Morgunblaðið - 25.05.2016, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016
Rauðage
rði 25 · 108 Rey
kjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Verslunarkælar í miklu úrvali
• Hillukælar
• Tunnukælar
• Kæli- & frystikistur
• Afgreiðslukælar
• Kæli- & frystiskápar
• Hitaskápar ofl.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Spádómur hefur ræst. Aðalmálið er
að vera með góðum vinum sem hægt er að
treysta. Ef einhver myndi bara vilja borga þér
fyrir frábæra sviðsframkomu þína og eldmóð.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu ekkert koma þér úr jafnvægi því
fæstir hlutir eru þess virði. Brettu upp erm-
arnar og taktu fram verkfæratöskuna.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú tekur hugsanlega upp á ein-
hverju í dag sem vekur athygli yfirboðara á
þér. Gakktu hreint til verks með djörfung og
festu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gefðu börnunum meiri tíma, því fátt
er yndislegra en að njóta samvista við þau.
Einhver er brjálæðislega afbrýðisamur en þú
kemst ekki að því fyrr en þú deilir góðum tíð-
indum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Treystu á sjálfan þig, varðandi framtíð
þína. Líklegasta vandamálið tengist því að
einhver er hrifinn af hugmynd og vill ekki
hætta við framkvæmd hennar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sjálfselska og óeigingirni vega salt í
sérhverju sambandi. Gefðu þér tíma til þess
og sæktu orku í umhverfi þitt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Til er rétt og röng aðferð við að gera
hlutina en rétta aðferðin er ekki alltaf viðeig-
andi. Að vera heltekinn og hvatvís er ekki allt-
af til vansa.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er engu líkara en allir hlutir
gangi upp hjá þér í dag. Er bókstaflega eng-
inn að hlusta? Mundu, það þýðir ekkert að
hrópa, heyrnin batnar ekki við það.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það gengur ekki í augun á öllum
að spreða fé á báða bóga. Bæði er maður
manns gaman og svo skapast góð stemning
þegar fjölskyldumeðlimir bera saman bækur
sínar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þig langar til að brjótast út úr viðj-
um vanans. Góðu fréttirnar eru þær að núna
veistu að minnsta kosti það sem þú veist og í
dag er rétti tíminn til þess að nýta sér það.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fólk kemur með lausnir fyrir þig –
fólk sem veit nánast ekkert um vandamálið.
Þú heldur að það gæti verið að grínast en öllu
gamni fylgir einhver alvara.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu ekki erfiðar minningar úr fortíð-
inni standa í vegi fyrir þér, þegar þú hefst nú
handa á nýrri öld. Farðu þér hægt því sjálfs-
elska mundi leiða þig villur vega.
Töluvert hefur verið ort um heim-
sókn forsætisráðherra í Hvíta hús-
ið. Ólafur Stefánsson orti:
Orkuboltar uppi í Hrepp
yrkja jörð og rækta kál;
Ingi fór í óvænt skrepp
við Obama að segja skál.
16 milljarða hótel byggt í Reykja-
vík. Ármann Þorgrímsson yrkir:
Seint mun botnlaus fata full.
Flestir moka sandi.
Enn er mikið álfagull
í umferð hér á landi.
Síðustu tíðindi í pólitík hafa orðið
hagyrðingum að yrkisefni. Ármann
Þorgrímsson kallar afturkomu Sig-
mundar Davíðs „síðasta dans“ :
Foringinn stígur við stokkinn
og strýkur þriflegan skrokkinn
öllu skal tjalda
því áfram vill halda.
Nú drepur hann Framsóknarflokkinn.
Fía á Sandi er með á nótunum:
Simbi virðist brattur, beinn
brosandi og vænn á skrokkinn.
En áhugi minn er ekki neinn
á því hver mun leiða flokkinn.
En hafði áður ort „í fýlukasti um
daginn“:
Áhugi minn upp er þorn-
aður, fyrir RÚV og blöðum.
Einbein og Tvíbein elta hvorn
annan heim að Bessastöðum.
Síðar um daginn bætti hún við:
Ofurmenni í framboð fór
fullt með valda áráttu.
Davíð hann er sterkur stór
stinnur mjög til baráttu.
Sláttur byrjar snemma fyrir
norðan, – Davíð Hjálmar Haralds-
son yrkir:
Nú er sól og sunnanátt,
sveppir þorna á tánum.
