Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.07.2001, Side 4

Víkurfréttir - 12.07.2001, Side 4
■ Bókasafn Reykjanesbæjar:________ Núverandi kerfi úrelt Núverandi upplýsingakerii Bókasafns Reykjanesbæjar er úrelt að niati Menningar- og safnaráðs. Ráðið mælir því með að Reykjanesbær gerist stofnaðili að hlutafélagi um kaup á Aleph 500, sem er nýtt upplýsinga- kerfi fyrir bókasöfn. I bókun ráðsins segir m.a. að: „...mik- ilvægt er að Bókasafn Reykjanesbæjar sé enn sem fyrr í fararbroddi meðal almenningsbókasafna í landinu og geti með stofnaðild haft áhrif á skipulagningu og þróun mála frá upphafi.“ Það voru heldur betur prakkaralegar móttökur sem Ijósmyndari fákk frá þessu hrossi við Innri-Njarðvík í síðustu viku. Hesturinn hreinlega ullaði á okkar mann! Nýtt samkomulag HS og Landsvinkjnnar Hitaveita Suðurnesja hef- ur gengið frá sam- komulagi við Lands- virkjun um sameiginleg og sammæld orkuviðskiptiHS og Rafveitu Hafnarfjarðar, en fyrirtækin voru áður bæði með orkukaupasamning við Landsvirkjun. Sameiginleg orkukaup hófust 1. júlí en að sögn Júlíusar Jónssonar, for- stjóra HS, leiðir þessi breyt- ing til 1,35 MW lækkunar afltopps. Unnu í spumingaleik RS. rír getspakir einstak- lingar hrepptu glæsileg verðlaun í spurninga- leik sem haldinn var á fjöl- skyldudegi Brunavarna Suð- urnesja þann 9. júní sl. Jón Guðlaugsson, varaslökkvi- liðsstjóri B.S. afhenti vinn- ingshöfunum verðlaunin sl. föstudag á slökkvistöðinni í Keflavík og krakkarnir fengu síðan að fara á rúntinn í nýja slökkvibfinum. Snjólaug Osp Jónsdóttir, 3 ára, hlaut fyrstu verðlaun sem voru hlaupa- hjól, eldvarnarteppi, reyk- skynjari o.fl. Kristbjörg Egg- ertsdóttir, 10 ára varð í 2. sæti og Kjartan OIi Ár- mannsson, 4 ára í því þriðja. VF UMHVERFI Við þetta tækitæri gaf fyrirtækið Njarðtak öllum leikskólum í Reykanesbæ svona safnkassa - til að byrja að endurvinna lífrænan úrgang. Reykjanesbær staðfestir Staðardagskrá 21 Reykjanesbær hefur samþykkt Staðardag- skrá 21 en þar er ekki einungis lögð áhersla á um- hverfismál heldur og hvemig bæta megi menntunar- og at- vinnumöguleika fófks. For- ráðamenn bæjarfélagsins segja samþykkt staðardag- skrár 21 vera skref í því að bæta ímynd Reykjanesbæjar. Á blaðamanafundi á leikskól- anum Hjallatúni á þriðjudag undirritaði Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra og Kjartan Már Kjartansson, frá Reykja- nesbæ Olafsvíkuiyllrlýsinguna sem er íslenska Kíótó yfirlýs- ingin um umhverfismál og sjálfbæra þróun í framtíðinni. Þá vom undirritaðir samningar um umhverfisverkefnið Vist- vemd í verki sem snýst um að fræða almenning um nýjan lífs- stíl. Þá afhenti fyrirtækið Njarðtak öllum leikskólum safnkassa til að byrja að endur- vinna lífrænan úrgang. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákvað fyrir 3 árum að gerast aðili að staðardagskrá 21. Áætlunin hefur nú litið dagsins ljós og var samþykkt í bæjar- stjórn fyrir stuttu. Áætlunin miðar að því að bregðast við núverandi ástandi og fræða íbúa Reykjanesbæjar um mikil- vægi umhverfivemdar. Staðardagskrá 21 Staðardagskrá 21 er liður í ályktun sem samþykkt var á umhverfisráðstefnunni í Río fyrir 9 árum um umhverfi og þróun. Öll sveitarfélög sem em aðilar að Staðardagskránni gera áætlun um leiðir að betra sam- félagi. I heildaráætluninni er fjallað um hvemig hægt er að jafna kjör íbúa, bæta menntun- ar- og atvinnumöguleika auk þess sem áhersla er lögð á um- hverfið. Þar sem fyrmefndu at- riðin eru í góðum farvegi í Reykjanesbæ verður meginá- herslan í tillögunum lögð á um- hverfismál. Gert er ráð fyrir að ljúka öllum framkvæmdum við fráveitukerfi í bæjarfélaginu árið 2005. Þá verður hafist handa við markvissa flokkun sorps á næsta ári. í áætlunni er líka fjallað um gæði neyslu- vatns og stefnt að því að vemda vatnsbólin fyrir mengun og koma á vottuðu gæðakerfi. I tillögunum er fjallað um leiðir til að minnka náttúrumengun og efla fræðslu meðal fyrir- tækja. „Til að verkefnið nái til- ætluðum árangri er nauðsyn- legt að allir taki þátt í verkefn- inu,“ segir Kjartan Már Kjart- ansson, bæjarfulltrúi. Umhverfisstefna mikilvæg Til að ná fyrrgreindum mark- miðum er nauðsynlegt að allir íbúar bæjarins séu meðvitaðir um umhverfi sitt og taki þátt í umhverfisvemd en það kallar á hugarfarsbreytingu hjá almenn- ingi. Fyrirtæki og heimili þurfa því að koma sér upp umhverf- isstefnu en gert er ráð fyrir samstarfi við Landvemd á þátt- töku í verkefninu „Vistvemd í verki“. Á næstunni verður sendur út bæklingur þar sem verkefnið verður kynnt al- menningi. Allir skólar á svæðinu myndu móta sína eigin umhverfis- stefnu. Umhverfisvemd verður stór þáttur í námskrá skólanna og námsgreinar miða að því að fræða börn og unglinga um mikilvægi náttúruverndar og þau kynnist sínu nánasta um- hverfi. Vetttvangsferðir verði fastur liður í skólanámskrám þar sem nemendur fá tækifæri til þess að kynnast gróðurfari, dýralífi og fleiru í umhverfinu. Þá er gert ráð fyrir því að skól- ar hefji endurvinnslu á pappír og umbúðum á næsta ári. Öll fræðsla verður bætt til muna og er gert ráð fyrir að menning- arminjar verði aðgengilegri fyr- ir íbúa. Kjörorð verkefnisins eru: „Því klókari, því færri skref ‘ og em tilvitnun í gamlan indjánamálshátt sem þýðir að því klókari sem menn em því erfiðara er að rekja slóð þeirra. V Kjartan Már og Siv undirrita Ólalsvíkursamkomulagið. 4

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.