessar þarfir.
FLUGLEIÐIR
Traustur íslenskur feröafélagi
ICELANDAIR ,0/0
Borgarafundur uni löggæslu-
mál var haldinn í Festi sl.
fimmtudag á vegum bæjar-
stjórnar Grindavíkur, að
viðstöddum Sólveigu Péturs-
dóttur dómsmálaráðherra,
Jóni Eysteinssyni sýslumanni,
Guðmundi Guðjónssyni frá
Ríkislögreglustjóra og yfir-
lögregluþjóni í dómsmála-
ráðuneytinu Fundinn sátu
einnig Þórir Maronsson
yfirlögregluþjónn, starfsmenn
sýslumannsembættisins og
lögreglumenn. Heimamenn
voru fjölmcnnir á fundinum og
augljóst að Grindvíkingum er
ekki sama um hvernig þessi
mál þróast.
um næstum óstarfhæfar vegna
mannfæðar, sérstaklega ef mikið
er um veikindi eða önnur forfoll.
„Mér ber sem lögreglustjóra í
umdæminu, sem nær yfir
Grindavíkurkaupstað, Vatns-
leysustrandarhrepp, Reykjanes-
bæ, Sandgerðisbæ og Gerða-
hrepp, að tryggja að fullnægjandi
löggæslu sé haldið uppi á öllum
stöðum, en ekki einungis í
Keflavík eða í Grindavík. Þó
verður eins og Grindvíkingar
hafa bent á að taka tillit til ann-
arra þátta svo sem fjölda að-
komumanna og annarrar starf-
semi sem getur aukið umfang
löggæslu og nefni ég þar sérstak-
lega umferð sem fylgir stærsta
ferðamannastað á Islandi, Bláa
lóninu. Þá þarf ekki að minna
Grindvíkinga á þær hættur sem
fylgja akstri á Grindavíkurvegi
og Reykjanesbraut eins og við
höfurn svo sorglega verið minnt
á undanfamar vikur.
Auðveldlega er hægt að efla
eftirlit með því að sameina liðin
og nýtast þá betur stakir
lögreglumenn eftir því sem liðið
er fjölmennara. Sönnunargildi
framburðar eins lögreglumanns
er ekki eins sterkt eins og tveggja
og ber þvt' að stefna að því að
ævinlega séu tveir menn saman í
eftirliti. Ef koma ætti á sólar-
hringsvöktum í Grindavík með
núverandi skipulagi þyrfti að
fjölga lögreglumönnum í Grinda-
vík um fjóra og yrði liðið því 8
menn. Það er ljóst að beiðni um
slíka fjárveitingu yrði ekki vel
tekið, enda verður fjárveitinga-
valdið að gæta nokkurs jafnræðis
gagnvart landsmönnum þegar
peningum er úthlutað í lög-
gæslu“.
Megin breytingar
Sólarhringsvakt veröi komið á í
öllu umdœminu. Löggœslu verði
jafiiað í umdœminu.
Lögregluliðið verði sameinað í
eitt öflugt lið. Fjölgað verði um
tvo lögreglumenn á vöktum.
Fœkkað verði um einn í skrif-
stofuliði.
Þá verði settar ýmsar verk-
lagsreglur er tengjast stjómun
sem miða að bœtlri yfirstjóm.
Jg bind miklar vonir við þetta
skipulag og horfi ég sérstaklega
til forvama, en með stærra liði
getum við lagt aukna áherslu á
þann þátt. Þegar liðið er ekki
stærra en það er í dag er lítið svi-
grúm til að sinna öðm en útköll-
um, en forvarnir vilja sitja á
hakanum.
Hér í Grindavík hefur verið
unnið frábært starf á sviði for-
varna og þið eruð fyrirmynd
annarra t.d. á sviði útivistarmála.
Samstarf lögreglunnar og
bæjaryfirvalda heldur áfram á
sömu braut og mun Sigurður
Ágústsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn, sinna
því eins og hingað til hér í
Grindavfk, en við viljum jafn-
framt að hann taki að sér
Vatnsleysustrandarhrepp og nái
þar jafngóðum tökum á forvam-
armálum, en hreppurinn hefur
óskað eftir meiri löggæslu",
sagði Jón ennfremur..
