Morgunblaðið - 25.05.2016, Blaðsíða 33
» Aðdáendur Lísu íUndralandi komu
saman fyrir frumsýn-
ingu framhaldsmyndar
Disney um ævintýri
Lísu, Alice Through
The Looking Glass, sem
fram fór í fyrradag í El
Capitan-kvikmyndahús-
inu í Hollywood. Voru
þeir margir hverjir í
gervi persóna sögunnar
sígildu og börðu stjörn-
ur myndarinnar augum.
Kvikmyndin Alice Through The Looking Glass var frumsýnd í Hollywood í fyrradag
Rokkaralegur Johnny Depp mætti á rauða dregilinn með þessa fínu klipp-
ingu sem er af rokkaralegu gerðinni. Hann leikur óða hattarann í myndinni. Eftirvænting Aðdáendur í sínu fínasta pússi fylgdust með stjörnunum við El Capitan-kvikmyndahúsið í Hollywood.
Flottur Aðdáandi í gervi óða hattarans úr sögunni um Lísu í Undralandi.
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016
Enska tónlistarkonan Adele hefur
samið við fyrirtækið Sony um útgáfu
á næstu plötum hennar og fær hún
fyrir um 90 milljónir punda, jafnvirði
um 16 milljarða króna. Sony hefur
ekki staðfest þessa frétt en ef satt
reynist er þetta hæsta samnings-
upphæð sögunnar þegar kemur að
plötuútgáfu, skv. frétt á vef dag-
blaðsins Guardian. Þarf þá vart að
taka fram að engin tónlistarkona
hefur gert slíkan samning í sögunni
en til samanburðar gerði Whitney
heitin Houston 70 milljóna punda
samning við fyrirtækið Arista árið
2001.
Engan skal þó undra að Sony sjái
sér hag í því að semja við Adele um
slíka upphæð því auður hennar er
metinn á 85 milljónir punda og átti
hún söluhæstu plötu ársins, 25, á
heimsvísu í fyrra. 25 hefur selst í
rúmlega 19 milljónum eintaka á
heimsvísu og selst enn eins og heitar
lummur. Adele hlaut fimm verðlaun
á Billboard-tónlistarverðlaunahátíð-
inni 22. maí sl. og þá m.a. sem besti
tónlistarmaðurinn og besti flytjand-
inn í flokki kvenna.
Adele fær 16 milljarða
Gríðarvinsæl Adele hefur selt um
19 milljónir eintaka af 25. Hér sést
hún í myndbandi við lagið „Hello“.
Ískaldur Sacha Baron Cohen.
Lísa Mia Wasikowska leikur Lísu í kvikmyndinni líkt og í þeirri fyrri.
AFP
ÞÚF
ÆRÐ
VÉLS
LEÐA
-
FATN
AÐIN
NHJ
ÁOK
KUR
STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS
X-MEN APOCALYPSE 3D 7, 10
ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 5:50
BAD NEIGHBORS 2 8, 10
CAPTAIN AMERICA 10
RATCHET & CLANK 5:50
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
Kanadíski raftónlistarmaðurinn
Scott Hardware hefur tónleikaferð
sína um Evrópu á skemmtistaðnum
Húrra í kvöld. Þar kemur hann
fram með reykvísku hljómsveitinni
Wesen og mun útvarpsþátturinn/
vefsíðan Straumur sjá um skífu-
þeytingar að loknum tónleikum og
milli atriða. Hleypt verður inn frá
kl. 20 og hefjast leikar kl. 21.
Á Húrra Scott Hardware er kanadískur
raftónlistarmaður og treður upp á Húrra.
Hardware og
Wesen á Húrra