Víkurfréttir - 22.03.2001, Blaðsíða 26
MAÐUR VIKUNNAR
Nafn: Sverrir Vilbergsson
Fædd/-ur hvar og h venær: 4. júlí 1942 á Eskifirði
Atvinna: Hafnarstjóri í Grindavík
Maki: Elín Þorsteinsdóttir
Börn: 7
Hvernig býrð þú? í raðhúsi
Hvaða bækur ertu að lesa núna? Brot úr sögu þjóðar og
Einn á ísnum
Hvaða mynd er á músamottunni? Engin
Uppáhalds spil? Kani
Uppáhaids tímarit? Fiskifréttir
Uppáhalds ilmur? Góð matarlykt
Uppáhaids hljóð? Þegar konan kallar matur
Hræðilegasta tilfinning í heimi? Að vakna við snarpan jarð-
skjálfta.
Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug, þegar þú vaknar
á morgnana? Best að koma sér á klósettið.
Rússíbani, hræðilegur eða spennandi? Spennandi að sjá
aðra í rússibana, en hef ekki áhuga sjálfur.
Hvað hringir síminn þinn oft áður en að þú svarar? Oftast
einu sinni til tvisvar.
Uppáhalds matur? Hamborgarhryggur með öllu tilheyrandi.
Súkkulaði eða vaniilu? Súkkulaði
Finnst þér gaman að keyra hratt? Nei ég er uppúr því vax-
inn, keyri oftast milli 90 og 100
Sefur þú með tuskudýr? Nei
Óveður, spennandi eða hræðilegt? Mér leiðast óveður
Hver var fyrsti bíilinn þinn? Chevrolet 1947
Ef þú mættir hitta hvern sem er? Það væri gaman að hitta
Alex Ferguson og fá að vera með honum á bekknum einn leik.
Afengur drykkur? Beily's
I hvaða stjörnumerki ertu? Krabbanum
Borðar þú stönglana af brokkólí? Nei
Ef þú gætir unnið við hvað sem er, hvað væri það? Ég er
ágætlega sáttur í því umhverfi sem ég er í og vona að ég geti
lokið starfsæfinni í því.
Ef þú mættir velja hárlit þinn hver væri hann? Ég hef alltaf
verið dökkhærður og vildi vera það áfram.
Er glasið hálf tómt eða hálf fullt? Ég hef stundum heyrt talað
um hálf tómt glas, en ekki hálf fullt.
Uppáhalds bíómyndir? Gamanmyndir og stnðsmyndir
Notarðu fingrasetningu á lyklaborð? Ég reyni það, en það
gengur upp og ofan.
Hvað er undir rúminu þínu? Gólfið
Uppáhalds talan þín? 4
VlKURFflÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐAflSON
Landað á gamla mátann úr Brynjari GK 22 í Grindavík á miðvikudagskvöld í síðustu viku.
Mokafli í skugga verkfalls
Það fór eins og mig grunaði að eftir því
sem nálgaðist verkfall sjómanna glædd-
ist afli vertíðarbáta til mikilla muna og
er þessi vika sú langbesta sem komið hefur á
þessari vertíð. Nú er í fyrsta sinn á þessu ári
hægt að tala um umtalsverðan afla hjá neta-
bátum og skiluðu 36 netabátar um 1000 tonn-
um í vikunni og var Þorsteinn með mestan
afla 68,8 tonn“, segir Sverrir Vilbergsson
hafnarstjóri í Grindavík.
Fjögur togskip lönduðu um 340 tonnum og var
Sturla aflahæst með 114,6 tonn. Þrír dragnótabát-
ar lönduðu 90 tonnum og var Farsæll með 40,68
tonn. Handfærabátar urðu nú aðeins varir og
lönduðu 23 handfærabátar 45 tonnum og var
Valþór með mestan afla, 4,65 tonn. 780 tonn
komu á land af 32 línubátum og var Kópur með
mestan afla, 70 tonn.
Um 2210 tonn af botnfiski bámst á land í vik-
unni og var þó verkfall tvo þá síðustu. Loðnuafl-
inn var einnig góður og var alls landað 8640
tonnum og var Oddeyrin með 2874 tonn í 4
löndunum en Vilhelm Þorsteinsson með 2627 í
einni löndun.
Sverrir segist vona eins og fleiri að verkfall leys-
ist sem allra lyrst þar sem talsverð fiskgengd sé á
miðunum, því þeir bátar sem eru að róa mok-
fiska.
Hlutafélag um Hitaveitu Suðurnesja
Það eru nokkrir áratugir síðan
ég átti aðild að því, sem vara-
maður í bæjarstjóm Keflavíkur,
að stofna Hitaveitu Suðumesja.
Ég verð að segja að mér hefur
alltaf fundist að þar hafi verið
unnið einstakt happaverk og
töluvert öðmvísi hafi horft við
mannlífi á Suðumesjum allan
þennan tíma vegna Hitaveitu
Suðumesja sem hefur verið af-
skaplega farsælt fyrirtæki.
Nú hefur verið samþykkt á Al-
þingi sem gerir ráð fyrir því að
Hitaveita Suðumesja og Raf-
veita Hafnarfjarðar verði sam-
einaðar og stofnað hlutafélag
um reksturinn. Ég hef ekkert
við það að athuga. Mér finnst
* E-
inkí£v\’ aunaó i
Auglýsingasímhm ev 421 4717
Sigríður Jóhannesdóttir
alþingismaður
þetta frekar hagfelld ráðstöfun
miðað við það hvemig dæmið
lítur út í dag. Sveitarfélögin fá
með þessu góðan pening fyrir
hlut í þessu félagi og það er hið
besta mál.
Fyrir liggur að ríkissjóður Is-
lands átti áður í Hitaveitu Suð-
umesja um 20%. Eftir sammn-
ann mun ríkissjóður eiga um
16,7% í hinu sameinaða fyrir-
tæki.
Ég hef kannski ekki verið sú
tindilfættasta þegar sölu ríkis-
fyrirtækja eða eigna ríkisins
hefur borið á góma en ég verð
að segja það að ég sé hér
ákveðið lag þar sem ríkissjóður
Islands á svo verðmæta eign í
þessu fyrirtæki, að hann haldi
kannski ekki öllu lengur í þessa
eign sína heldur setji hana á
markað frekar en ýmislegt ann-
að sem rætt hefur verið um.
Við höfum ágætt fordæmi úr
Mývatnssveitinni, þegar lagt
var fram fmmvarp um að selja
hlut ríkisins í kísilgúrverk-
smiðjunni og kveðið á um að
ágóðinn af sölunni rynni til
uppbyggingar atvinnulífs í
Mývatnssveit.
Ég geri það að tillögu minni að
ríkissjóður selji þessi bréf sem
munu vera að verðmæti u.þ.b.
2 milljarðar og ágóði af sölunni
renni til að byggja upp Reykja-
nesbraut. Þannig mætti fjár-
magna það og maður sæi fyrir
endann á þeirri framkvæmd, en
svo er því miður ekki eins og
staðan er í dag. Ég vona að
þessi hugmynd geti orðið
kveikjan að farsælli lausn þessa
máls.
Sigríður Jóhannesdóttir
(S) alþingismaður
Sverrir Vilbergsson er hafnarstjóri í Grindavík en nú
bíða sjómenn í Grindavík, sem og annars staðar eftir
að verkfallið leysist þrátt fyrir lög alþingis. Starfsem-
in við höfnina hefur þó ekki legið niðri síðustu daga því
smábátar hafa verið duglegir við að draga í soðið.
2G