Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 16
Boltinn á leiðinni efst í hægri markvinkilinn eftir þrumuskot Zorans sem er neðst til hægri á myndinni og síðan á myndinni til hægri. Zorn var senuþjófurinn þetta kvöld og stal tveimur stigum frá heimamönnum. VF-myndir/hrós. tök hjá Alberti Sævarssyni markverði Grindvíkinga. Albert átti slaka sendingu frá marki Grindvíkinga og beint fyrir fætur Guðmundar, sem vippaði boltanum yfir Albert og í rnark Grindvíkinga. Guðmundur er þar með búinn að skora fimm mörk í Lands- stmadeildinni í suntar og er markahæst- ur ídeildinni. Eflir st'ðara markið var eins og allur vindur væri úr heimamönnum, sem pökkuðu í vöm, á nieðan gestimir úr Grindavík sóttu í sig veðrið. Grind- víkingar náðu að minnka muninn |x;gar sex mínútur voru eftir af leiknunt. Þá var að verki Ólafur Öm Bjamason, sem skoraði með skalla eftir homspymu að marki Keflvíkinga. A lokasekúndum leiksins náðu Grindvíkingar svo að jafna metin eftir að þeim var dæmd aukaspyrna rétt utan við vítateig Keflvíkinga. Zoran Djuric tók spymuna og negldi boltann í vinkilinn tjær og skoraði þar tneð glæsilegt jöfnunannark fyrir Grindvíkinga. Guðmundur Steinarsson og Gunnar Oddsson voru bestir í liði Keflvíkinga. Mátti sjá þess merki á leik liðsins þegar hann þurfti að fara af leikvelli. Zoran Djuric lék best í liði gestanna. Scott Ramsey er einnig með betri leik- mönnum UMFG og homspyrnur hans voru mjög hættulegar og ein þeirra bjó reyndar til fyTra rnark UMFG. Sjá einnig www.vf.is ið hcntum frá okkur sigrinuni en svona er fótboltinn. Það var auðvitað ekki gott að missa tvo mikilvæga leikntenn útaf en hins vegar hættum við bara að spila á lokakaflanum og hleyptum Grind- víkingum inn í leikinn. Þeir eiga hrós skilið fyrir að gefast ekki upp“, sagði Páll Guðlaugsson, þjálfari Keflvík- inga eftir nágranna- og toppslag Landssímadeildarinnar í knatt- spyrnu í Keflavík í fyrrakvöld. Lokatölur urðu 2-2, í síðasta leik þriðju umferðar Landssímadeildarinnar, en leikurinn fór frant í Keiiavík í norðan- vindi og kulda. Leikurinn var rnjög kaflaskiptur, en Keflavík hafði yfirhöndina í fyrri hállleik og meiri hluta þess síðari, meðan Grindvíkingar vörðust og áttu fáar og bitlausar sóknir. Um miðjan síðari hálfleik snerist dæmið hins vegar við þegar Grindvíkingar sóttu án afláts að marki Keflvíkinga. Jafnteflið nægði þó Keflvíkingum til að komast einir í efsta sæti deildarinnar með 7 stig, en næstir þeim koma KR og ÍA með 6 stig hvort. Fyrsta mark leiksins kom á hinni marg- umtöluðu 43. markamínútu. Brotið var á Zoran Ljubicic, inni í vítateig Grind- víkinga og Guðmundur Steinarsson skoraði öragglega úr vítaspyrnu í kjöl- farið. Fált annað markvert gerðist í fyrri hálfleik, en þegar á þriðju mínútu þess síöari bætti Guðmundur við öðra marki sínu og Keflvíkinga í leiknuin eftir mis-

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.