Um hádegisbil hóf ég slátt
og hirði beint af ljánum.
Páll Imsland heilsar leirliði á
þöglum morgni (kannski eftir há-
vært laugardagskvöld?):
Hann Pjetur Jón prestur á Bakka
paufast með fætur tvo skakka.
Svo reigir hann haus
að rekst hann í daus
af harðsperrum stífum í hnakka.
Sigurður H. Guðjónsson hrl.
kenndi mér þessa stöku en Páll S.
Pálsson honum:
Hvað er að frétta? Hvað er að?
Hvað hefur fyrir borið?
Hefur einhver hálsbrotnað,
hengt sig eða skorið?
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Framsókn, forsetafram-
bjóðendum og álfagulli
Í klípu
„ÉG VIL LÍKA BORGA
FYRIR KAFFIBOLLA GAURSINS
FYRIR AFTAN MIG.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MYNDIRÐU TRÚA ÞVÍ? ÉG ER
BÚINN AÐ LEITA UM ALLAN BÆ AÐ
BLÓMUM FYRIR ÞIG.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að finnast tíminn líða
hægt þegar þið eruð
ekki saman.
BRÓÐIR HRÓLFUR,
LEYFÐU MÉR AÐ BJARGA ÞÉR FRÁ
EILÍFRI ÞJÁNINGU?
HVENÆR VARÐ
BRÓÐIR ÓLAFUR AÐ
SKILNAÐARLÖGFRÆÐINGI?
ÞETTA SKÝ LÍTUR ÚT
EINS OG KJÖTHLEIFUR…
HVERNIG ER
VEÐRIÐ?
OG ÞETTA LÍTUR ÚT
EINS OG EPLABAKA
GÓMSÆTTVíkverji hefur ekki oft heyrt fjallaðum suðurkóreskar bókmenntir
og því var forvitni hans vakin þegar
hann sá að rithöfundurinn Han Kang
frá Suður-Kóreu hefði verið tilnefnd
til alþjóðlegu Man Booker-
verðlaunanna fyrir skáldsöguna
Grænmetisætan. Bókin er furðuleg
og óhugguleg. „Áður en konan mín
varð grænmetisæta fannst mér hún
alltaf fullkomlega óáhugaverð á allan
hátt. Til að vera hreinskilinn laðaðist
ég ekki einu sinni að henni þegar ég
hitti hana í fyrsta skipti,“ segir í upp-
hafi bókar og verður frásögnin æ
skrítnari upp úr því.
x x x
Grænmetisætan mætir hvergiskilningi á ákvörðun sinni. Fjöl-
skylda hennar og aðstandendur líta
á hið nýja mataræði sem móðgun og
hneyksli. Einn magnaðasti kafli bók-
arinnar er þegar grænmetisætan fer
með eiginmanni sínum til fjölskyldu
sinnar og faðir hennar hyggst
þvinga hana til að borða kjöt.
x x x
Fyrir rúmri viku var tilkynnt aðHan Kang hefði hlotið verðlaun-
in. Hún er 45 ára gömul. Hún kennir
skapandi skrif og er þekkt fyrir
bækur sínar heima fyrir, en Græn-
metisætan (The Vegetarian) er eina
bók hennar, sem þýdd hefur verið á
ensku. „Verkið fjallar um söguhetju,
sem vill verða planta og segja skilið
við mannkynið til þess að bjarga sér
frá myrkrahlið mannlegs eðlis,“
sagði höfundurinn í samtali við
fréttaveituna AFP eftir að tilkynnt
hafði verið að bók hennar hefði orðið
fyrir valinu. „Mér fannst að með
þessari öfgakenndu frásögn gæti ég
velt upp … þeirri erfiðu spurningu
að vera mennskur.“
x x x
Kórea á sér mikla bókmenntahefð.Kóreskar bókmenntir geta hins
vegar að sögn sérfróðra verið tor-
ræðar vegna menningarlegra vísana,
sem Kóreumenn skilja, en eru öðr-
um sem lokuð bók. Nú er komin
fram ný kynslóð höfunda í Suður-
Kóreu, sem er tilbúin að rjúfa hefð-
irnar og gætu verðlaun Han opnað
dyrnar fyrir alþjóðlegri útbreiðslu
bóka þeirra. víkverji@mbl.is
Víkverji
Syngið Drottni þakkargjörð, leikið fyr-
ir Guði vorum á gígju.
(Sálm. 147:7)