Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 10
VF LESENDUR M AÐ U R VIKUNNAR Jk Glasið en fullt af jákvæðni - segir Guðmundur Maríasson, myndlistarmaður Guðniundur Maríasson cr maður vikunnar. Hann átti hugmyndina að því að félagar í Myndlistarfélagi Reykjanesbæjar myndu mála myndir fyrir Ljósanótt, sem væri ekki bara augnayndi heldur einnig auglýsing fyrir Ljósanótt. Myndunum er stilit upp í fyrír- tækjum víða um bæinn en þær eru þrettán talsins. Guðmundur málaði sjálfur eina mynd og hún hangi uppi í bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar við Tjamargötu. Nafn: Guðmundur Maríasson Fædd/-ur hvar og hvenær: 7. júh' á Flateyri við Önundarí jörð Atvinna: Eingöngu við málverkið Maki: Sigurrós Sæmundsdóttir, d. 3. apríl 1973 Börn: Anna Margrét og Ingigerður Hvcmig býrð þú? Bý einn í eigin húsnæði Hvaða bækur ertu að lesa núna? Biblíuna Hvaða mynd er á músamottunni? Á ekki tölvu Uppáhalds spil? Hjartadrottningin Uppáhalds tímarit? Eráskrifandi af TVF Uppáhalds ilmur? Sjávarilmur Uppáhalds hljóð? Að hlusta á kyrrðina í nátt- úrunni Hræðilegasta tilfinning í heirni? Að missa sína nánustu Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug, þeg- ar þú vaknar á morgnana? Að láta jákvæðar hugsanir fylgja mér. Rússíbani, hræðilegur eða spennandi? Hef aldrei faríð í rússíbana Hvað hringir síminn þinn oft áður en að þú svarar? 2-3 var, þó eftir því hvað er að gera. Uppáhalds matur? Ný ýsa Súkkulaði eða vanillu? Súkkulaði Finnst þér gaman að keyra hratt? Nei Sefur þú með tuskudýr? Nei Óveður, spennandi eða hræðilegt? Óvcður getur aldrei verið spennandi Hver var fyrsti billinn þinn? VW bjalla Ef þú mættir hitta hvem sem er? Nelson Mandela, þann mikla mannvin Áfengur drykkur? Eg segi eins og Flosi Ólafs- son sagði forðum; „ég er þorstaheftur“. I hvaða stjörnumerki ertu? Krabbanum Borðarþú stönglana af brokkólí? Nei Ef þú gætir unniö við hvað sem er, hvað væri það? Málvcrkið og leirmótun Ef þú mættir velja hárlit þinn hver væri hann? Þegar é hafði hár var það dökkt, ég kunni vel við það. Er glasið hálf tómt cða hálf fullt? Ég reyni að hafa það fullt af jákvæðni Uppáhalds bíómyndir? Myndirsem eru byggðar á sannsögulegum atburðum Notarðu fingrasetningu á lyklaborð? Ekki til staðar Hvað er undir rúminu þínu? Ryk Uppáhalds talan þín? 7 Byggðahort EFIA og Reyhjanes Beinir styrkir hafa þó verið litlir samanberað á árinu 2000 er Sæbýli í Vogum styrkt um kr. . 500.000 en útborgaðir styrkir Byggðastofnunar alls voru ' 33 milljónir það árið. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur tekið í notkun nýtt byggðarkort fyrir Island og mun það gilda til ársins 2006. Samkvæmt reglum Evrópu- sambandssins eru byggðastyrkir í rauninni bannaðir en þó heimilir með ákveðnum undantekningum. Sveitarfélögin á Suðumesjuni hafa verið á byggðakortinu hingað til og því fengið styrki, nú eru þau utan kortsins nema Grindavík. Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum var ekki kynnt þetta breytta tyrirkomu- lag né það borið undir sambandið né sveitarfélögin á Suðumesjum hvert fyrir sig. Sveitarstjómarmenn lásu fréttirnar í fjölmiðlum. Byggða- styrkimir hafa þó verið tiltölulega lítill þáttur af samstarfi okkar við Byggðastofnun en af sjálfsögðu skipt máli. Áhyggjur okkar hljóta að beinast að því hvort breytingar verði á öðru mikilvægu samstarfi Byggðastofnunar og sveitarfélaga á Reykjanesi. Verða Suðurnesin afgangsstærð? I mínum huga vakna ótal spumingar í Ijósi þessara breytinga og mun stjóm SSS leita svara hjá Byggða- stofnun og Iðnaðarráðuneyti svo ljóst megi verða hvað eftirlitsstofn- unin á í raun við jregar talað er um styrkveitingar. Þá er afar brýnt að fá skýrt viðhorf Byggðastofnunar um með hvað hætti stofnunin sem fyrir er fjárvana og með ótal byggðamál óleyst mun horfa til svæðisins fram- vegis. Verða Suðumesin afgangs- stærð hjá Byggðastofnun? Þá skýtur það skökku við þegar horft er til nýsamþykktrar kjör- dæmabreytingar þar sem Suðumes- in eru staðfest sem hluti lands- byggðar en ekki hluti höfuðborgar- svæðis. Merki um geðþóttaáhrif em í niðurstöðum um byggðakortið þar sem sýnt er að íbúar Vatnsleysu- strandarhrepps dreifast