Víkurfréttir - 17.01.2002, Page 19
Baráttujaxlinn Halldór Karlsson og
félagar hans í Njarðvík leika gegn
Tindastól í bikarnum á sunnudag:
„Ég og Reggie
Miller eigum eitt
sameiginlegt“
Baráttujaxlinn I lalldór Karlsson hefui veriö aö spila
tnjög vel meö liöi Njarövíkur þegar hann hefur
fengið tækifæri. Ilann gekk til liös viö þá grænu áriö
2000 og var í liöinu sem vann íslandsineistaratitilinn
l
iS
» \r~
Leildr
Um helgina fara fram nokkrir skemmtileg-
ir leikir í körfubolta. j kvöld rnætast KR og
Grindavík í úrvalsdeild karla og veröa
Grindvíkingar aö spila betur en undanfarið
ætli þeir sér sigur í þeim leik. I úrsalsldeild
kvenna spila IS og Keflavík og er þctta mik-
ilvægur leikur fyrir bæði lið. Báðir þessir
leikir fara fram kl. 20. A ntorgun, föstu-
dagskvöld, taka Keflvíkingar á móti Stjöm-
unni kl. 19 og Njarðvíkingar fara í Smár-
ann og spila við Breiðablik kl. 20. Keflvík-
ingar hafa verið að spila vel á heimavelli í
vetur og ættu ekki að eiga í erfiðleikum
með Stjömuna sem hefur ekki unnið leik.
Njarövíkingar ættu líka að vinna sinn leik
nokkuð létt þó svo Blikarnir séu oft erfiðir
licim að sækja enda hrikalegt að spila í
Smáranum sem er eitt leiðinlegasta íþrótta-
hús landsins.
• ••••••••••••••••••••«•••
íþróttafréttamaður: sjabbi@vf.is
á sínu fyrsta tímabili.
Malldórsegiraö leikurinn viöTindastól i bikarnum á sunnudag leggist
mjög vel í sig og alla leikmenn Njarðvíkurliðsins. „Viö ætlum okkur
ekkert annað en sigur i þessum leik en viö veröum þó aö koma Itungr-
aðir til leiks. Tindaslólsmenn hafa l'engiö Mauriee Spillers til liös viö
sig og er hann mjög góöur leikntaöur sem leggur sig alltal' 150 " á
fram. Þetta mun því korna til með að veröa griðarlega erfiður lcikur
en viö munum pottþétt komast áfram".
Ilvaða liði viltu helst mæta í úrslitum?
„Það væri gaman aö fá félaga minn I Ijört I laröarsson i úrslitum þvi
hann hefitr verið að standa sig vel meö Þórsliðið. I rauninni er mér þó
alveg sama hverjum viö mætum en það væri auövitaö meiri
stemmning fyrir okkur og áhorfcndur að fá KR því þaö myndi veröa
hörku leikuf'.
Ilvað varð til þess að þú gekkst til liðs viö Njarðv ík úr Keflavík?
„Þaö eru í raun nokkrar ástæður fyrir þvt en sú helsta er þó aö mig
langaði aö breyta um umhverll og prófa eitthvaö nýtt. Mér var strax
tekið mjög vel bæði af leikmönnum og áhorfendum enda er þetta topp
klúbbur með góða ntenn á bak viö sig. Auövitað var erfitt aö koma
hingað sem Keflvíkingur en þaö gleymdist þó um leiö og okkui fór tiö
ganga vel".
Krtu sáttur við fi aiiimistöðu þína það sem af er i „græna bún-
ingniim"?
,,Já, ég er nokkuð sáttur meö tnína Ihimmistööu þó ég vildi nú spila
aðeins meira. Maöur er þó alltaf sáttur á mcðan þaö gengur vel og viö
vinnum leikina enda er það númer eitt, tvö og þtjú.
Með livaöa leikinanui liefur þér fundist best að spila með?
„Þaö er ekki auövelt aó svara þessu því þar koma margir til greina. I g
Iteld þó aö ég veröi aö segja aö þaö séu „gömlu refirnir" Guöjón
Skúlason í Kellavík og Teitur Örlygsson í Njarövík. Þeir eru alltaf aö
gefa manni góö ráö og svo ber maöur mikla viröingu fyrir þeim enda
eru þeir enn meö bestu mönnutn i deildinni þó svo þcir séu „Itund-
gamlir". Friðrik Ragnarsson þjálfari hefureinnig reynst mérmjög
vel".
