Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.12.2002, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 12.12.2002, Blaðsíða 16
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÁ HAFNARFIRí Hallbera Pálsdóttir og Ólafur Þorsteinsson. Hún stakk sér til sunds af Miðbryggjunni í Kefla- vík í gamla daga. Það sem hún vissi ekki þá en fékk að vita nýlega er, að hún átti leynda aðdáend- ur. Þeir undruðust kjark hennar og þor og dást ennþá að elju hennar í sundinu. Þessu komst blaðamaður að er hann leit yfir dolfallinn hóp „heldri“ karla í heitu pott- unum um daginn og hófst þá strax handa að ná tali af frú Hallberu Pálsdóttur. Var bílveik í fyrstu ferð sinni frá Hafnarfirði á Suðurnesin. Það var hnarreist myndarleg kona sem tók á móti blaða- manni í vesturbæ Reykjanes- bæjar á dimmum nóvember- degi aðeins 2 vikum eftir 84 ára afmæli sitt. Það er ekki að sjá að þessi kona hafi fengið blóðtappa fyrir tæpum 5 ámm, þar sem hún vissi ekkert af sér í 5 daga og lærði bókstaflega allt upp á nýtt. Þetta er Hallbera Pálsdóttir sem búið hefur ein undanfarin ár í huggulegri íbúð HENDIRSÉR AF HÁUM KLETT HRÆÐIST EKKI KALDAN SKVETT LÆTUR SÍÐAN SJÓKÆLDAN SÓLINA BAKA LÍKAMANN Þessa vísu orti faðir hennar Páll Jónsson um hana 16 sinni, en eiginmann sinn Ólaf Þorsteinsson missti Hallbera árið 1988 eftir 48 ára ham- ingjusamt hjónaband. Ólafur var rótgróinn Keflvíkingur en JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2002 Hallbera réði sig í vist tvítug að aldri til Friðriks Þorsteinssonar bróður Ólafs og konu hans Sig- urveigar Sigurðardóttur. Þar féll hún gersamlega fyrir myndarlegum bróður heimilis- foðurins sem hún vann hjá. En þegar Hallbera réði sig i vist til Keflavíkur var það ekki fyrsta ferð hennar hingað suður með sjó. Hún hafði ung stúlka farið í íþróttaferðalag til Sandgerðis með stöllum sínum úr Hafnar- firði og minnist þess að hafa verið bílveik á leiðinni eftir þröngum mjóum vegi þar sem þurfti að vikja vel út í kant til að geta mætt bílum sem komu á móti. í þessari íþróttaferð sýndi Hallbera ekki bara fim- leika heldur stakk sér til sunds af bryggjunni í Sandgerði að beiðni Hallsteins þjálfara síns. íþróttahópurinn úr Hafharfirði hafði verið fenginn til að sýna við athöfn sem haldin var í til- efni af komu björgunarbátsins Þorsteins til Sandgerðis árið 1929. Kom í visttil Keflavíkur. Hallbera Pálsdóttir er fædd 4. nóvember, frostaveturinn mikla, 1918 í Aðalsteini á Stokkseyri. Þaðan flutti hún til I lafnarfjarðar með foreldrum sínum Páli Jónssyni og Vigdísi Ástriði Jónsdóttur. Þá var hún tæplega 7 ára gömul og bjó Hallbera í Hafnarfirði þangað til hún réð sig í vist til Kefla- víkur og hefúr búið þar síðan. Hjónin sem hún var í vist hjá bjuggu að Vallargötu 26 en lengst af var heimili Ólafs og Hallberu að Vallargötu 22 og seinna aðTúngötu 19. Hallbera heldur sig við gamla bæinn og heimili hennar hafa alltaf verið í góðu göngufæri frá kirkjunni sem skipar stóran sess í lífi hennar. Það var Friðrik Þor- steinsson orgelleikari, sá sem Hallbera var í vist hjá og varð seinna mágur hennar, sem fékk hana til að koma á kóræfingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.