Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 5
■ Hugmyndir að safnahúsum og ferðaþjónustu í Garði: SumarlwstaAatniei’fi m 1000 fn safmw Síðastliðinn miðvikudag fór fram kynning á hugmynd um safnahús og ferðaþjónustu í Garðinum. VA arkitektar sáu um útfærslu hugmyndanna en Sigríður Sigþórsdóttir, verkefh- isstjóri verkefnisins kynnti hugmyndimar í Byggðasafninu í Garði. Hreppsnefnd Gerða- hrepps ákvað á fundi sínum 10. janúar sl. að fá hugmyndir að uppbyggingu safnasvæðis á Garðskaga og að ferðaþjónustu í hreppnum. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um fram- kvæmdir en að sögn Sigurðar Jónssonar, sveitarstjóra hefur Gerðahreppur ekki bolmagn til þess að standa undir kostnaði við framkvæmdina. í hugmyndinni er gert ráð fyrir byggingu 1000 fm safnahúss en núverandi hús byggðasafns- ins rýma ekki alla muni í eigu safnsins og lítið pláss er fyrir fyrirlestra og kynningar í hús- inu. Húsið myndi sömuleiðis rýma ferðaþjónustu og veit- ingaþjónustu. Húsið yrði án- ingarstaður fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem leggja leið sína í Garðinn. Staðseming er áætl- uð mitt á milli vitanna á Garð- skaga, f flæðamálinu með sterk tengsl við sjóinn og fuglalífið í kring. í húsinu er gert ráð fyrir samkomustað fyrir heimamenn en slík þjónusta er ekki til stað- ar í Garðinum. Við hlið svæðis- ins yrði tjaldstæði með allri nauðsynlegri þjónustu fyrir tjaldferðalanga, húsbíla og tjaldvagna. Þá er einnig áætlað að breyta aðkomu að safninu þannig að vegurinn lægi á milli núverandi húss byggðasafnsins og húss vitavarðar, afmarka göngu- og hjólaleiðir um svæðið og tengja þær Sandgerði og Reykjanesbæ. Á leiðinni væru áningarstaðir þar sem fólk gæti sest niður og leitað upplýsinga um staðinn, fuglalíf og dýralíf á þar til gerðum skilmm. Á kynningarfundinum var mikið fjallað um sumarbú- staðabyggð en í máli Sigríðar kom fram að eftirspurn eftir sumarhúsum fýrir erlenda gesti væri mikil á landinu. Gert er ráð fyrir sumarbústaðabyggð í Leiru þar sem 12-20 sumarhús væru til útleigu fyrir fjölskyld- ur. Húsin yrðu í hæfilegri fjar- lægð hvert frá öðru. I miðju landinu væri komið upp útiað- stöðu með leiksvæði og grill- stæði. Hugmyndirnar lögðust vel í viðstadda og ljóst að uppgang- ur ferðaþjónustu á svæðinu er mikill. Ljóst er að þessar fram- kvæmdir eru dýrar og ekki á færi Gerðahrepps að standa undir kostnaðin- um en til greina kæmi að fjár- magna uppbygg- inguna í samstarfi við yfirvöld eða aðra aðila. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framkvæmdir og einingis um hug- myndir að ræða. Hrásalat Aviko Franskar KS Lambalæri og Lambahryggir Sími 421 3655 • Njarðvík • HAGKAUP Meira úrval - betri kaup www.hagkaup.is • Njarðvík • Daglegar fréttir frá Suðumesium á www.vf.is 5

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.