Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 30
Fleirí lóðir í Gríndavík Grindavíkurbær auglýsir lausar til umsóknar lóðir á nýju svæði norðan Vallahverfis við Skipastíg og Árnastíg. Um erað ræða 23 lóðir fyrir einbýlishús, 12 lóðir fyrir parhús, 17 lóðir fyrir raðhús. Lóðirnar verða afhentar í lokjúlí 2000. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu byggingarfulltrúa, Víkurbraut 62 svo og úthlutunarreglur. Vinsamlega athugið að eldri umsóknir skal endurnýja. Umsóknum skal skila á sama stað í síðasta lagi mánudaginn 5. júní 2000 kl. 12. Byggingarfulltrúi. Þú getur lesið visir.is á... www.vf.is daglega á Netinu! Rýmingarsölunni lýkur um helgina. Enn meiri verðlækkun. Opið laugardag 10-13. ! SKÓBÚÐIN t\EFLAVÍK Hafnargötu 35 - Sími 421 1230 Burtmeðóhugnaðinn afNikkelsvæðinu Loksinx virðast ráða- menn vera að vakna til aðgerða um úrbæt- ur á Nikkelsvæðinu, I VF þann 18. maí sl. birtast tvær greinar varðandi þetta vand- ræðamál, sem löngu er orðið öllum viðkomandi til stór skammar. Bergur Sigurðsson mengunarvarnafulltrúi HS tuðar enn um möguleg eitur- efni og hugsanlega hættu af þeim. Bergur segir m.a.: Umræða um hvort þörf sé frekari rannsókna þarf að fara fram á faglegum grunni. „Eru Iðntæknistofnun og Háskóli íslands ekki nógu faglegar.“ ? Skúli Þ Skúlason vitnar til mikilla rannsókna frá 1998 þar sem niðurstaðan varð sú að mengun á svæð- inu væri viðráðanleg. Það kemur heim og saman við allar rannsóknir, sem búið er að vera að gera allar götur frá 1972. Skúli segir frá því að bæj- arstjóm hafi nýlega borist bréf frá utanríkisráðuneytinu, þar sem boðið er upp á leigusamn- ing um svæðið. Hálf þoku- kennt verður það í hugum margra jregar talað er um bréf frá ráðuneyti. Við hér um slóðir höfum slæma reynslu af slík- um bréfum, sérstaklega minnist ég bréfa, sem höfðu okkur að fíflum, frá þessu sama ráðuneyti varðandi Helgu- víkina og annars frá heil- brigðisráðuneytinu varðandi D- álntuna, bæði send í tíð ráð- herra sem litlar mætur höfðu á hagsmunamálum okkar hér á Suðurnesjum. Vonandi hefir einhver, sem mark er á takandi skrifað undir þetta bréf og vissulega vekur það vonir þegar hið háa ráðuneyti lætur svo lítið að skrifa vinum sínum hér syðra bréf. Ekki fæ ég annað skilið en að Skúli telji að boðið sé það gott, að ekki standi á öðru en að ráðamenn okkar gefi sér tíma til þess að renna í bæinn og ganga frá málinu. Ekki er nú við því að búast að allir samþykki það og strax í næsta blaði VF þann 25. maí, gerir Jóhann Geirdal nokkrar athugasemdir við þetta kosta- boð. Þær em mest um að hver eigi að borga hreinsun svæðis- ins, sem honum reiknast til að muni kosta Reykjanesbæ kr. 62 milljónir eða um þriðjung af því sem Keflavík og Njarðvík höfðu í afgang af vatnsveitu peningunum sem Jón Baldvin gekk svo vasklega fram í að útvega. En nú höfum við ekki Jón Baldvin til jress að ganga í málin fyrir okkur, heldur ekki Emil Jónsson, sem sá til að Keflavíkbæ var afhent landið á Berginu á silfurfati. Nei, við sitjum uppi með Halldór Asgrímsson og vika- pilta hans í utanríkisráðuneyt- inu. I fljótu bragði virðist mér að þeir ætli að láta ráðuneytið hirða álíka lóðarleigu og Landeigendur Njarðvíkur innheimta af lóðum sínum.“ Aldrei hefi ég verið hrifinn af því og enn síður af þessum leiguskilmálum. Sjálfsagt er að miða við landið á Berginu og krefjast þess að Sölunefndin fjarlægi eigur sínar, tankadótið ofl. tafarlaust, ella láti bærinn gera það á hennar kosnað. Hún hefir það til sölu. Samningum í þá veru ætti að vera hægt að ná, ef loksins er vilji til þess að losa okkur við þennan óhugnað. Það var reyndar ætlunin með samn- ingnum um höfnina í Helgu- vík, sem Benedikt Gröndal hratt af stað 1979 og undirrit- aðir voru 23. maí 1980 og ítrekað með samþykkt Alþingis nteð þingsályktun 21. mai 1981. Þessu verki verður að Ijúka. Olafur Björnsson. 30

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.