Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 12
Nikkel-svæöið/Ólafur Björnsson skrifar: Afpek síðustn 15 mánaða riljuð upp ilnnaö slagið fáum við ÆM f'réttir af afrekum ráða- # Imanna okkar um gang mála varðandi hrcinsun og afhendingu á Nikkel-svæð- inu. Þótt ég hafi skrifað nokkrar greinar um þetta mál á síðasta ári langar mig að rifja upp það helsta, sem heyrst helir frá ráðamönnum frá því þeir fengu bréf frá Utanríkisráðuneytinu þann 17. maí árið 2000. Núverandi staða Nýjustu fréttir af málinu birtust í Morgunblaðinu þann 17. ágúst síðastliðinn undir svohljóðandi fyrirsögn: „Und- irbúa útboð hreinsunar", þ.e. neðra Nikkel-svæðis. Væntanlega hefir Ellert bæjar- stjóri komið þessari merku frétt á framfæri því eftir honum er haft að: „I bréfi Utanríkisráðu- neytisins sem lagt var fram í bæjarráði Reykjanesbæjar í gær kemur fram að unnið hefir verið að undirbúningi að hreinsun svæðisins..." Síðar í „fréttinni" segir að samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er unnið að undir- búningi útboðs sem mun fara fram á næstunni. Mun þar átt við mannvirki ofanjarðar sem íslenska ríkið tók að sér að fjar- lægja samkvæmt samningi við Vamarliðið. Hér átt við samn- ing frá 1996. 18. maí 2000 - Fyrsta frétt: Skúli Þ. Skúlasyni, forseta bæj- arstjómar var þá mikið niðri fyrir og kom snarlega frétt um það bréf í VF undir fyrirsögn- Hjartans þakkir færum vid öllum þeim sem sýndu okkur samúd og hlýhug vid andlát elskulegs sonar okkar, bródur, mágs og barnabarns Ástmars Ólafssonar, Hæðargötu 3, Njarðvík sérstakar þakkir til Baldurs R. Sigurðssonar. Sendum ykkur öllum hlýjar kveðjur. Ólafur E. Þórðarson, Álfheiður Skarphéðinsdóttir, Þórður J. Ólafsson, KimberlyA. Kearns, Björn Árni Ólafsson, Kristbjörg M. Jónsdóttir, Skarphédinn Jóhannsson og aðrir aðstandendur. Ij* Eiginmadur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Ólafur Sigurðsson, múrarameistari, Austurvegi 5. áður til heimilis að Sunnubraut 18, Grindavík sem lést laugardaginn 18. ágúst verður jarð- sunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 25. ágúst kl. 13.30. Hulda Dagmar Gísladóttir, Magnús Ólafsson, Kristólína Ólafsdóttir, Ólafur Jónasson, Sigrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. „Reykja- nesbær fær Nikkel- svæðið af- hent“ og undirfyrir- s ö g n : „Hreinsun svæðisins forgangsat- riði“. Millifyrirsagnir í viðtalinu voru: „Leigusamningur í at- hugun", „Mengun viðráðan- leg“, „Reykjanesbær tekur að sér hreinsunina", „Mengun mokað burt“, „Ekkert leigu- gjald til ríkisins" og „430 nýjar íbúðir“. Skúli segir m.a: „...sjálfsagt fyrir okkur að setjast niður með ráðuneytinu og klára málið.“ Síðan hefir ekkert heyrst frá Skúla, utan að hann fór að agn- úast smávegis við Jóhann Geir- dal, sem þótti Skúli full bráð- látur við að koma á framfæri „fréttinni" um þetta merka bréf. 7. des. - Önnurfrétt: Næst heyrðist frá ráðamönnum um málið í VF 7. des. Kristján Pálsson, þingmaður okkar, hafði mannað sig uppí að ónáða Utanrákisráðherra með fyrirspum á Alþingi um stöðu Nikkel-málsins. Þá fféttist fyrst af samning Bandaríkjamanna við íslensk stjórnvöld frá 9. ágúst 1996, með honum fékk íslenska ríkið öll mannvirki á Gufuskálun á Snæfellsnesi gegn því að íslensk stjómvöld sæju um að fjarlægja öll mann- virki og aðstöðu, sem eru of- lURRNING RESTRICTED RREfl KEEP OUT HUTHORIZED PERSONNEL ONLY VRRÚÐ BRNNSVFEÐI lÓVIOKonflNOI BflNNflÐUR | RÐGRNGUR anjarðar, af Neðra-Nikkel svæðinu. Kristján var svo hóg- vær að spyrja hvort ekki væri mögulegt að landinu yrði skil- að í áfóngum. Dæmi em um að úthlutaðar lóðir nái innfyrir varnargirðinguna. Utanríkis- ráðherra