Að lokiim er svo cin spurning á spaugilegu nótunum. Nú er systir
þín, Guðrún, lika að spila með Njarðv ik og liefur verið að stauda
sig vel. Kr hún betri en þú?
Já ætli þaö ekki en við höfum nú aldrci spilað við hvort annaö. Eg
man þó el'tir einu sem Falur I laröarsson sagði alltaf viö mig og passar
vel viö þessa spumingu. I lann sagöi aö ég og Reggie Miller leikmaö-
ur Indiana Baeers ættum eitt sameiginlegt og þaö væri að viö værum
einu leikmennirnir í hciminum sem værum lélegri i körliibolta en
systur okkar. Kannski hann hafi rétt fyrir séT'.
Verslunarmannafélag
Suðurnesja
Minnisbók 2002
Verslunarmannafélag Suóurnesja hefur
póstsent félagsmönnum sínum
minnisbcekur vegna ársins 2002.
Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengió
sendar bœkur eru vinsamlegast beónir um aó
nálgast eintak á skrifstofu félagsins aó
Vatnsnesvegi 14.
Verslunarmannafélag Sudurnesja.
Bláa lónið hlýtur mark-
aðsverðlaun ÍMARK
Bláa lónið hf. fékk markaðs-
verðlaun ÍMARK en
verðlaunin voru veitt fyrir helgi
og tók Grímur Sæmundsen,
framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins, við verðlaununum. Hann
sagði við þetta tækifæri að með
þessu væri starfsmönnum sýnd
mikil viðurkenning og jath-
framt væru verðlaunin starfs-
mönnum mikil hvatning.
Þetta er í ellefta sinn sem
verðlaunin eru veitt og er þetta
í jafnframt í fyrsta sinn sem
Suðumesjafyrirtæki hlýtur
verðlaunin. Háskólinn í
Reykjavík og Pharmaco voru
tilneftid til markaðsverðlaunan-
na að þessu sinni auk Bláa
lónsins. ÍMARK, félag íslensks
markaðsfólks, veitir þessi
verðlaun árlega og velur jafn-
framt markaðsmann ársirts en
hann verður jafnframt fulltrúi
íslands í vali á markaðsmanni
Norðurlanda.
Ársól í Garði
tekur stakka-
skiptum
Sú breyting hefur verið gerð
á versluninni Ársól í Garð-
inum að öll matvara, sæl-
gæti og pizzur hafa verið taknar
út úr rekstrinum. Verslunin opn-
ar aftur á fostudaginn eftir gagn-
gerar breytingar og verður opn-
uð sem gjafavöruverslun með
blóm, gjafavöru, sokkabuxur,
garn, skólavövur og lcikföng.
Ingibjörg Sólmundardóttir og
Loftur Sigvaldason, sem hafa
rekið Ársól um áratugaskeið
ætla einnig að opna handverk-
stæði sem þau ætla að kalla Gall-
ery-Sðl í Ársól. Það er opið öllum
þeim sem vilja vinna skapandi
úr leir, gleri og tré. Leiðbeinend-
ur verða á verkstæðinu að
minnsta kosti einn dag í viku,
annars er handverkstæðið opið
fólki alla daga. Opnunartíminn
hefur líka breyst í Ársól, nú er
opið alla virka daga fra klukkan
13.00 til 18.00 og frá klukkan
13.00 til 16.00 á laugardögum og
sunnudögum, það auðveldar
fólki að kaupa afmælispakka um
helgar. Handverkstæðið verður
opið alla daga þegar búðin er
opin og einnig fram á kvöld á
rirkum dögum. Á morgun er
opið hús í Ársól frá klukkan
14.00 og eru allir velkomnir í
kaffi og kleinur.
‘Ársfiáttð fiínamúCa
sameiginlegs félags Austfirðinga og Þingeyinga
— verður haldið á Kaffi Duus laugardaginn 2. febrúar nk. - >»|
kl. 19.30 - 03. Mummi Hermanns spilar fyrir dansi. 'i
1. Matur: Þorramatur og blandaðir kjötréttir, matur fyrir alla.
2. Skemmtiatriði:
m Söngur, grín og gleði. { m
teins verða seldir 80 miðar.
Nánari upplýsingar á
Kaffi Duus í síma 421 708
Nánar auglýst síðar.
Duusgata 10 • 230 Keflavík
Sími 421 7080 • GSM 863 3470
við smábátahöjhina í Gróf
Grímur Sæmundsen, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins
tekur við verðlaununum úr
hendi Valgeröar
Sverrisdóttur ráðherra.
19