Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 22
Eldið hagkvæmt því afurðav@rð er mjög hátt Sæbýli í Vogum er nú óðum að stækka og um þessar mundir stendur yfir hlutafjárútboð hjá fyrir- tækinu. Boðnar eru út 16 millj.kr. á nafnvirði á geng- inu 7,5, eða 120 millj.kr. að söluvirði. Heildarhlutafé fyr- irtækisins eftir útboð verður 36,7 millj. kr. að nafnvirði eða rúmar 275 millj. kr. að markaðsvirði. Arið 1998 voru flutt út 600 kg. af sæeyra, sem er aðal útflutn- ingsafurð eldisstöðvarinnar, en árið 2005 er stefnt að því að flytja út 200 tonn. Viðræð- ur eru nú á lokastigi við fyr- irtæki í Kanada um að setja þar upp eldisstöð á sæeyra þar sem íslenski stofninn er talinn vera mjög góður. Ræktun á sandhverfu hefur einnig verið stunduð hjá Sæ- býli um nokkurt skeið með góðum árangri. Silja Dögg Gunnarsdóttir gerði sér ferð út í Voga í síðustu viku og fræddist um starfsemi fyrir- tækisins og framtíð þess sem virðist vera skínandi björt, svo ekki sér meira sagt. Borða söl og þara Sæbýli var stofnað árið 1993 af Asgeiri E. Guðnasyni, Agnari Steinarssyni og Sigurgeir B. Kristinssyni. Jón Gunnarsson hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins síðan 1999. „Fyrir 14 árum síðan voru sæeyru fyrst flutt frá Kalifomíu til ís- lands en ræktunartilraunir með þau gengu ekki vel í fyrstu. As- geir E. Guðnason, vann þá hjá Hafrannsóknarstofnun og fékk mikinn áhuga á ræktun þeirra. Hann komst að því þau þyrftu söl til að vaxa, en sæeyrun em þaraætur. Fjölgunin gekk vel, undir handleiðslu Asgeirs og þá stofnaði hann Sæbýli ásamt fleirum", segir Jón þegar hann Séð inní sandhverfu eldissalinn. er spurður út í sögu fyrirtækis- ins. Tímafrekt ræktunarferli Kjörhiti sæeyrans er 15-16 gráðu heitur sjór en sjórinn við eldisstöðina í Vogum er mjög hentugur þar sem hann er 11 gráðu heitur. Það þarf því ekki að hita hann upp um margar gráður til að sæeyrun geti vaxið og dafnað í volgum sjó. Jón segir að eldið hafi þróast í gegnum árin og samhliða þvf hafi stöðin stækkað. „Það má eiginlega skipta núverandi ræktunarferli í þrjú skref. Fyrst þarf að fjölga dýrunum, en fjölgunin fer fram í gróðurhús- um. Dýrin em þar í 6-7 mánuði og nærast á þömngum en þeir þurfa mikla birtu til að vaxa. Síðan tekur við ungviðaeldi og eru dýrin þá flutt í annað hús og þar ölum við þau í 1-1,5 ár. Þá em þau flutt í „áframeldi", eins og við köllum það, en þau verða ekki útflutningshæf fyrr en þau eru orðin 4-4,5 ára göm- ul“, segir Jón og af þessu má sjá að eldið er mikil nákvæmn- isvinna sem tekur langan tíma. Étin lifandi Þrátt fyrir langt ræktunarferli þá er eldið hagkvæmt því af- urðaverð er mjög hátt að sögn Jóns. „Meginhluti framleiðsl- unnar er seldur til Japans en minna magn til Bandaríkjanna. Sæeyrun eru flutt út lifandi með flugi en Japönum þykir þau herramannsmatur og sneiða þau niður og borða á meðan þau eru enn lifandi", segir Jón og það er ekki laust við að blaðamaður finni fyrir nettri velgju við að hlusta á lýs- inguna, en sinn er siður í landi hverju... 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.