Víkurfréttir - 10.02.2000, Síða 22
Skipt á Gunnleif og Bjarka
Keflavík og KR gengu formlega frá skiptum á markvörðunum,
Gunnleifi Gunnleifssyni og Bjarka Guðmundssyni. Gunnleifur kemur
til Keflavíkur en Bjarki fer í Vesturbæinn. Skipti þeirra em þó misjöfn.
Gunnleifur sem var varamarkvörður KR verður aðalmarkvörður
Keflavíkur en Bjarki mun keppa um markavarðastöðuna í KR við
Kristján Finnb ogason.
ÍRB leigir Höliina
Reykjanesbær og Iþróttabandalag Reykjanesbæjar hafa gert með sér
tímabundinn leigusamning á Reykjaneshöllinni. Samningurinn tók
gildi 18. janúar s.l. en rennur út 31. maí n.k. og verður þá endurskoð-
aður. íþróttabandalag Reykjanesbæjar greiðir Reykjnesbæ 4900 kr. á
klukkustund fyrir hálfan völl.
2. ilokkur í 2. sæti
2. flokkur Keflavíkur gekk betur en úrvalsdeildarliði Keflavíkur í
Islandsmótinu í innanhússknappstymu á dögunum. 2. flokkurinn lék
til úrslita gegn Fram og tapaði 1:3. Tvo af bestu leikmönnum
Keflavíkur vantaði en í Reykjavíkunnótinu fyrir skömmu þar sem
Keflavtk var gestalið lágu Framarar gegn Keflvíkingum.
Veröur Landsmót UMFI2004 í Reykjanesbæ?
Iþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur hefur sótt um að halda Lands-
mót UMFI2004. Um mitt síðasta sumar var óskað eftir umsóknum frá
sambandsaðilum UMFI um að taka að sér undirbúning og fram-
kvæmd 24. Landsmóts UMFI og skilafrestur umsókna var 31. desem-
ber 1999. Fjórir aðilar sóttu um að halda mótið að þessu sinni. Á
stjómarfundi Ungmennafélags Islands 28.-29. janúar 2000 voru teknar
fyrir þær umsóknir sem bárust og innan skamms munu hefjast viðræð-
ur við þá aðila og þau sveitarfélög sem hlut eiga að máli. í framhaldi
af því verður tekin ákvörðun um hvar mótið verður haldið. Næsta
Landsmót verður haldið á Egilstöðum dagana 12.-15. júlí 2001.
Sigurbjörn Elvarsson
bílasali
Ég byrja daginn snemma í
Stúdeói Huldu. Það gefur
mér kraft og vellíðan
yfir daginn.
ZStúdíé \V \
UMFN -KFI
Sunnudaginn 13. febrúar kl. 20
í íþróttahúsinu Njarðvík
» >9
Loðnufrysting
Starfsfólk vantar í loðnu og
hrognafrystingu okkar í Grindavík
á komandi vertíð.
Mikil vinna.
Fyrirhugað er að komið verði á akstri
til og frá vinnu á Suðurnesjum.
Upplýsingar hjá Hjalta í símum
426 7905 og 893 9714
og hjá Ævari í símum
426 7902 og 861 7061
Samherji h/f
Fiskimjöl og Lýsi Grindavík
Keflavíkurstúlkur urðu bikarmeist-
arar í körfu í tíunda sinn á tólf
ámm eftir sigur á ÍS í Höllinni sl.
laugardag.
Þær gerðu það sem þær höfðu
predikað í fjölmiðlum fyrir leikinn,
einbeittu sér og gáfu engin grið.
Strax í upphafi gáfu þær Birna
Valgarðsdóttir (16 stig, 7 fráköst og
3 stolnir) og Anna María
Sveinsdóttir (17 stig, 9 fráköst og 4
stolnir) tóninn, vörnin stal
knettinum og skilaði auðveldum
körfum. Áður en Stúdínur náðu
andanum var leikurinn tapaður. I
hálfleik var orðinn helmingsmunur
39-20 og þrátt fyrir að pressulausar
engu-að-tapa-lengur IS-stúlkur
næðu að minnka muninn var
sigurinn aldrei í hættu og tíunda
bikartitlinum landað, þeim fyrsta á
nýrri öld, 59-48. Fyrir leikinn var
mikið rætt um að þrátt fyrir ætlaða
yfirburði Keflavíkur skipti ein-
beitingin og dagsformið öllu í
bikamum og það kom á daginn.
