Morgunblaðið - 25.05.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Margrét Júlíana, frumkvöðull og eigandi fyrirtækisins Ro-samosi, fagnar í dag 43 ára afmæli sínu. Hún er menntuð íklassískum söng frá Royal Academy of Music í Lundúnum
og býr í Hafnarfirði ásamt dóttur sinni, Þórdísi Áróru Due Kjart-
ansdóttur, sem verður 9 ára í sumar.
Þessa dagana er mikið fyrir stafni. Í næstu viku mun fyrirtækið
hennar, Rosamosi, gefa út tölvuleikinn Mussila, sem gengur út á að
kenna börnum grunnatriðin í nótnalestri og tónlist. Þetta er æv-
intýralegur tónlistarleikur, ætlaður börnum á aldrinum 6 til 10 ára
þar sem spilarinn tekst á við fjölbreyttar áskoranir með tónelskum
skrímslum Mussila.
Það vill svo til að meðeigandi Margrétar, Hilmar Þór Birgisson,
varð þrítugur í gær þannig að nú er nokkurs konar afmælisvika hjá
fyrirtækinu.
Þrátt fyrir annríki verður dagurinn haldinn hátíðlegur.
„Ég reyni alltaf að halda upp á daginn en það er misjafnt hve mik-
inn tíma maður hefur til að gera eitthvað sniðugt. Í kvöld mun ég
bjóða fjölskyldunni í mat,“ segir Margrét.
Áhugamálin eru margvísleg. Hún hefur snúið sér aftur að tón-
smíðum og vonast til að hefja upptökur þegar tími gefst. Auk tón-
smíðanna eyðir Margrét frítíma sínum ýmist í listteikningu, góðra
vina hópi eða notalegri heilsulind. tfh@mbl.is
Mæðgin Margrét Júlíana ásamt dóttur sinni, Þórdísi.
Allt á milljón vegna
útgáfu og afmælis
Margrét Júlíana Sigurðardóttir 43 ára
A
lbert fæddist í Reykjavík
25.5. 1976 og ólst þar
upp í Breiðholtinu til sjö
ára aldurs er fjöl-
skyldan flutti til Eugene
í Oregon í Bandaríkjunum þar sem
foreldrar hans stunduðu nám í mark-
aðsfræði.
Heim komin brá fjölskyldan sér
aftur í Breiðholtið og nú í Seljahverfi
þar sem Albert eyddi unglingsárun-
um. Hann var í Seljaskóla og lauk
þaðan grunnskólaprófum, lauk stúd-
entsprófum frá VÍ 1997, stundaði síð-
an nám í viðskiptafræði við HÍ og
lauk þaðan prófum 2003: „Það var
svolítið menningarsjokk að koma úr
friðsömum smábæ í Bandaríkjunum
þar sem maður lék sér í skógi og
lækjum, og flytja í Seljahvefið. Það
var svolítið róstursamara þar og
meira um að vera en ágætt hverfi og
góður skóli sem þá a.m.k. var fjöl-
mennasti grunnskóli landsins.“
Albert æfði og keppti í frjálsum
íþróttum með skólanum sínum í Eu-
gene frá átta ára aldri, æfði síðan með
ÍR og keppti á mótum til 2004 er
hann meiddist og lagði keppnisskóna
á hilluna.
Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Lindex á Íslandi – 40 ára
Fjölskyldan á ferðalagi Talið frá vinstri: Daníel Victor, Albert Þór, Magnús Valur, Lóa Dagbjört og Anna Sóley.
Með áhuga á flugvélum,
fleyjum og fögrum bílum
Suður um höfin Albert Þór siglir inn í sólarlagið á suðrænum slóðum.
Kópavogur Hjálmar Bjarni Krist-
mannsson fæddist 21. maí 2015. Hann
vó 1.604 g og var 42 cm langur.
Foreldrar hans eru Bergrún Stef-
ánsdóttir og Kristmann Hjálmarsson.
Nýir borgarar
Garðabær Brynja Dís Bjarkadóttir
fæddist 28. febrúar 2016 kl. 12.24.
Hún vó 3.530 g og var 51 cm að lengd.
Foreldrar hennar eru Kristín Gunn-
arsdóttir og Bjarki Páll Eysteinsson.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isbestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á bo
rgarann