Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 2
Hjá okkurfærðu alltaf r^ýja rtlmu i vi - • un með hverri framköllun.„ íkveihja og mihið tjón í Grindavíh Eldur kom upp í frystihúsi Fiskimjöls og Lýsis við Ægis- götu í Grindavík á aðfaranótt sunnudags en fyrirtækið er í eigu Samherja. Tilkynnt var um eldinn laust eftir miðnætti og slökkvistarfi var að mestu lokið um sexleytið um morg- uninn. Ekki vitað til að neinn hafí verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Rannsókn málsins stendur nú yfir. Slökkvilið Grindavíkur og slökkviliðið í Keflavík börðust við eldinn auk varaliðs frá Keflavíkurflugvelli og björgun- arsveitir voru einnig í við- bragðsstöðu. I húsinu, sem er á þremur hæðum, var frysti- geymsla, félagsmiðstöð og á efstu hæðinni var gistirými. Sjávarafurðir sem geymdar voru í frystigeymslu á neðstu hæð hússins, uðu ekki fyrir skemmdum. Oskar Ævarsson rekstrarstjóri fyrirtæksisins seg- ir að tjónið á húsnæðinu hlaupi á einhverjum milljónum. Ungir piltar sem stunduðu hljómsveitaræfingar á efstu hæð í húsnæðinu í Grindavík, misstu tækin sín í eldsvoðan- um, en þeir meta tjónið á um 600 þúsund krónur Aðstæður til slökkvistarfs voru ekki góðar í Grindavík þessa nótt en mjög hvasst var á staðnum. Fólk frá björgunar- sveitunum gekk á milli húsa og hvatti fólk í grenndinni til að hafa lokaða glugga því mikinn reyk og óþef lagði yfir nær- liggjandi hverfi. Mikil ofan- koma var þessa nótt sem hjálp- aði til við að halda reyk og ösku í skefjum, íbúum til mik- ils léttis. VF FRÉTTIR ■ Þrír eldsvoðar á nokkrum dögum á Suðurnesjum: Betur fór en á horfðist Eldur kom upp í skuttogaran- um Flaraldi Böðvarssyni AK sem stendur í bátaskýlinu við Skipasmíðastöðina í Njarðvík, um hálfáttaleytið sl. þriðju- dagsmorgun. Engann sakaði og tjón á togaranum er lítið. Eldurinn kom upp þegar verið var að logskera og er talið víst að hitaleiðni járnsins hafi kveikt í nælonnetum í veiða- færageymslu. Starfsmenn voru um borð í bátnum þegar eldurinn kom upp og sluppu þeir allir út ómeiddir. Einn þeirra varð var við ntikinn reyk og við nánari athugun sá hann eld loga í veiðafærageymslu á millidekki í afturenda bátsins. Hann lét samstarfsmenn sína vita og reyndu þeir árangurslaust að slökkva eldinn, þar til slökkvi- liðið kom á staðinn. Að sögn Sigmundar Eyþórs- sonar slökkviliðsstjóra BS kom eldurinn upp þegar verið var að logskera og er talið víst að hitaleiðni jámsins hafi kveikt í nælonnetum í veiðafæra- geymslu. „Geymslan er aðliggjandi vélarrúmi og lager- rými. Þama em einnig hólf fyr- ir keðjur þar sem er mikil feiti og olía og þriggja tonna olíu- tankur fyrir ljósavél. Eldhætta var því mikil. I geymslunni vom m.a. tóg til að binda skip- ið og fleiri brennanlegir hlutir, t.d. málningadósir, þynnisbrús- ar o.fl. Starfsmenn skipsins höfðu verið að vinna að endu- bótum í þessum hluta skipsins og var fjöldi gaskúta á víð og dreif‘, segir Sigmundur um að- stæður þegar BS kom á vett- vang. Aðgengi var sérstaklega erfitt en mikill hiti var á millidekk- inu. Sex reykkafarar voru sendir inn og þurftu að kafa á móti hitanum í kolsvartan reykinn. „Ljóst var að mikill eldur væri í veiðafærageymslu og aðstæður því mjög hættu- legar. Uppi á aðaldekki skips- ins var unnið að því að opna lúgur til að hleypa hitanum út, sem var grundvallaratriði til að komast mætti nið- ur í skipið. Þess má geta að hitinn í stáldekkinu, þar sem slökkviliðsmenn gengu á, var það mikill að stígvél, slöngur og annar búnaður varð fyrir miklu hitaálagi", seg- ir Sigmundur og vil ítreka að þar sem unnið er með log- skurðartæki komi menn sér upp föstum vinnureglum og var- úðarráðstöfunum sem fyrirbyggi svona uppákomur, því þarna mátti litlu muna. Eyðibýlið Bæjarsker í Sandgcrði varð eldi að bráð á aðfaranótt sl. laugardags. Slökkvilið Sandgerðis barðlst við eldinn sem um tíma var inikill í búsinu. Þar hefur ekki ver- ið búið iini margra ára skcið en liúsið hefur verið vinsæll siðkomustaður ungmenna og talið að eldur hafi verið borinn að búsinu í nótt. Slökkvilið Sandgerðis naut aðstoðar Brunavarna Suðurnrnesja við vatnsöfhm til slökkvistarfsins. GOÐUR TÆKJABUNAÐUR OG HRAUSTUR MANNSKAPUR Margir stórbrunar hafa orð- ið á Suðurnesjum á skömm- um tíma. Þá ber fyrst að nefna bruna á fiskverkunar- húsi við Framnesveg í Kefla- vík, síðan brann eyðibýlið Bæjarsker við Sandgerði, Fiskimjöl og Lýsi í Grinda- vík og nú síðast Haraldur Böðvarsson AK. Sigmundur telur það vera hreina tilvilj- un að þessir brunar hafi komið upp með svo stuttu millibili, en suma þeirra niá rekja til íkveikju. „Mjög góður árangur hefur náðst í öllum þessum brun- um og vil ég þakka það góð- um og vel þjálfuðum mann- skap og nýjum búnaði slökkviliðsins. Körfubíllinn okkar átti stór- an þátt í því að slökkvistarf gekk vel við Framnesveg og í Grindavík. í Grindavík þurftum við að koma vatni upp á þriðju hæð og ég tel bílinn eiga stóran þátt í hversu slökkvistarfið gekk vel þar.“ VIKUR PRÉTTIR Útgefandi: Víkurfráttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvik, simi 421 4717, fax 421 2777 Ritstjóri: Páll Ketilsson, sími 893 3717 pket@vf.is • Framleiðslustjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, simi 898 2222 hbb@vf.is • Fréttastjóri: Silja Dögg Gunnarsdóttir, sími 890 2222 silja@vf.is • Blaðamaður: Svandis Helga Halldórsdóttir, svandis@vf.is • Auglýsingar: Jónas Franz Sigurjónsson, franz@vf.is, Hristín Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófriður Leifsdóttir, jofridur@vf.is • Hönnunardeild: Skarphéðinn Jónsson skarpi@vf.is • Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Útht, umbrot og prentvistun: Vikurfréttir ehf. • Prentvinnsla: Oddi hf • Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is eða vikurfrettir.is 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.