Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 12.12.2002, Side 34

Víkurfréttir - 12.12.2002, Side 34
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is ■ 1 r 0 la vi iðl ta i ið Jóhann Líndal tekinn tali ,Það var búið segja við Elsu að hún fengi bjártsýnisverð- iaunin fyrir |>að að reyna að koma garðinúin í stand en það þurfti að rífa hér upp heilu klappirnar og enginn hafði trú á þviað hér gæti vaxið einhver gróður. ;öm og höfum alltaf verið, en auðvitafijfflj tkyldur þejrra eru það dýrmætasta sem vii ttOkw' vera einstaklega heppin. sama, fjölskyldan er stór og það þarf töluvert að fiska ofan í hana,“ segir Jóhann og brosir. 50 ár í rafmagninu Jóhann hefur starfað í rafrnagni í 50 ár og hér áður fyrr þótti það mjög merkilegt ef einstaklingur var búinn að vera í 50 ár á sjó. Jóhann segir að hann hafi valið sér gott lífsstarf: „Eins og ég sagði áðan hef ég verið einstak- lega heppinn með samstarfsfólk og til allrar hamingju hef ég átt slysalausan feril. Ég vann mikið úti á landi þegar ég var ungur og meðal annars var ég mikið í há- spennulínuviðgerðum víða um landið. Ég hef kunnað rosalega vel við mig hvar sem ég hef ver- ið, en á Suðumesjum hefúr verið afskaplega gott að vera.“ Elsa Dóra sá um uppeldi bam- anna og þegar þau bjuggu í Bol- ungarvík sá hún um að gefa raf- magnsveitukörlum að borða: „Ég opnaði heimilið og bjó þar til mötuneyti og gaf kallagreyjunum að borða. Þegar við fluttum svo til Njarðvíkur fór ég að vinna hjá Pósti og Síma og þar starfaði ég í 20 ár við að bera út póst. Ég þekkti götumar í Njarðvík vel og það var mjög góð hreyfing að fara í göngutúra á morgnana með póstinn til fólksins.“ Fluga í nærbuxunum Eins og fram kemur eignuðust þau 5 böm og em þau öll búsett á Suðurnesjum með sínar fjöl- skyldur, fjórar búa í Keflavík og ein í Garðinum. Jóhann segir að bömin séu dugleg að koma í bú- staðinn til þeirra, en hann segir að yngsta stelpan þeirra sé ekki ennþá búin að ná sér eftir atvik sem þar gerðist: „Það var þannig að hana vantaði að pissa og þar sem við vorum ekki komin með klósett á þeim tíma sagði ég henni að fara niður í fjöru að pissa sem hún gerði. Þegar við komum svo heim fann hún dauða flugu í nærbuxunum hjá sér og þar með var hennar spenn- ingur fyrir sumarbústaðaferðum farin fyrir bí, en hún hefur nú komið hingað eftir þetta og i dag er hún nú búin að jafna sig á þessu," segir Jóhann. Hálfur kertapakki í jólagjöf Nú þegar jólin nálgast er tilvalið að spyrja þau aðeins út í það hvernig fyrstu jólin hafi verið sem þau muna eftir sem böm. Jó- hann segir að jólin í Bolungarvík hafi verið með töluvert öðrum hætti en þau em í dag: „Það var nú litið um þægindi í Bolungar- vík um jólin því það þurfti að bera alia ösku út, en við vomm með kolaeldavél og salemið var útikamar. Það var eitt rafljós í húsinu, en það var í eldhúsinu. Manni fannst jólin óskaplega há- tíðleg og það var vegna þess að það var svo mikil kertalýsing, enda em þau hátíð ljóss og friðar. Maturinn sem var á borðum um jólin var nú ekki ósvipaður því sem hann er í dag, en hjá okkur voru svið og hangikjöt á að- fangadag. A Þorláksmessu var Vestfirsk vel kæst skata borðuð. Það var alltaf farið í messu á að- fangadagskvöld klukkan 6. Mig minnir að það hafi verið þannig að þegar við komum heim eftir messu þá fengum við súkkulaði og kökur. Gjafimar vom litlar en það var mikil fátækt heima því móðir mín varð ekkja 26 ára gömul með sex böm á ffamfæri og ég var yngstur. Fátæktin var svo mikil á árunum milli 1930 og 1940 að ég man einu sinni eftir því að það var ekki hægt að gefa okkur einn kertapakka hvorum. Við fengum hálfan kertapakka hvor, en spil var ekki nokkur leið að fá á þeim tíma. Maður gladd- ist voðalega yfir því að fá jóla- pakkann, jafnvel þó hann væri lítill. Þó að fátæktin hafi verið mikil heima þá var alltaf hreint hjá okkur,“ segir Jóhann og i augum margra er raunvemleikinn eins og Jóhann lýsir honum óraunverulegur. Eitt sinn voru þau hjónin í matarboði hjá Vig- dísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta