Morgunblaðið - 25.05.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016 ✝ Sigurður Sig-urðsson fædd- ist í Reykjavík 17. júní 1945. Hann lést 24. apríl 2016. Foreldrar hans voru Gíslína Guðný Sigurðardóttir, fædd 14. október 1927, og Leo Hal- ley, fæddur 1923. Eiginmaður Gíslínu var Benedikt Odds- son, fæddur 14. júní 1913, dáinn 1. maí 1970. Börn þeirra eru: Borgar, Ólafur, Benedikt, Sig- ríður, Guðrún, Ragnhildur og Kristín. Sambýliskona Sigurðar var Ragnheiður Þorkelsdóttir, fædd 23. maí 1948. Sonur þeirra er Sigurður Gísli, fæddur 7. júní 1984. Barn Sig- urðar Gísla og Grétu Vilhjálms- dóttur, fædd 27. júní 1983, er Thelma Lind Sig- urðardóttir, fædd 7. febrúar 2005. Börn hans með Anítu Töru Helga- dóttur, fædd 15. maí 1987, eru, Aþena Kiddý, fædd 1. desember 2007, Helgi Fannar, fæddur 29. desember 2008, og Sylvía Rós, fædd 15. ágúst 2013. Jarðarför Sigurðar hefur far- ið fram í kyrrþey. Okkur langar að minnast bróður okkar Sigurðar Sigurðs- sonar, eða Didda eins og hann var alltaf kallaður. Þrátt fyrir að alast ekki upp saman hittum við hann af og til og fylgdust með honum í gegn um lífið. Diddi stundaði aðallega sjómennsku á yngri árum og síð- an starfaði hann við fiskvinnslu og ýmis önnur störf. Ljósið í lífi hans var einkason- urinn, Sigurður Gísli. Hann var afar stoltur af hon- um og afabörnunum sínum. Eft- ir að heilsunni hrakaði dvaldi hann á sjúkrahúsum og síðast liðið ár var hann á Hrafnistu í Hafnarfirði og naut þar góðrar umönnunar sem við viljum þakka sérstaklega fyrir. Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á, í víðáttu stórborgarinnar. En dagarnir æða mér óðfluga frá og árin án vitundar minnar. Og yfir til vinarins aldrei ég fer enda í kappi við tímann. Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er, því viðtöl við áttum í símann. En yngri vorum við vinirnir þá, af vinnunni þreyttir nú erum. Hégómans takmarki hugðumst við ná og hóflausan lífróður rérum. „Ég hringi á morgun, ég hugsaði þá, „svo hug minn fái hann skilið, en morgundagurinn endaði á að ennþá jókst milli’ okkar bilið. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson) Fyrir hönd systkina, Sigríður Benediktsdóttir. Elsku Diddi. Mig langar að minnast þín í fáeinum orðum. Þó leiðir okkar hafi ekki legið saman undanfarin ár, þá var ég þeirrar ánægju aðnjótandi að eiga við þig samvistir sl. ár, og þótti mér mjög vænt um það, sérstaklega eftir að þú fluttist að Hrafnistu í Hafnarfirði. Það er skrýtin tilfinning að mæta þér ekki á ganginum á leiðinni til þinnar heittelskuðu Ragnheiðar og geta aðeins spjallað og grínast við þig eins og við gerðum svo oft. Sjúkdómurinn þinn gerði það að verkum að minnið var farið að bila, en það setti ekki strik í reikninginn hvað samskipti okk- ar varðar. Oftar en ekki fórum við að heimsækja Ragnheiði á Grensás þar sem hún dvaldi löngum, en síðar á Vífilstaði, og að lokum var hún komin til þín á Hrafn- Sigurður Sigurðsson Elsku mamma mín. Þú talaðir stundum um það að þú myndir fara snemma, en að það yrði svona snemma grunaði mann ekki, aðeins 68 ára sem er enginn aldur. Og einmitt þegar þið pabbi ætluðuð að fara að hætta að vinna og fara að njóta lífsins sem þið áttuð svo sannarlega skilið því þið tvö hafið alltaf unn- ið mikið. Og einnig hefur margt verið að gera hjá ykkur í sambandi við okkur fimm systkinin og barna- börnin, því elsku mamma mín, þið pabbi hafið gert svo margt fyrir okkur öll, og sérstaklega hefur þú verið mér og börnunum mínum innan handar eftir