Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 12.12.2002, Page 28

Víkurfréttir - 12.12.2002, Page 28
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is - segir Guðrún Erlendsdóttir um jólin fyrir 80 árum í viðtali við jólablað Víkurfrétta. w hjúkrunarheimiiinu Víðihlíð í Grindavík búa hjónin Guðrún Erlendsdóttir og Hjalti Jóns- son, en Guðrún er 88 ára gömul og Hjalti 89 ára. Um 40 ára skeið rak Hjalti Vélsmiðju Grinda- víkur og tók sonur hans Viðar Hjaltason við rekstr- inum þegar Hjalti hætti að vinna. Guðrún fæddist sama ár og fyrri heimsstyrjöldin hófst en hún er ein ijórtán systkina. Guðrún er fædd í Húnavatnssýsl- unni, á bænum Auðólfsstöðum í Langadal og hún segist muna vel eftir jólunum sem barn: „A jóla- föstunni var allt þrifið hátt og lágt og það var saum- að á alla krakkana, en það vill til að móðir mín var mjög handlagin kona. Það voru alltaf einhver lítil börn sem þurfti að sauma á og eldri systur mínar voru duglegar að hjálpa móður minni,“ segir Guð- rún. Þegar búið er á sveitabæ þar sem hugsa þarf um fé og annan búpening er aldrei frí og segir Guðrún að alltaf hafi verið hugsað vel um skepnumar: „Það skipti engu máli þó jólin væm komin, það var unnið alla daga og skepnunum var sinnt af alúð. Það getur vel verið að þeim hafi verið gefið eitthvað gott í tilefni jólanna, en það var í mesta lagi betra hey sem skepnumar fengu.“ A Þorláksmessu var mikill spenningur í bömunum og þau byrjuðu að spyrja eldri systkini sín og foreldra hvort jólin væm nú komin: „Pabbi minn var organisti í kirkjunni og það var mikið sungið og spilað öll jólin heima. Pabbi kenndi okkur sálma og við sungum mik- ið. Eg kann ennþá alla sálmana sem ég lærði á þessum ámm,“ segir Guðrún en hún man ekki eftir því að það hafi verið skata á borðum á Þorláksmessu: „Það var bakað þessi lifandis ósköp og alltaf var hangikjöt soð- ið. Bökunarlyktin og hangikjötslyktin þýddi að jólin vom að nálgast og krakkamir spenntust upp.“ Á aðfangadag segir Guðrún að hangikjötið hafi verið borðað og það þótti bömunum besta máltíð ársins: ,Á eftir fengum við svo búðing. Ég man einu sinni eftir að það hafi verið jólatré heima. Mamma gaf okkur smá gjafir, en það var ekki fyrr en ég kom til Reykjavíkur að ég kynntist jólagjöfum," segir Guðrún og þegar hún er spurð hvort þau hafi fengið kerti og spil svarar hún: „Það var alltaf mikið af kertum á jólunum heima því ég man eftir því að það var fylgst með yngstu bömun- um að þau kveiktu ekki í.“ Jóladagur var mesti hátíðisdagurinn en þá hélt öll fjöl- skyldan til kirkju þar sem sálmar voru sungnir og presturinn predikaði: „Það vom allir í sínu finasta pússi og þetta var sannkölluð hátíðarstund fynr alla. Okkur þótti mjög gaman að fara til kirkju og sérstaklega að syngja sálmana sem pabbi var búinn að kenna okkur. Eftir messuna fengum við svo smákökur og annað góðgæti.“ Guðrún segir að jólin hafí breyst mikið ffá þeim tíma sem hún var ung og að vissu leyti finnst henni helgi- bragurinn horfinn af jólunum: „Það var ekki þessi gnægð af öllu eins og það er núna. En okkur leið óskaplega vel í gamla daga um jólin, okkur líður vel héma í Víðihlíð og hlakkar til jólanna," sagði Guðrún að lokum. JÓLABLAÐ VIKURFRETTA 2002 ■ ..................... I* Á.M > ÍI.Í. '

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.