Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 4
Garðaúðunin SPRETTUR íéik^. c/o Sturlaugur Ólafsson úða gegn roðamaar og óþrifum á plöntwm. Eyði illgresi úr gras- flötnm. Eyði gróðri úr stéttum og inrikeyrslwm. Leiðandi þjónusta. Upplýsingar í símum 893 7145, 699 5571 og 421 2794 Uða samdægurs ef óskað er.. Daglega á www.vf.is Atvinna Olís-Básinn óskar eftir starfskrafti í afgreiðslu. Vaktavinna. Um er að ræða fast starf. Umsóknareyðublöð á staðnum. Olís -Básinn Vatnsnesvegi 16, Keflavík í Keflavík gjafmildar Lionessur Lionessuklúbbur Kefla- víkur aflientu margar góðar gjafir fyrir nokkru. Þær færðu Þroska- hjálp Suðurnesja 300 þúsund krónur til framkvæmda á þjálfunarsundlaug og Lyng- sel, sem er skammtímavistun fyrir fatlaða, fékk 100 þús- und krónur að gjöf. Marita á Isiandi, sem eru forvarnar- samtök, fékk einnig 100 þús- und krónur frá lionessum. Gísli Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar sagði að þetta væri ekki fyrsta sinn sem lionessur færðu þeim góðar gjafir. „Eg vil þakka Lionessuklúbbi Keflavíkur kærlega fyrir höfðinglega gjöf og hún kemur örugglega til með að nýtast vel. Okkur þykir gott til þess að vita að við eig- um góða klúbba og einstakl- inga sem hjálpa okkur við að byggja þessa laug því enn eru eftir 6 milljónir krónar til að við getum lokið byggingu hennar. Við ætlum að halda áfram með verkið og reyna að klára sundlaugina á þessu ári og vonandi verður hægt að greiða hana niður með styrkj- um, sem við vonumst til að fá“, sagði Gísli af þessu tilefni. Kolbrún Marelsdóttir, forstöðu- maður Lyngsels, sagði að pen- ingamir færu í kaup á leikföng- um og tækjum fyrir börnin. „Þetta er algjör bylting fyrir okkur hér því við fáum sjaldan peninga til að kaupa leikföng og tæki. Við erum mjög ánægð með þessa góðu gjöf og viljum senda lionessum kærar þakkir'1, sagði Kolbrún en hún vildi líka koma því á framfæri að þau á Lyngseli væru að fara af stað með tónlistarbekk og vantaði stóra hátalara. „Ég vil biðja þá sem eiga slíka hátalara, og viija gefa Lyngseli þá, að hafa sam- band við mig í síma 895- 7892“, sagði Kolbrún forstöðu- kona að lokum. jf,' \ . ! ■ 11 i'l. ts Eigendur Glóðarinnar, þeir Ásbjörn Pálsson, matreiðslumaður, Bjarni Sig- urðsson, matreiðslumeistari og Bjarni Gunnólfsson, framleiðslumaður, tóku við rek- stri Sólsctursins og Café Iðnó í síðustu viku. Þeir hyggjast gera nokkrar áherslubreytingar á rekstri staðanna. Iðnó verður breytt í notalegt kaffihús þar sem boðið verður upp á ódýrar veitingar, s.s. smárétti, kökur og smurbrauð. Sérréttamatseðill, A La Carte, verður síðan tekinn inn á haustdögum á Sólsetrinu. Þrátt fyrir þessar breytingar mun Glóðin halda sínu striki, að sögn Asbjamar. Boðið er upp á fjölbreytt hlaðborð fyrir hópa eftir pöntunum og einnig er kominn nýr og girnilegur matseðill með ýmsum klassískum réttum. Bömin gleymast heldur ekki á Glóðinni en fyrir þau er sérstakur bamamatseðill og allir krakkar fá sérstök verð- laun eftir matinn. 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.