Morgunblaðið - 25.05.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016 Laugavegur 59, 2. hæð • Sími 551 8258 • storkurinn.is Opið: Mán.-F ös. 11-18 Lau. 12 -16 Við erum líka BÓKABÚÐ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á FRÉTTASKÝRING Bjarni St. Ottósson bso@mbl.is Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá stóru bönkunum þrem- ur í gær hefur enn ekki verið ákveðið hvaða kjör verða boðin aflandskrónueigendum sem gert verður að flytja fé sitt inn á bundna reikninga eftir 1. september, nýti þeir ekki sérstök úrræði Seðlabank- ans fyrir þann tíma s.s. gjaldeyr- isútboð. Von stjórnvalda er sú að lítið eða ekkert af þessu fé verði hér eftir en ekki er víst að það gangi eftir, sérstaklega ef aflandskrónu- eigendur ákveða að láta reyna á réttmæti laga um aflandskrónur. Þessir reikningar verða með 100% bindiskyldu og mun Seðla- bankinn greiða innlánastofnunum 0,5% vexti af innistæðum þeirra. Fjármálastofnunum verður enn- fremur skylt, skv. 4. grein laga um meðferð aflandskróna, að taka við þessu fé en ekki er kveðið á um það hvaða skilmála þær bjóða eigendum aflandskrónanna fyrir vörsluna. Áhugavert verður því að sjá hvers konar kjör fjármálastofnanir munu bjóða þeim aflandskrónu- eigendum sem koma til með að sitja hér eftir. Þar er hugsanlega um að ræða gríðarlegar fjárhæðir sem gætu skilað talsverðum tekjum í gegnum vaxtamun en vextir bank- anna gætu allt eins orðið neikvæðir. Þátttaka í og útfærsla á gjaldeyr- isútboði Seðlabankans innan nokk- urra vikna mun líklega leiða í ljós umfang þessara innistæða en enn er alls óvíst hversu mikið fé mun hafna á slíkum reikningum. Samtals eru rúmir 319 milljarðar króna undir hatti laganna. Til sam- anburðar er sú upphæð tæplega tí- undi hluti eigna innlánsstofnana á Íslandi, samkvæmt tölum Seðla- bankans fyrir aprílmánuð, svo kerf- islega er um stóra fjárhæð að ræða. „Það sem maður áttar sig ekki al- veg á ennþá er stærðargráðan sem verður á þessu,“ sagði Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslands- banka, spurður um hugsanleg nei- kvæð áhrif stórra bundinna inni- stæðna á fjárhagsbókhald bankans. Það muni þó hafa áhrif á þau kjör sem bankinn komi til með að bjóða. Aftast í röðina Verði einhverjir aflandskrónu- eigendur ósáttir við þau kjör sem innlánastofnanir koma til með að bjóða þá eiga þeir möguleika á að færa fé sitt á reikninga í Seðlabank- anum með kaupum á innistæðubréf- um bankans sem greiða 0,5% breytilega vexti. Þar er þó innlausn höfuðstóls bréfanna háð leyfi Seðlabankans sem útgefanda bréfanna og ólíklegt má teljast að margir aflands- krónueigendur velji sér þann kost. Þeir sem geyma fé sitt á innláns- reikningum munu auk þess eiga kost á því að taka út vexti, verðbæt- ur og arðgreiðslur sem inn á þá falla, auk þess sem einstaklingar geta tekið út eina milljón króna ár- lega. Fram kom í máli Seðlabanka- stjóra í Morgunblaðinu í gær að alls óvíst væri hvenær höftum á eft- irlegukindum í hópi aflandskrónu- eigenda yrði aflétt og gaf hann í skyn að mörg ár gætu liðið þangað til. Óvíst með vaxtakjör Morgunblaðið/Eggert Höft Lög um aflandskrónur eru liður í afléttingu gjaldeyrishafta.  Bankar munu sjálfir ákveða vexti á bundnum reikningum fyrir aflandskrónur  Allt að 319 milljarðar  Geta annars fjárfest í innstæðubréfum Seðlabankans Vaxtamál » Fjármálastofnanir hafa sjálfsvald um þau kjör sem bjóðast aflandskrónueigend- um á sérstökum reikningum. » Um háar fjárhæðir gæti orð- ið að ræða og því hugsanlega til nokkurs að vinna fyrir inn- lendar fjármálastofnanir. irspurn á fjármálamörkuðum til skamms tíma litið. Á hinn bóginn bendir Arion banki á að líka séu rök fyrir minna fram- boði á mörkuðum en áður var talið. Verði sæmileg þátttaka í gjaldeyr- isútboðinu muni eigendur ríkisbréfa skipta þeim út fyrir evrur og draga þannig úr útgáfuþörf ríkisins á skuldabréfamarkaði í ár. Þá séu efnahagshorfur hér á landi fremur góðar um þessar mundir og því líklegt að lánshæfismat ríkis- sjóðs hækki í kjölfar næstu skrefa við losun hafta. Að mati Arion banka gefur gjald- eyrisútboðið og afnám hafta ekki til- efni til hækkunar vaxta, enda sé raunvaxtastig nokkuð hátt eins og er miðað við núverandi verðbólgu og batnandi verðbólguvæntingar. Færa má ýmis rök fyrir því að það muni draga úr