talsvert og em minni en sem neniur 12.5 ein- staklingum á ferkílómetra. Breytast forsendur fyrir starfsemi MOA? Meginhlutverk Byggðastofnunar, samkvæmt lögum um stofnunina, er að skipuleggja og vinna að ráðgjöf við atvinnulífið á landsbyggðinni í samstarfi við atvinnuþróunarfélög (eignarhaldsfélög), sveitarfélög og aðra. Hún getur líka gert samninga við sömu aðila um að annast ráð- gjöfina. Þetta er ein af forsendum fyrir starfsemi MOA í nafni sveitar- félaganna á Suðurnesjum og Byggðastofnunar. Framlag Byggða- stofnunar í þetta hlutverk MOA hef- ur verið 9.120.000,- á ári síðustu ár. Mun þetta breytast ? Þeirri spum- ingu er ósvarað í dag og nauðsyn- legt á fá skýrar línur í. Þá er vert að hafa í huga að árlegt framlag til MOA er sameiginlegt fyrir öll sveitarfélögin á Suðumesj- um en nú er Grindavík eina sveitar- félagið inni á byggðakortinu. Raskar það forsendum fyrir því samkomu- lagi sem verið hefur? Það væri af- leitt þar sem ljóst er að markviss uppbygging atvinnulífs og betri nýt- ing fjármuna hefur óumdeild fylgt því fyrirkomulagi sem verið hefur. Þá er vert að hafa í huga að í reglu- gerð fyrir Byggðastofnun segir að stofnunin skal vinna að því að efla samstarf og samhæfingu í atvinnu- þróunarstarfsemi. En með starfsemi og skipulagi MOA hafa sveitarfé- lögin á Suðurnesjum verið fyrir- mynd annarra sveitarfélaga um markvisst samstarf og samhæfingu í atvinnuþróunarstarfi. Leiðir Byggðastofnunar Byggðastofnun aðstoðar fjárhags- lega með þrennum hætti samkvæmt nánari reglum þar um, fjárhagsað- stoðin endurspeglast í 3 leiðum: 1. Stofnunin veitir framlög til verk- efna á sviði atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar. 2. Stofnunin veitir lán eða ábyigðir. 3. Stofnuninni er heimilt að fjár- magna áhættusöm verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Nauðsynlegt er að Byggðastofnun og Iðnaðarráðuneyti svari því hvað nákvæmlega er átt við með orðinu „Byggðastyrkur “. Eru það ein- göngu einstök framlög samkvæmt 1. lið hér að ofan og svipar til fram- lags í töflunni hér fyrir neðan merkt „Björg-handverkshópur“ kr. 200.000,- á árinu 1999. Eða fellur undir skilgreininguna líka framlag til menningarmála á landsbyggð (fengum 1.000.000 á árinu 2000) og hugsanlega fleira? Hefur ákvörðun eftirlitsstofnunar EFTA jafnvel álirif á allar þrjár leiðimar hvað varðar Suðumesin utan Grindavíkur? Suð- urnesjamenn þurfa skýr svör og stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum mun kreíjast jteirra. 35 milljónir á 3 árum Á árunum 1998 - 2000 runnu 35 milljónir til Suðumesja ffá Byggða- stofnun. Fjármunimir skiptust með neðangreindum hætti: 1998 Fjarfundabúnaður MOA 1.096.000 Sig. Holm vistvæn Hreinsiefni 500.000 Skrautfiskaeldi Vogum 500.000 Samningur við MOA 9.121.000 Samtals: 11.217.000 1999 Björg handverkshópur 200.000 Laxfiskasafn Jónas P. 300.000 Sjóskoðun ehf. 300.000 Samningur við MOA 9.120.000 Samtals: 9.920.000 2000 MOA menning á landsbyggð 1.000.000 Sæbýli í Vogum 500.000 Eignarhaldsfélag stofnkostn. 3.000.000 Samningur við MOA 9.120.000 Samtals: 13.620.000 Eins og sést á töflunni hefur sam- starf við Byggðastofhun skipt okk- ur nokkru máli undanfarin ár. Bein- ir styrkir hafa þó verið litlir saman- ber að á árinu 2000 er Sæbýli í Vogum styrkt um kr. 500.000 en út- borgaðir styrkir Byggðastofnunar alls voru 33 milljónir það árið. Nú er í gangi ákveðið ferli hjá Eignar- haldsfélagi Suðumesja til að styrkja félagið og hefur verið unnið eftir forskrift Byggðastofnunar, sveitarfé- lögin hafa gert þær breytingar sem óskað var eftir en nú stendur á Byggðastofnun að efna sinn hlut. Þetta er í tengslum við þingsálykt- unartillögu frá 1999 um byggðamál þar sem gert er ráð fyrir að Byggða- stofnun kaupi hlutafé í eignarhalds- félögum fyrir 40 milljónir á ári. Verður það vandamál? Ljóst er að sú ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA að taka hluta sveitarfélaga hér á Suðurnesjum út af svokölluðu byggðakorti kallar fram nokkra óvissu um stöðu okkar hér á Suður- nesjum. Samband sveitarfélaga á Suðumesjum mun kalla eftir skýr- um svörum á næstu dögum. 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.