lslands og Jóhann sagði við hana að hann væri 20 árum eldri en Elsa þegar á aðstæðumar í æsku þeirra er litið. Frábrugðin jól Þegar Elsa segir frá sinum æsku- jólum hefur hún frábmgðna sögu að segja. Elsa er alin upp að Grundarstíg 15b sem var bakhús Rikharðs Jónssonar myndhöggv- ara, en hún á tvo bræður: „Á jól- um hjá okkur var í raun nóg til af öltu og ég man ekki eftir neinni fátækt eða slíku. Faðir minn vann hjá Reykjavíkurbæ og hann og móðir mín voru i aukavinnu í Þórskaffl á kvöldin og um helgar. Á Þorláksmessu var alltaf söltuð skata á borðum, en við vorum ekki með þessa kæstu. Á að- fangadag var síðan hangikjöt og svið í matinn og jafnvel læri eða hryggur. Jólin hjá mér vom mjög frábmgðin þeim sem Jóhann lýs- ir og að þessu leiti er margt til í því að hann sé 20 árum eldri en ég, þó svo að í raun séu þau ekki nema 6. Ég fékk góðar jólagjafir og man ekki eftir því að hafa nokkum tíma fengið kerti og spil í jólagjöf. Það var svo ólíkt að al- ast upp í Reykjavík eða úti á landi," segir Elsa. Jólln dásamlegur tími Það er greinilegt að þau hjón hafa nóg fyrir stafni og dagskráin er fullskipuð hjá þeim. Þau eru bæði líkamlega hraust og kenna sér varla meins: „Við erum bæði hraust og það er griðarlega mikil- vægt. Við erum mjög hamingju- söm og höfum alltaf verið, en auðvitað hafa komið upp erfið tímabil. Börnin okkar og flöl- skyldur þeirra eru það dýr- mætasta sem við eigum og við teljum okkur vera einstaklega heppin. Við ætlum að halda áfram að sinna okkar áhugamál- um og okkur er strax farið að hlakka til að fara til Spánar í byijun janúar. Núna erum við að undirbúa jólin sem eru dásamleg- ur timi,“ segja þau að lokum og í veganesti fær blaðamaður þurrk- að strengsli sem Jóhann þurrkaði sjálfur á bryggjunni. Þvílíkt lost- æti. Viðtal: Jóhannes Kr. Kristjánsson Myndir: Jóhannes og úr einkasafni. 1 ( Bolvíkingar eru duglegir við að heimsækja þau i bústaðinn og hér eru þau í „Koníaksstofunni" með góða gesti úr Bolungarvík. Við rákum hvern annan „Ég hafði hugsað mér að komast að til að lœra rafvirkjun i Reykja- vik, nýkominn vestan úr Bolungarvík 16 ára gamall. Ég hafði von til þess að komast að hjá ákveðnum rafvirkjameistara i miðbœnum. Ég hóf störf þar þegar ég kom til Reykjavíkur og vann eins og þjarkur við að smiða hólka úr jámi sem notaðir voru til að setja saman raf mangsrör, en við þetta vann ég á þriggja mánaða reynslutíma. Eftir þessa þrjá mánuði sagði meistarinn við mig að ég vœri ónothœjúr og ég var rekinn. Ég komst að hjá Johan Rönning, en þar voru þá jjórir af tiu strákum sem hófu störf hjá þessum meistara en þeir voru allir reknir eftir þrjá mánuði. Svo liðu árin. Þegar ég kom hingað sem rajveitustjóri í Njarðvík höfðu rajverktakar í Reykjavík sett á staðarlöggildingu sem varð til þess að engir rajverktakar utan Reylgavíkur máttu vinna þar. Samskonar staðarlöggilding var sett á laggimar hér og máttu einungis rajverktakar af Suðumesjum vinna hér á svœðinu. Kristinn heitinn Bjömsson kom eitt sinn til min og sagði mér að rajverktaki úr Reylgavík vœri að vinna i Beinamjöls- verksmiðjunni i Innri-Njarðvik í stóru verki við annan mann. Krist- inn sagði mér að ég hefði heimild til að visa honum af svœðinu sök- um staðarlöggildingarinnar. Þegar ég kom inn í Innri-Njarðvik og hitti rajverktakann þá horfðumst við í augu og þekktumst. Þetta var sami maður og rak migjrá námi 20 árum fyrr. Ég bað hann að taka pokann sinn og það gerði hann. “ Sannir Vestfirðingar Mig langar að segja smá sögu af Sverri Hermannssyni en hann sagði i útvarpsviðtali eitt sinn að skatan þyrfti að vera það kcest að lyktin vœri i húsinu fram að áramótum. Fréttamaóurinn spurði þá Sverri um ummœli Einars Odds þingmanns sem sagði að skatan vœri eins og úldið tros. Sverrir svaraði að bragði: „Það er sem ég segi. Þeir þynnast jljótt út Vestfirðingamir þegar þeir eru komnir suðurjyrir Breiðadalsheiði. “ 34 JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2002

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.