leist ekki á það, hann vildi leigja Reykjanesbæ allt landið gegn því að hann tæki að sér að hreinsa það. Árið 2001 - Þriðja frétt: Algjör þögn var svo þar til 3. maí í ár, að í þætti af Suðumes- um í Morgunblaðinu er rætt við Ellert bæjarstjóra. Fyrirsögnin hljóðaði: „Varnarliðið lætur fjarlægja mannvirki neðanjarð- ar“. Millifyrirsögn „Bæjarstjór- inn ánægður". Haft er eftir Ell- erti að búið sé að vinna í mál- inu síðan 1987. Einnig er sagt frá því að íslenskir aðalverk- takar hafi síðdegis, daginn áður, flutt vinnubúðir á svæðið. Lítið hefir orðið vart við mannaferðir við þær síðan. 10. maí - Fjórða frétt: 10. mai birtist svo forsíðufrétt í VF: „Hreinsun á Nikkel-svæð- inu loks að hefjast." Haft er eff- ir Ellerti að Islenskir aðalverk- takar séu að hefja hreinsun á Nikkel-svæðinu, bæði of- AÐGANGUR ’B, REYKINC GTRANGLEGA E ..Ekkert liggur á, við höf- um umburðarlyndi og víð- sýni umfram aðra lands- menn, segir Ellert og væntanlega verður látið reyna á það sem fyrr... anjarðar og neðanjarðar. Utan- ríkisráðuneytið annarsvegar og Varnarliðið hinsvegar hafi samið við IA um hreinsunina. Ennfremur segir að; „hreinsun á mannvirkjum ofanjarðar á svæðinu er gerð fyrir Utanrík- isráðuneytið, sem er með það mál á sinni könnu eftir samn- ing við Vamarliðið um það fyr- ir skömmu“. Enn mun hér, væntanlega átt við samninginn frá 9. ágúst 1996. Já! 5 ár þykir þeim skammur tími þegar um Nikkel-svæðið errætt. Nikkel-svæðið er bænum til skammar Síðustu vikur hefir lítil hjóla- grafa verið að grafa upp olíu- leiðslumar. Henni ætti að end- ast það verk lengi. Girðingin og annað drasl hangir enn uppi óhreyft, öllum sem til landsins koma til sýnis og nágrönnum til mikillar hrellingar. Við bíð- um frétta af næsta bréfi frá ráðuneytinu til Reykjanesbæj- ar. Ekkert liggur á, við höfum umburðarlyndi og víðsýni um- fram aðra landsmenn, segir Ell- ert og væntanlega verður látið reyna á það sem fyrr. Ólafur Björnsson Hugdrekahátíð fypip 6 ára hörn Laugardaginn 25. ágúst kl. 14.00 stendur forvamarverk- efnið „Reykjanesbær á réttu róli“ í samstarfi við FFGIR (Félag foreldrafélaga grunn- skóla í Reykjanesbæ) og Tóm- stunda- og íþróttaráð (TÍR), fyrir flugdrekaskemmtun á túninu við Stapann í Njarðvík- urhverfinu. Skemmtunin er fyrir alla. En af hverju flugdrekar? ,,Á táknrænan hátt ætlum við að fagna því að 6 ára böm em að hefja sína 10 ára grunn- skólagöngu!" Sex ára bömum og fjölskyld- urm, stórfjölskyldum og vinum er sérstaklega boðið að taka þátt. Flugdrekar verða til sölu á hagstæðu verði á staðnum. Einnig getur það verið skemmtilegt að útbúa eigin dreka. Við sem að hátíðinni stöndum teljum að það sé vel við hæfi að fagna jressum tíma- mótum í lífi ungu nemend- anna. Gaman væri að sem flestir kæmu. Keflavíkurkirkja Sunnud. 26. ágúst. 11. sunnu- dagur e. þrenningarhátíð. Guðsþjónusta á púttvellinum við Mánagötu kl. 13. Kórstjóri Hákon Leifsson. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Hið árlega kirkjumót verður haldið að guðsþjónustu lokinni. Eftir mótið verður öllum boðið í kaffiveitingar. Allir velkomn- ir. Prestur Sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Guðsþjónusta á Sjúkrahúsinu kl. 13.30 Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík) Sunnud. 26. ágúst. Guðsþjónusta kl.20.30. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Steinars Guð- mundssonar organista. Sóknarprestur. Hvítasunnukirkjan í Keflavík Samkoma öll fimmtu- dagskvöld kl.20 og sunnudaga ld. 11. Allir hjartanlega velkomnir. Byrgið, Rockwille Lofgjörðarsamkoma mánudags og miðvikudagskvöld kl. 20. Allir velkomnir. 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.