að ég varð ein með þau. Sigurlaug Jóhanna Bergvinsdóttir ✝ Sigurlaug Jó-hanna Berg- vinsdóttir fæddist 22. september 1947. Hún lést 25. apríl 2016. Útför Sigurlaug- ar fór fram 29. apr- íl 2016. Nú er enginn til að hjálpa mér með ýmislegt sem ég gat alltaf treyst á að þú myndir aðstoða mig með, til dæmis héldum við Katrín Dögg báðar upp á útskriftarveislurnar okkar heima hjá ykkur pabba. Eins aðstoðaðir þú mikið með því að bjóða okkur í mat, gaukaðir ýmsu bæði að mér og börnunum mínum, krakkarnir mínir gistu svo oft hjá ykkur pabba og einn- ig skutlaðir þú þeim mikið því ég var svo oft að vinna á nóttunni. Aprílmánuður í fyrra var mik- ill gleðimánuður hjá mér því þá fékk ég leigubílaleyfið og enginn samgladdist mér eins mikið og þú. Nú í apríl, ári seinna, þá er bara sorg. Elsku mamma mín, það er svo margt sem ég gæti þakkað þér fyrir en Mogginn þinn rúmar það ekki allt. Ég vildi bara óska þess að ég hefði hitt þig einu sinni á lífi í þessum mánuði en því miður þá trassaði ég það að heimsækja ykkur. En það huggar mig þó að ég var þó á leiðinni til þín daginn sem þú fórst á sjúkrahúsið, þú varst einmitt að elda fyrir mig þegar þú fórst að finna til. Elsku mamma mín, þakka þér kærlega fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og börnin mín, við elskum þig óendanlega mikið og söknum þín endalaust. Þín dóttir, Arnbjörg Ólafía. Elsku yndislega, amma mín. Ég á engin orð yfir hvað ég er þakklát fyrir þig og ég tel mig og alla sem þekktu þig svo óend- anlega heppin að hafa fengið þau forréttindi að kynnast þér. Þú varst alltaf svo góð við allt og alla og vildir öllum það besta. Maður gat talað við þig um allt og þú reyndir alltaf með brosi að hjálpa. Þú fluttir oft en náðir samt að gera hverja einustu íbúð svo heimilislega og þægilega og manni líður alltaf vel heima hjá þér og afa. Söknuðurinn er mikill en minningarnar lifa og þær eru svo margar og ómetanlegar. Elska þig og sakna þín ótrúlega mikið, en ég veit að þú verður alltaf hjá mér. Þín ömmustelpa, Karen Sif. Örfá fátækleg orð frá okkur Maríu við andlát kærrar vinkonu og velgjörðarkonu í okkar garð í hart nær hálfa öld. Við María vorum eins og gengur að rugla saman reytum okkar á árinu 1968 í Hveragerði þegar við kynntumst Sigurlaugu og Sveini sem höfðu hafið búskap þar. Við fengum við og við að gæta elstu dótturinnar, Sólveigar, og svo tóku við skemmtilegar sam- verustundir við spilamennsku. Þær stundir áttu eftir að verða margar á komandi árum og var oft spilað fram á rauða nótt. Ekki síst var gaman að koma til þeirra Sigurlaugar og Sveins austur á Hérað á meðan þau bjuggu þar. Þangað komum við nokkrum sinnum ásamt börnum okkar og nutum gestrisni og hlýju þeirra hjóna í okkar garð. Börnunum fjölgaði eftir því sem árin liðu og þau fylgdust með þegar foreldrarnir gripu í spilin. HINSTA KVEÐJA Sigurlaug er frábær amma, alltaf glöð og skemmtileg, sér aðeins það besta í fólki og hún er besti bakari í heimi. Björn Ingi Helgason. Síðasta skiptið sem ég fékk að sjá fallega andlitið þitt var mér einstök stund. Ég er ánægður að hafa fengið að fylgja þér alla leið og að hafa fengið að vera hjá þér þessar síð- ustu vikur og náð að spjalla við þig er eitthvað sem ég mun alltaf halda í og muna. Minningar okkar eru með mér á hverjum degi og röddin þín líka. Þú kenndir mér svo margt í gegnum allt mitt líf. Þú fékkst að sjá mig vaxa í rúm 22 ár og sagðir mér oft hvað ég Signý Magnúsdóttir ✝ Signý Magn-úsdóttir fæddist 20. janúar 1948. Hún lést 7. apríl 