Mikil ólga er hjá Grindvíkingum
vegna skipulagsbreytinga hjá
lögreglunni og er skiljanlegt að
ekki séu allir á eitt sáttir. Á
næstu mánuðum og ámm verða
miklar skipulagsbreytingar í lög-
gæslu á íslandi og sagðist sýslu-
maður þá horfa til nýs íjarskipta-
kerfis sem tekið verður í notkun í
sumar. Með þessum breytingum
mun vægi varðstöðva minnka
því allar upplýsingar verður hægt
að fá úr tölvu í lögreglu-
bifreiðunum sjálfum. Þá má ein-
nig hugsa sér að einföld skýrslu-
gerð verði unnin í lögreglu-
bifreiðunum samhliða því sem
rætt er við þann aðila sem af-
lB»l
Björtj Thorarensen fulltrúi hjá dómsmálaráðuneyti
hvíslar eitthverju að Jóni Eysteinssyni sýslumanni. Þórir q
______IVlaronsson ytirlögregluþjónn fylgist með.__
Samþykkt bœjarstjórnar Grindavíkur
Svohljóðandi ályktun var sam-
þykkt á fundir bæjarstjórnar
Grindavíkur 2. febrúar s.l.:
„Bæjarstjórn telur þær tillögur
sem Sýslumaðurinn í Keflavík
hefur kynnt til breytinga á skipan
lögreglu á Suðumesjum séu ekki
til þess fallnar að framangreind
markmið náist.
Bæjarstjóm skorar á Sýslumann-
inn í Keflavík að hverfa frá fýrir-
huguðum breytingum.
Bæjarstjóm samþykkir að óska
eftir liðsinni dómsmálaráðherra,
ríkislögreglustjóra, sýslumanns
og þingmanna kjördæmisins til
þess að staðfest verði í lögum,
eða reglugerð ef heimild er til
þess, að lögreglulið skuli vera
staðsett í Grindavík. Að sjálf-
stæði Lögreglunnar í Grindavík
verði tryggt með sérstökum fjár-
veitingum.
Bæjarstjóm fagnar hugmyndum
um að svæði Grindavíkurlögregl-
unnar verði stækkað og leggur
áherslu á að endurskipulagt
vaktakerfi að nóttu og fram á
morgun, með tveimur mönnum,
verði tekið upp að nýju til við-
bótar núverandi vaktakerfi."
Fundargerðin var borin undir
atkvæði í bæjastjórn og
samþykkt einróma og síðar borin
undir atkvæði á borgarafundi og
hlaut sömu afgreiðslu þar.
Samþylckt íþrótta- og œskulýðsnejndar
Á fundi íþrótta- og æskulýðs-
nefndar Grindavíkur þann 1.
febrúar 2000 var eftirfarandi
ályktun samþykkt samhljóða:
íþrótta- og æskulýðsnefnd
Grindavíkur mótmælir þeirri
ákvörðun sýslumannsins í Kefla-
vík að færa vaktir lögreglunnar í
Grindavík til KeflavQcur. Það að
vinna fomvamarstarf verður ekki
unnið með akstri í gegnum bæj-
arfélagið eins og stefiit er að. Á
vegum nefndarinnar hefur verið
starfsmaður í 50% starfi við for-
vamir í grunnskólanum í góðu
samstarfi við lögregluna í
Grindavík. Þessu forvamarstarfi
yrði kastað á glæ ef að þessum
breytingum yrði og hlýtur slíkt
að flokkast undir mikla tíma-
skekkju. Við sem bæjarbúar og
foreldrar glímum við vaxandi
vímuefnavanda eins og önnur
samfélög í þessu landi. Þess
vegna getum við ekki sætt okkur
við að þessi ákvörðun standi. Þá
leyfum við okkur að minna á að
ríkisstjóm Islands hefur stefnt að
því að bæta en ekki skerða for-
vamir.
Virðingarfyllst, íþrótta- og
æskulýðsnefnd Grindavíkur
10