eftirspurn á fjár- magnsmörkuðum, nú þegar næstu skref um losun fjármagnshafta liggja fyrir með lögum um aflands- krónueignir. Um þetta er fjallað í nýjustu Markaðspunktum greining- ardeildar Arion banka. Heimildir lífeyrissjóða til að fjár- festa erlendis muni væntanlega aukast hratt þegar líður á árið og sama ætti að gilda um almenning og fyrirtæki. Þá megi velta fyrir sér hvort ekki dragi úr fjárfestingu er- lendra aðila á skuldabréfamarkaði þar til gjaldeyrisútboðinu er lokið. Samtímis hefur Lindarhvoll, sem annast umsýslu eigna ríkissjóðs vegna stöðugleikaframlaga slitabúa bankanna, ákveðið að selja um 8 milljarða króna af skuldabréfum, sem eykur framboð á skuldabréfa- markaði tímabundið. Ýmis merki séu því um aukið framboð og lakari eft- Horfur á minni eftirspurn  Næstu skref í afnámi hafta hafa skammtímaáhrif á markaði Morgunblaðið/Kristinn Markaðir Arion segir afnám hafta ekki gefa tilefni til hækkunar vaxta. ● Samstarfsaðilar Háskólans í Reykja- vík munu samtals veita 24 milljónir króna til rannsókna á meistara- og doktorsstigi á næsta skólaári. Við- fangsefnin eru fjölbreytt og varða allt frá nýtingu sjávarfangs og neytenda- hegðunar til endurnýjunar slitlags flug- brauta. Samstarfsaðilarnir eru Iceland- air Group, Isavia, LS Retail og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. HR úthlutar 24 millj- ónum til rannsókna ● Launavísitala fyrir apríl er 570,4 stig, að því er kemur fram á vef Hagstof- unnar og nemur hækkunin 0,3% frá fyrra mánuði. Hækkunin mælist hins vegar 13,4% sé litið til undanfarinna 12 mánaða. Vísitala kaupmáttar launa í apríl mælist 134,9 stig og hækkar um 0,1% frá fyrra mánuði. Hefur vísitala kaupmáttar launa því hækkað um 11,6% síðastliðna 12 mánuði. Launavísitala í apríl hækkar um 0,3% Gengisskráning 24. maí 2016 Kaup Sala Mið DOLLARI 124,44 125,04 124,74 STERLINGSPUND 181,87 182,75 182,31 KANADADOLLARI 94,52 95,08 94,8 DÖNSK KRÓNA 18,695 18,805 18,75 NORSK KRÓNA 14,868 14,956 14,912 SÆNSK KRÓNA 14,928 15,016 14,972 SVISSN. FRANKI 125,39 126,09 125,74 JAPANSKT JEN 1,1344 1,141 1,1377 SDR 174,79 175,83 175,31 EVRA 139,04 139,82 139,43 MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 173,5158 Heimild: Seðlabanki Íslands ● Heildarútgjöld A-hluta ríkissjóðs á fyrsta fjórðungi þessa árs eru inn- an fjárheimilda sem nemur 5,7 milljörðum króna, að því er fram kemur á vef fjár- málaráðuneytisins. Heildarútgjöld árs- fjórðungsins námu 177 milljörðum og voru alls 217 fjár- lagaliðir innan heimilda og munaði þar 9,8 milljörðum. Þá voru 135 fjárlagaliðir umfram heimildir, samtals að fjárhæð rúmlega 4 milljarðar. Þar af var 1,1 millj- arður króna vegna sjúkratrygginga. Ríkissjóður innan heim- ilda á fyrsta fjórðungi Útgjöld A-hluti er innan heimilda. STUTTAR FRÉTTIR ... Í umsögn Viðskiptaráðs Íslands við frumvarp til breytinga á virðisauka- skattslögum leggur ráðið til að frumvarpið nái fram að ganga. Ráð- ið tekur undir breytingar sam- kvæmt frumvarpinu, sem lúta að veltumörkum skattskyldu og fjár- hæðamörkum uppgjörstímabila. Helstu breytingar eru að sam- kvæmt núgildandi lögum um virð- isaukaskatt eru þeir aðilar sem selja skattskylda vöru eða þjónustu fyrir 1.000.000 krónur eða minna á hverju 12 mánaða tímabili, undan- þegnir virðisaukaskattskyldu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þau fjárhæðamörk verði 2.000.000 krón- ur. Á það er bent í umsögninni að hækkun viðmiðunarfjárhæðar sé fallin til einföldunar fyrir lítil fyr- irtæki og bæti rekstrarumhverfi þeirra. Á sömu lund eru viðbrögð Við- skiptaráðs við breytingu á fjárhæð- armörkum uppgjörstímabila vegna virðisaukaskatts. Þannig er við það miðað í gildandi lögum, að sé árleg skattskyld velta minni en 3.000.000 króna geti ráðherra ákveðið með reglugerð að uppgjörstímabil þeirra aðila sé lengra. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þessi mörk verði 4.000.000 milljónir. Viðskiptaráð bendir jafnframt á að þar sem fjárhæðir þessar séu ekki bundnar vísitölu, sé mikilvægt að huga að endurskoðun þeirra á ný innan fárra ára. jonth@mbl.is Viðskiptaráð styður skattafrumvarp Morgunblaðið/Golli Virðisaukaskattur Viðskiptaráð telur breytingar á virðisaukaskattslögum til bóta og muni bæta og einfalda rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.