Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.07.2001, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 12.07.2001, Blaðsíða 8
MAÐUR VIKUNNAR Atvinnumaöur í knattspyrnu meö Derby County! Nafn: Haraldur Ámi Haraldsson Fæddur hvar og hvenær: í Reykjavík 18. júlí 1959 Atvinna: Skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Maki: Geirþrúður Fanney Bogadóttir Börn: Bogi, Haraldur og Hildur Hvernig býrð þú? í einbýlishúsi Hvaða bækur ertu að lesa núna? Flóttinn gegn um Finnland eftir Colin Forbes og bókina um Vestfirði eftir Hjálmar R. Bárðarson. Auk þess nýjasta tbl. af Veiðimanninum Hvaða mynd er á músamottunni? Mona Lisa Uppáhalds spil? Ekkert Uppáhalds tímarit? Veiðimaðurinn Uppáhalds ilmur? Af konunni minni Uppáhalds hljóð? Tónlist Hræðilegasta tilfinning í heimi? Ég geri mér ekki grein fyrir hver hún gæti verið Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug, þegar þú vaknar á morgnana? Sturta Rússibani, hræðilegur eða spennandi? Hræðilegur og fárán- legt að fólk skuli fara í hann sér til ánægju Hvað hringir síminn þinn oft áður en að þú svarar? Ómögulegt að svara þessu, því það fer eftir því hve langt ég er frá honum. Uppáhalds matur? Fiskur Súkkulaði eða vanillu? Súkkulaði Finnst þér gaman að keyra hratt? Já Sefur þú með tuskudýr? Nei, vaxinn upp úr því Oveður, spennandi eða hræðilegt? Það veldur oft skaða og er því hræðilegt Hver var fyrsti bíllinn þinn? VW bjalla árgerð 1971 Ef þú mættir hitta hvern sem er? I dag er enginn sérstaklega ofarlega í mínum huga Áfengur drykkur? Einmalta viský í hvaða stjörnumerki ertu? Krabbanum Borðar þú stönglana af brokkólí? Já Ef þú gætir unnið við hvað sem er, hvað væri það? Ég er mjög ánægður í mínu starfi og rnyndi ekki vilja skipta, en ef ég þyrfti að velja eitthvað annað, þá væri það atvinnumaður í knattspymu með Derby County Ef þú mættir velja hárlit þinn hver væri hann? Sá sami og hann er Er glasið hálf tómt eða hálf fullt? Hálf fullt Uppáhalds bíómyndir? Amarborgin er í sérstöku uppáhaldi. Notarðu fingrasetningu á lyklaborð? Já, en breytilega frá degi til dags Hvað cr undir rúminu þínu? Parketlagt gólf Hvítasunnukirkjan Keflavík Samkoma fimmtudag kl. 20:00 Snorri í Betel talar. Samkoma sunnudag kl. 11:00 Útisamkoma sunnudag á torginu gegnt Sparisjóðnum kl. 15.30 (Ef veður leyfir.) VF SANDGERÐI ■ Slægingarþjónusta Suðurnesja: VÍKURFRÉTTAMYND: SIUA DÖGG GUNNARSDÓTTIR Þúsund þorskar á fænibandi þokast næn Slægingarþjónusta Suð- umesja er nýtt fyrir- tæki í Sandgerði sem er byggt á gömlum grunni. Eig- endur þess eru Arthur Gal- vez og Sveinbjöm Bjamason en þeir hafa báðir áralanga reynslu af vinnu í sjávarút- vegi. Sveinbjöm hefur starf- að og rekið fiskverkun sl. 10 ár og Arthur hefur unnið við slægingu sl. 6 ár. „Þetta er þjónustufyrirtæki. Við slægjum fyrir útgerðir en fyrst og fremst fiskkaupendur"1, segir Arthur og Sveinbjöm leggur áherslu á að þeir kaupi engan fisk sjálfir og séu því ekki í samkeppni við viðskiptavini sína. „Við teljum það vera lyk- ilatriði í að veita góða og hlut- lausa þjónustu", segir Svein- bjöm. Húsnæði Slægingarþjónust- unnar er í nýlegu stálgrindar- húsi og hjá fyrirtækinu em að jafnaði 4-5 fastir starfsmenn. Þegar mikið er að gera þá er fólki bætt við eftir þörfum. „Hér er unnið bæði á nóttunni og daginn. Við klárum bara það sem fyrir er því varan þarf að sjálfsögðu að haldast fersk.“ Fiskurinn sem strákamir fá til slægingar kemur að stærstum hluta frá bátum á Suðumesjum, en að hluta frá Ólafsvík og Rift. „Þetta er að mestu þorskur og magnið er nú breytilegt eftir mánuðum. Júnímánuður var óvenju góður miðað við tvö síðustu ár á undan, en við tók- um 270 tonn í júní. Á vertíð emm við að fá svona 500-700 tonn á mánuði", segir Arthur hressilega og sfðan rokinn í símann til að sinna viðskipta- vini. 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.