Morgunblaðið - 25.05.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
MÖRG ÞEKKJUM VIÐ BÆÐI
ÞOLENDUR OG GERENDUR
KYNFERÐISOFBELDIS
PERSÓNULEGA.
ERUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA
ÞAÐ MEÐ ÞÖGNINNI?
Ný sending
GARDEUR
Stretchbuxur
Gallabuxur
Kynning í
Snyrtivöruversluninni
Glæsibæ dagana
25.–27. maí.
20% afsláttur af öllum
vörum frá Guerlain
Guerlain sérfræðingur kynnir
My SuperTips. Vörur sem
meðhöndla flest húðvandamál,
ein lausn í einni túpu.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
mbl.is
alltaf - allstaðar
SVIÐSLJÓS
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond
mun sigla átta sinnum í kringum
landið í sumar og leggjast við festar
víðs vegar um land. Skipið er gert út
af Íslendingum og um borð er ís-
lenskri menningu gert hátt undir
höfði. „Hugmyndin er að fara sjóleið-
ina um Ísland með íslenskum leið-
sögumönnum og kynna ferðamönn-
um íslenska menningu, tónlist og
matargerð. Við byrjuðum á þessu í
fyrra og því er þetta annað árið okk-
ar,“ segir Guðmundur Kjartansson,
eigandi Iceland ProCruises. Hann
segir mikinn áhuga vera á því að
heimsækja Ísland með þessum hætti
enda er nýtingin í ár góð og bókanir
fyrir 2017 ganga enn betur, en fyr-
irtækið er komið á fremsta hlunn með
að gera samning við Reykjavíkurhöfn
til ársins 2020.
„Þetta er öðruvísi sigling en á þess-
um almennu skemmtiferðaskipum
því hér er meira stílað inn á fræðslu.
Fólk sem bókar ferð með okkur hefur
áhuga á að fræðast og því höfum við
fræðimenn um borð sem segja frá ís-
lenskri náttúru, bjóða farþegum í
fuglaskoðanir og þess háttar. Ég hef
oft sagt í gríni að það sé ekki spilað
bingó hér á kvöldin,“ segir Guð-
mundur.
Íslenskir leiðsögumenn
Skipið leggst við bryggju á átta
stöðum á ferð sinni í kringum landið.
Í Reykjavík, í Stykkishólmi, á Ísa-
firði, á Siglufirði, á Akureyri, á Húsa-
vík, á Seyðisfirði, á Djúpavogi og í
Vestmannaeyjum en að auki verða
sigldar þrjár ferðir til Grænlands. Á
hverjum stað er boðið upp á leiðsögn
um svæðið, en tíu leiðsögumenn eru
um borð og flestir þeirra eru íslensk-
ir. „Við náum að tvinna saman leið-
sögumönnum og óperusöngvurum.
Það er sama fólkið sem fer með far-
þega í fræðslu á daginn og syngur óp-
erur fyrir þá á kvöldin. Þetta er mjög
óvenjulegt og farþegarnir segjast
ekki hafa kynnst öðru eins,“ segir
Óttar Sveinsson, kynningarfulltrúi
Iceland ProCruises. Hann bætir við
að boðið sé upp á fjölbreytta skemmt-
un um borð, en á skipinu má finna
fyrirlestrar- og kvikmyndasal, sund-
laug, bar og veitingasal svo eitthvað
sé nefnt. „Í morgunmatnum er ávallt
boðið upp á rúgbrauð og skyr. Á
hverju kvöldi er þriggja rétta kvöld-
verður þar sem einn rétturinn er
ávallt íslenskur,“ segir Guðmundur.
Ocean Diamond er eina skemmti-
ferðaskipið sem á heimahöfn í
Reykjavík. „Við erum auðvitað mjög
kátir með það, enda frábært fyrir
okkur að fá að leggja skipinu hér,“
segir Óttar að lokum og vísar til Mið-
bakka.
Íslensk skemmtisigling
Íslenska fyrirtækið Iceland ProCruises býður upp á hringferð á skemmti-
ferðaskipi Ferðamenn fræðast um íslenska menningu, matargerð og náttúru
Morgunblaðið/Eggert
Mikill áhugi Óttar Sveinsson og Guðmundur Kjartansson segja mikinn áhuga fyrir siglingum af þessu tagi.
Sundlaug Á þilfari Ocean Diamond má finna sundlaug og sólbekki þar
sem farþegar geta spókað sig á milli áningastaða.
Dægradvöl Um borð í Ocean Diamond má finna glæsilegan sal undir tón-
leikahald, kvikmyndasýningar eða fyrirlestra.
Ocean Diamond Legið við festar við Miðbakka. Ocean Diamond er eina
skemmtiferðaskipið með heimahöfn í Reykjavík.