2016. Útför Signýjar fór fram 18. apríl 2016. væri flottur og náðir alltaf að hressa mig með fallegum orð- um. Gleymi aldrei þeim sumartímum sem ég var hjá ömmu og afa á Skagaströnd. Og það er alls ekki langt síðan við eydd- um góðum stundum saman. Þú hlustaðir alltaf þegar ég hafði eitthvað að segja og varst yfirleitt alltaf sammála mér, sama hvað ég sagði. Alltaf skal ég hugsa um það góða sem við áttum þrátt fyrir erf- iða tíma sem eru. Ég held fast í allt sem þú kenndir mér og sagðir. Góða ferð hvert sem þú ferð og skilaðu kveðju til afa. Ég elska þig, amma Signý. Kveðja, þinn Róbert Freyr. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, HELGA STEINGRÍMSDÓTTIR, Miðvangi 17, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 5. maí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs í Hafnarfirði sem sinnti henni af einstakri hlýju og alúð. . Hallgrímur Pétursson, Steingrímur Hallgrímsson, Virginija Galinyté, Guðrún Hallgrímsdóttir, Guðmundur St. Steingrímsson, Helga Benediktsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, BALDUR KJARTANSSON húsasmíðameistari, Mánabraut 10, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtu- daginn 5. maí. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. . Soffía Emilía Richter, Haraldur Baldursson, Kristín Baldursdóttir, Eric Romine, María Kristbjörg Ingvarsdóttir, Gunnar Víðir Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar og tengdafaðir, ÁSMUNDUR ÓLAFSSON húsasmíðameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, laugardaginn 21. maí. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 27. maí kl. 15. . Auður Björk Ásmundsdóttir, Sighvatur Karlsson, Stígrún Ása Ásmundsdóttir, Ólafur Ásmundsson, Áslaug Óskarsdóttir, Jakob Ásmundsson, Rebekka Cordova, Þorgerður Ásmundsdóttir. Ástkær dóttir mín, eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, HULDA ÁSGRÍMSDÓTTIR frá Stóru-Ökrum 2, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki föstudaginn 13. maí 2016. Útförin fer fram frá Miklabæjarkirkju laugardaginn 28. maí kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gjafasjóð endurhæfingar Heilbrigðisstofunarinnar á Sauðárkóki. . Ragnhildur Lúðvíksdóttir Jón Sigurðsson Ragnhildur Jónsdóttir Agnar Gíslason Anna Hlín Jónsdóttir Magnús Barðdal Óskar Már Jónsson Guðrún Eik Skúladóttir barnabörn Elskuleg faðir okkar og afi, PÉTUR SIGURJÓNSSON forstjóri, andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum þann 16. maí. Útför hins látna fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. maí klukkan 13. Þökkum öllum ættingjum og vinum, starfsfólki Droplaugarstaða og Oddfellowbræðrum úr stúku númer 7, Þorkeli Mána, sýnda samúð. . Börn, barnabörn og aðstandendur. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, ÞRÁINN KARLSSON leikari, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 22. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 30. maí klukkan 13.30. . Ragnheiður Garðarsdóttir, Rebekka Þráinsdóttir, Örlygur Benediktsson, Hildigunnur Þráinsdóttir, Kristín Konráðsdóttir, Ísleifur Karl Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og stuðning allan vegna andláts og útfarar okkar elskulega FRIÐRIKS JÚLÍUSAR BJÖRGVINSSONAR vélvirkja, nemanda LbhÍ, Hvanneyri, frá Núpi í Berufirði. . Björgvin R. Gunnarsson Vilborg Friðriksdóttir Kolbrún Rós Katrín Birta Hjörvar Freyr Helena Draumey Linda Margrét Gunnarsdóttir Friðrik Steinsson Ásta Lárusdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.