Víkurfréttir - 22.03.2001, Blaðsíða 35
8 liða úrslit Epson-deildarinnar í körfu:
Njapðvík í vandpæðum
með Borgnesinga
Guðjón Skúlason lék frábærlega með sínu llðl í fyrstu umferð og
er að öðrum ólöstuðum heltastl maður úrslitakeppninnar.
Njarðvíkingar sigruðu Borgnes-
ingar örugglega í úrslitaleik lið-
anna um hvort liðið kæmist í und-
anúrslit EPSON deildarinnar 87-
57 í Njarðvík í fyrrakvöld.
Það vom þremenningarnir Brent-
on Birmingham, Teitur Örlygsson
og Logi Gunnarsson sem bám
uppi sóknarleik Njarðvíkinga en
einnig léku þeir Jes Hansen og
Halldór Karlsson prýðisvel í jress-
um baráttuleik. Eftir jafnan fyrri
hálfleik 51-43 skelltu Njarðvík-
ingar í lás í þriðja leiðhluta og
tryggðu ömggt 20 stiga forskot,
svo ömggt að gamla kempan Al-
exandre Ermolinskji sá ekki
ástæðu til að koma inná í síðasta
leikhiutanum en hann hafði verið
besti leikmaður Borgnesinga fram
að því.
Þrátt fyrir sigurinn þurfa Njarð-
víkingar að laga ýmislegt, sérstak-
lega sóknarmegin, áður en liðið
tekur á móti Islandsmeisturum
KR næstkomandi sunnudag.
Verður þar rimma hörð.
Endurkoma Fals og
Guðjón í ham!
Keflvíkingar gjörsigmðu Hamars-
menn frá Hveragerði 103-69 og
62-106 í tveimur ójöfnum viður-
eignum í 8 liða úrslitum Epson
deildarinnar og tryggðu sér far-
seðilinn í undanúrslit. Guðjón
Skúlason heldur áfram að setja
niður þrista á geigvænlegum
hraða, 7 í fyrri leiknum og 10 í
þeim seinni.
Endurkoma Fals Harðarsonar
markaði upphafið að endi fyrri
leiksins en með innkomu hans
jókst hraðinn til muna og Keflvflc-
ingar skildu Hvergerðinga eftir á
sokkaleistunum, breyttu stöðunni
úr 12-16 í 30-16 og leikurinn gott
sem búinn. I seinni leiknum var
Gaui ekkert að bíða eftir Fal held-
ur vann fyrri hálfleikinn upp á
eigin spýmr, 26-27, en staðan í
hálfleik var 26-55 teljum við stig
samheija Guðjóns einnig. Seinni
hálfleikurinn var, eins og í fyrri
leiknum, leikur kattarins að
músinni og lokatölur 62-106.
Einbeitingarleysi
Grindvíkinga
Grindvfldngar töpuðu 79-75 á
Sauðarkróki í fynakvöldkvöld og
sagði Einar Einarsson, þjálfari
liðsins, að 50 sekúndna einbeit-
ingarleysi undir lok þriðja leik-
hluta hefði snúið leiknum á sveif
Sauðkræklinga og síðan hafi lið
hans ekki haldið haus í síðasta
leikhlutanum.
„Við vomm með 18 stig í plús og
að mér fannst, búnir að hafa öll
tök á leiknum fram að þessu. Mér
fannst jtetta vendipunktur í leikn-
um því í stað jressa að brjóta vilja
þeirra alveg á bak aftur gáfum við
jreim vonameista sem okkur tókst
ekki að slökkva í síðasta fjórð-
ungnum. Þegar þeir minnkuðu
muninn enn frekar fomm við að
efast og hika og það kann ekki
góðri lukku að stýra. Þrátt fyrir
allt þetta fengum við tækifæri til
að vinna leikinn en tókst að marg-
klúðra síðustu sókninni. Þessi nið-
urstaða er vemlega sár sannleikur
fyrir mig og mína menn því liðið
hafði spilað alveg glimrandi vel
ffam undir lok þriðja leikhluta.
Við hreinlega köstuðum frá okkur
sigrinum á lokamínútunum frekar
en að Tindastóll hafi unnið tyrir
honum", sagði Einar í símtali við
VF, heldur súr í bragði og vel
skiljanlegt því Grindvíkingar léku
mjög vel í síðustu leikjum Is-
landsmótsins og virtust til alls lík-
legir í úrslitakeppninni. Sigur
Tindastóls var tímamótasigur fyrir
Val Ingimundarson og félaga hans
því Tindastóll komst þar með í
fyrsta sinn í undanúrslit. Þeir
mæta Keflavíkurliðinu og hefjast
leikar á sunnudag eins og hjá
Njarðvík - KR
Guðjón maður umferðarinnar
Guðjón Skúlason lék frabærlega
með sínu liði í fyrstu umferð og er
að öðmm ólöstuðum heitasti
maður úrslitakeppninnar, skoraði
60 stig á 55 mínútum og nýtti
58% þriggja stiga skota sinna.
