Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.03.2001, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 22.03.2001, Blaðsíða 17
Teitur Örlygsson, körfu- boltakappinn knái, fermdist í Njarðvík- urkirkju árið 1981. Teitur fullyrðir að hann hafi verið mjög stilltur og prúður í kirkjunni og að körfuboltinn hafi algjörlega verið látinn eiga sig á meðan á veislunni stóð. „Fermingarveislan mín var haldin heima og mig minnir að boðið hafi verið uppá kalt borð og svo kafti og með því á eftir. Eg var með glóðarauga á ferm- ingardaginn sem ég nældi mér í í fótbolta deginum áður, mér og mömmu til mikils ama.“, segir Teitur. Að sögn Teits langaði hann mest í „steríó græjur“ í ferm- ingargjöf sem hann fékk. „Steríó græjurnar eru án efa mín eftirminnilegasta ferming- argjöf, þær vom rosalega flott- ar. Eg fékk líka eitthvað af peningum sem ég hreinlega eyddi í einhverja vitleysu. Sumarið varð fyrir vikið mjög skemmtilegt.“, segir Teitur og kveðst hafa hugsað mun meira um gjafimar en sjálfan tilgang fermingarinnar. Ragnar Smárason, verslunarstjóri Hagkaups: DVD-tækin eru vinsæl eir hjá Hagkaupum slá ekki slöku við í fermingagjafasamkeppninni, frekar en aðrir. Að sögn Kagnars Snorrasonar, verslunarstjóra Hagkaups í Njarðvíkum, eru hinar hefðbundnu fermingargjafir alltaf jafn vinsælar. „Við erum með mjög gott verð á hefð- bundnum fermingargjöfum eins og hljómflutningstækjum, sjónvörpum og myndbandstækjum. Þetta seldist allt saman mjög vel í fyrra. Það sem við erum með nýtt eru eins konar hljóm- tæki með sjónvarpsskermi framan á sem hægt er að bera hvert sem er. Slíkt tæki kostar um 15.000 kr. Það hefur ein- nig orðið mikill kippur í sölu á DVD- tækjum, þar sem verð á þeim hefur lækkað mjög undanfarið.“, segir Ragnar Snorrason. Hvar verður ferm- ingarveislan þín haldin? María Rán Ragnarsdóttir: I samkomuhúsinu í Sandgerði Fríða Dís Guðmundsdóttir: Veislan mín verður í Miðhúsum Hildur Mekkín Draupnisdóttir: Hún verður í Golfskálanum Karl Gunnarsson: I Golfskálanum í Leiru Stefán Valur Sigurðarson: Hún verður haldin heima Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.