Á 100% einbeitingu áttu Kefl-
víkingar alls kostar við ÍS og
hreinlega áfall að sjá þvílíkan
getumun á tveimur liðum í efri
bluta sömu deildar og mátti sjá í
upphafi leiks. Auk þeirra Bimu og
Ónnu Maríu léku þær Alda Leif
Jónsdóttir, Kristín Blöndal, Erla
Þorsteinsdóttir og Kristín
Þórarinsdóttir allar vel. Aðrir
leikmenn liðsins léku of stutt til að
verða dæmdir af frammistöðunni.
Anna María besti leikmaðurinn
Sumir hafa verið svo lengi á
toppnum að mörgum finnst sem
þessir leikmenn hljóti hreinlega að
vera á risaeðlualdrinum. Anna
María Sveinsdóttir er einn jjessara
leikmanna en hún varð þrítug á
þessu tímabili. Á þessu tímabili
hefur hún ekki leitt Keflvíkinga í
öllum tölulegum staðreyndum og
margir haft orð á að nú væri
kempan „aldna” farin að gefa eftir.
í bikarúrslitaleiknum blés hún á
þessar raddir, var besti leikmaður
liðsins, stigahæst, frákastahæst og
með bestu skotnýtinguna.
LitU risinn Alda
Alda Leif Jónsdóttir, Stúdínan
fyrrverandi, hefur heldur betur
breytt um ham milli tímabila.
Stúíkan, sem þekkt var helst af
þriggja stiga skotum og sóknarleik
almennt hefur tekið hlutina öðram
tökum í ár. 1 leiknum um helgina
skoraði hún 3 stig (allt víti), tók 6
fráköst, gaf 4 stoðsendingar og
varði 5 skot, einu fleiri en allt ÍS-
liðið. Með því urðu þau Alda og
Alexandre Emiolinskij jafningjar,
tveir risar.
Bima í hóp bestu
Bima Valgarðsdóttir hefur oft verið
talin óþekkta stærðin í leik
Keflvíkinga. Hún sé annaðhvort í
stuði eða úti á hól að..Á þessu
tímabili hefur hún eytt af öllum
vafa. Hún er einfaldlega orðinn
einn hættulegasti sóknarleikmaður
landsins, leikmaður sem getur
snúið töpuðum leik í unnin eða
skilið andstæðinginn eftir í svaðinu
með sárt ennið og skítugan
botninn, ef þannig má að orði
komast.
Kannski hættum við
Teitur á sama tíma
Eg vil ekki meina að önnur lið séu tnörgum árum á eftir okkur
en aftur á móti eigum við alltaf stelpur sem taka við jregar ein-
hverjar hætta og við byggjum liðið alltaf á heimamönnum þó
svo að 1-2 „utanaðkomandi”.
Ég held að ég sé alveg sátt við að við Teitur eigurn stigametið
saman. Við emm bara jafngóð!!!!!! Nei við höfum kanski verið
aðalhlekkimir í okkar liðum í mötg ár og spilað kanski flesta
bikamrslitaleiki fyrir okkar félög án þess að ég sé viss en ég hef
ömgglega tekið þetta í fleiri leikjum en hann. Ég á nú eftir að
ræða við Teit unt framhaldið hvort við hættum bæði í vor en
það kernur í ljós. Kiddi hefur staðið sig vel í vetur það var gott
að fá nýtt blóð í þetta “utanbæjarmann” jretta er allt á uppleið
hjá okkur”, sagði Anna María Sveinsdóttir, kampakát með tí-
unda bikarinn á síðustu tólf ámm.
Atvinnuhúsnæði til
leigu í Sandgerði
+255m2 með kæli og lyftarageymslu.
♦ 450m2á 2. hæð. Nýinnréttað. Þurrkklefi. Góð
starfsmannaaðstaða og skrifstofa.
♦ Óinnréttað rými á 2. hæð. Býður uppá ýmsa möguleika.
♦ Geymsluhúsnæði á 2. hæð. Ýmsir stærðarmöguleikar.
♦ Vörulyftur og afnot aflyftara.
Gerum tilboð í geymslu á brettavöru, lágmark 30 bretti.
Hagstætt verð, leitið upplýsinga. Sími 588 7050
22