Keflavíkurliðið tók Hamars-
menn mjög létt. Er liðið á
toppnuni á réttum tíma?
Það varð nú niðurstaðan en við
áttum ekki von á þcssu svona
auðveldu. Liðið er einfaldlega að
spila mjög vel og það small allt
saman í báðum leikjunum. Það er
alltaf ánægjulegt jiegar vel gengur
og ég hef verið að fá mikið af
góðum skotfæmm upp úr okkar
kerfum. Það hjálpast allir við að
skapa skotfærin og mér gengið
vel að setja skotin niður. Það er
engin ein ástæða á bakvið hittn-
ina, ég hef verið að skjóta mikið á
æfingum og skrokkurinn er í fínu
lagi“, sagði Guðjón.
í upphaft tímabils sagðir þú að
stefnan væri sett á að taka alla
titlana. Eftir meiðsl eru tveir
sterkir Ieikmenn eru komnir til
baka (Falur,Hjörtur) og Fannar
að auki bætst í hópinn. Ertu nú
kominn með liðið í kringum þig
sem þú áttir von í upphafi tíma-
bils þegar þcssi yfirlýsing var
gefin?
,Já, ég myndi segja það. Mark-
miðið breyttist ekkert. Við emm
búnir að klúðra tveimur titlum í
ár, bikartap gegn liði sem við vor-
um að taka með 40 stigum núna
og töp gegn ísafirði og Borgames
og fleiri liðum í deildinni.Við
misstum þama bæði bikartitil og
deildarmeistaratitil. Við fómm vel
yfir hlutina að lokinni deildar-
keppninni og menn em að bregð-
ast rétt við.“
Verður Fannar með út úrsiita-
keppnina?
,£g efast um það. Eg held hann
verði út jiennan mánuð. Við sjá-
um til“.
Aðalfundur Sparisjóðs-
ins í Keflavík var
haldinn 15. mars s.l.
Benedikt Sigurðsson,
stjórnarformaður flutti
skýrslu stjómar. Geirmund-
ur Kristinsson flutti síðan
skýrslu sparisjóðsstjóra og
sagði að árið 2000 hafi
Sparisjóðurinn í Keflavík
skilað góðri rekstraraf-
komu. Hagnaður varð 123,5
niilljónir eftir skatta og
framlag til afskriftareikn-
ings og varð arðsemi eigin-
fjár þá 12,9%. Sparisjóður-
inn beitti ekki þeirri reikn-
ingsskilaaðferð að færa
eignarhlutann í Kaupþingi
h.f. á markaðsverði líkt og
margir aðrir sparisjóðir en
sú aðferð hefði skilað marg-
falt meiri hagnaði. Sam-
þykkt var tillaga um 10%
arðgreiðslu til stofnfjáraðila
og auk þess var stofnfé end-
urmetið um 4,53%.
Geirmundur kynnti nýtt frum-
varp til laga um banka og
sparisjóði sem tekur á breyttu
rekstrarformi og mögulegri
hlutafjárvæðingu sparisjóð-
anna. Miklar umræður urðu
um frumvarpið og töldu fund-
armenn að rétt væri að skoða
hlutafélagaleiðina gaumgæfi-
lega. I framhaldi af því upp-
lýsti Geirmundur að stjórn
sparisjóðsins hefði ráðið
Deloitte & Touch h.f. til
verksins.
I dag er sparisjóðurinn sjálfs-
eignarstofnun en í hinu nýja
frumvarpi er einnig gert ráð
fyrir að sparisjóðum verði
gert kleift að styrkja það
rekstrarform með hærri arð-
greiðslum en gert hefur verið.
Sparisjóðir hafa því valkost
um það að breyta sér í hluta-
félög eða viðhalda sjálfseign-
arforminu.
Samkvæmt gildandi lögum
fer fundur stjómfjáreiganda
með æðsta vald í málefnum
sparisjóðs en stofníjáreigend-
ur kjósa þó aðeins 3 stjómar-
menn af 5. Hlutaðeigandi
sveitarstjóm tilnefnir 2 stjóm-
armenn en með með nýjum
lögum verður heimilað að
breyta samþykktum þannig
að stofnfjáreigendur kjósi alla
stjómina.
Ef hlutafélagaleiðin er farin
mun sá hluti stofnfjár sem
ekki gengur til stofnfjáreig-
enda verða eign sérstakrar
sjálfseignarstofnunar og verð-
ur megintilgangur hennar að
stuðla að vexti og viðgangi
sparisjóðsins. Sérstakt full-
trúaráð myndi kjósa stjórn
hennar. Stofnfjáraðilar Spari-
sjóðsins í Keflavík era nú um
560.
Nýtt lagafrumvarp um
hlutafélög rætt á aðal-
fundi Sparisjéðsins
Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is
35