Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.03.2001, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 22.03.2001, Blaðsíða 10
■ Söðlasmiðurinn við Sólvallagötu: Smiðir óskast Óska eftir að ráða smiði til starfa strax. Næg verkefni. Upplýsingar í síma 892 2735 og 864 9677. BYGGINGAVERKTAKAR Öll almenn hársnyrtiþjónusta fyrir dömur og herra. Pantió tíma eða kíkió bara vió Sími421 2195,Túngötu 12 Til sölu/skipti Erum með til sölu, í skiptum fyrir góða eign á Suðurnesjunum mjög góða 4ra herb. íbúð á þriðju hæð í Flúðaseli, Reykjavík, aukaherb. í kjallara, suður- svalir og fallegt útsýni. Sameignin er nýlega standsett, ný teppi ofl. Blokkin nýlega tekin í gegn. Upplýsingar gefur Gunnar Helgi á fasteign.is sími 5 900 800 Hannaði hnakk fyrir fatlaða Erlendur Sigurðsson söðlasmiður í Keflavík. Að umgangast dýr og njóta útiveru gerir öll- um gott. Hestaíþróttin sameinar þessa tvo hluti. Fatlaðir hafa hingað til átt erfitt með að ríða út einir, þar sem reyðtygi eru hönnuð fyr- ir ófatlaða. Guðrún Fjeldsted reiðkennari frá Ölvaldsstöð- um í Borgarfirði hefur unnið með fötluðum einstaklingum um margra ára skeið og lengi leitað að hnakk sem auðveld- aði fötluðum að sitja hest. Eftir langa og árangurslausa leit hafði hún samband við Erlend Sigurðsson sem bú- settur er í Keflavík, og bað hann um að finna lausn á málinu. Nokkrum mánuðum síðar var hnakkurinn tilbú- inn. Opnar möguleika „Þetta er fyrsti hnakkurinn sem ég hef smíðað á ævinnni. Eg er ættaður úr Borgarfirði og hef gert við reyðtygi í mörg ár. Guðrún þekkti mig og ætlaði fyrst að biðja mig um að smíða ístöð, en þetta varð endirinn", segir Erlendur og hlær. Guðrún er mjög ánægð með hnakkinn og í bréfi frá henni segir m.a.: „Sú frumhönnun sem Erlendur Sigurðsson hefur gert (...) getur veitt mörgum, þar á meðal lömuðum og spastískum, þá ánægju að geta setið hest einir og jafttvel í hóp með öðm reiðfólki. Þetta getur opnað nýja möguleika fyrir þetta fólk og nýst þeini í endur- hæfingu auk þess að létta álag- ið á handleggjum og öxlum að- stoðarmanns sem getur orðið óyfirstíganlegur, ef um mjög fatlaðan einstakling er að ræða.“ Mikil vinna Barnabílstóll er hugmyndin á bakvið hnakkinn, að sögn Er- lends, þ.e. hátt bak til stuðn- ings, ól um mittið og ólar yfir báðar axlir. „Eg er búinn að vera að þróa hugmyndina síðan í haust. Magnús Jónsson í Sandgerði smíðaði mótin fyrir bakið sem em úr trefjaplasti og virkið í hnakknum, sem er einnig úr trefjaplasti. Eg smá breytti hugmyndinni með tím- anum svo Magnús þurfti alltaf að vera að breyta, þannig að þetta tók allt langan tíma.“ Frábær hönnun Fyrsti hnakkurinn var tilbúinn í kringum síðustu áramót. Hann var prófaður og í kjölfarið ákvað Erlendur að betmmbæta hann aðeins. „Við prófuðum nýja hnakkinn í Reiðskólanum Þyrli í Víðidal sl. miðvikudag, en þeir em þar með fatlað fólk á námskeiði. Bjarni Sigurðs- son, rekur skólann en hann pantaði strax einn hnakk eftir að hafa prófað hann, og sagði að hann íofaði góðu.“ Hnakkurinn er mjög vel hann- aður þar sem hægt er að skipta um bak en þau fást í þremur mismunandi hæðum. Einnig er hægt að taka bakið af og þá er hnakkurinn bara eins og venju- legur hnakkur. Erlendur smíðar hnakkana í bílskúmum heima hjá sér sem er allt of lítill fyrir jressa starf- semi. Ef einhver veit um stærra húsnæði sem myndi henta fyrir leðursauminn eða hefur áhuga á að koma í heimsókn og skoða hnakkinn, haftð þá samband í síma 421-7084 eða 862-0840. 10 VÍKURFRÉTTAMYNDIR: SILJA DÖGG i

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.