Morgunblaðið - 25.05.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.2016, Blaðsíða 20
Magnús Rannver Rafnsson, fram- kvæmdastjóri Línu- dans, ritar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann full- yrðir að ég hafi ekki svarað erindum hans né beiðnum um fund. Hann gerir mér jafn- framt upp þær skoð- anir að ég styðji gam- aldags lausnir í raforkuflutningum og hafi gleymt að hlúa að nýsköpun og tækniþró- un á þessu sviði. Til að því sé haldið til haga þá kom Magnús á minn fund seinni hluta árs 2013, þar sem hann kynnti fyrirtæki sitt fyrir mér. Ég hef síðan fengið nokkur tölvubréf frá Magnúsi þar sem hann kvartar yfir áhugaleysi Landsnets á þeirri lausn sem hann býður. Ég hef satt að segja ekki alveg áttað mig á því í hverju aðkoma mín ætti að vera fólgin þar sem Magn- ús hefur óskað trún- aðar vegna þeirra upp- lýsinga sem hann hefur verið að deila. Mér hefur því verið nokkur vandi á hönd- um. Ég hef þar að auki fylgst með sam- skiptum Magnúsar og Landsnets í gegnum greinaskrif í blöðum og því talið ljóst að samskipti væru í gangi á milli þeirra sem ég hef ekki séð ástæðu til að stíga inn í. Það blasir við af þeim greina- skrifum að aðilar virðast ekki vera sammála, en ég hef ekki litið svo á að það væri mitt að úrskurða þar um. Ég hef að auki ekki fengið slíka beiðni inn á mitt borð og hvorki get né vil hafa bein afskipti af daglegum rekstri og innkaupum Landsnets. Ég vil að lokum frábiðja mér þær fullyrðingar Magnúsar að ég hafi ekki áhuga á nýsköpun á þessu sviði. Ég hef þvert á móti mikinn áhuga á nýsköpun af öllu tagi og hef unnið ötullega síðustu þrjú ár að bættu starfsumhverfi nýsköpunar hér á landi. Ég hef auk þess ítrekað sagt að þörf sé á að efla flutningskerfi raforku á Ís- landi. Þar er ég ekki í vafa um að þær lausnir sem Línudans býður upp á verði vel skoðaðar. Það er hins vegar sjálfsagt mál að funda með Magnúsi á ný við fyrsta tækifæri og kannast ég ekki við að hafa hafnað slíkri beiðni. Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur »Magnús hefur óskað trúnaðar vegna þeirra upplýsinga sem hann hefur verið að deila. Mér hefur því verið nokkur vandi á höndum. Ragnheiður Elín Árnadóttir Höfundur er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Um flutningskerfi raforku og nýsköpun 20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016 Vegna mikillar sölu vantar okkur fasteignir á höfuðborgarsvæðinu, á söluskrá. Ef þú ert í söluhugleiðingum, endilega hafðu samband sem fyrst, í síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign, hafðu samband í síma 533-4200 eða arsalir@arsalir.is Ágæti fasteigna eigandi ! Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi. Þann 12.5. 2016 var birtur dómur Hæsta- réttar í máli nr. 511/ 2015 þar sem Margrét Guðnadóttir krafðist þess að ógilt yrði ákvörðun iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá árinu 2014 um heimild Landsnets til að fram- kvæma eignarnám vegna lagningar 220 kV háspennulínu, svonefndrar Suð- urnesjalínu 2, um jörð hennar í Vog- um á Vatnsleysuströnd. Suðurnesjalína 1 er núverandi 132 kV háspennulína og hefur Landsnet uppi áform um að í framtíð verði þarna tvær 220 kV línur sem væri hægt að spennuhækka í 400 kV. Jafnframt verði Suðurnesjalína 1 tekin niður. Til samanburðar hafa verið byggðar tvær samsíða 400 kV háspennulínur frá Kárahnjúkavirkj- un niður á Reyðarfjörð og eru það mikil mannvirki ásýndar. Reisti Margrét kröfu sína á því að ekki væri fullnægt skilyrði um al- menningsþörf og meðalhóf fyrir framkvæmdum, auk þess sem ráð- herra hefði ekki sinnt rannsóknar- skyldu sinni áður en tekin hefði ver- ið ákvörðun um að heimila eignarnám. Almenningsþörf Reykjanesvirkjun (100 MW) og Svartsengisvirkjun (75 MW) geta nú framleitt samtals 175 MW. Raforku- markaður á Suðurnesjum (50 MW) ásamt gagnaverum (20 MW) er sam- tals 70 MW og þess vegna þarf að flytja 105 MW út af svæðinu í átt til höfuðborgarsvæðisins. Með nýjum orkusölusamningi Landsvirkjunar við Thorsil (55 MW) og með einhverri stækkun á gagna- verunum (+15 MW) þá leiðir það til þess að markaðurinn stækkar um 70 MW eða í 140 MW. Við það munu flutningar um Suðurnesjalínu 1 minnka úr 115 MW í 35 MW, en lín- an ræður hæglega við það. Reyndar má auka álagið í Helguvík töluvert meira með núverandi kerfi en það er annað mál. Hæstiréttur hefði mátt víkja að þessu í sínum dómi og geta þess að flutningsgetan sé í reynd nægjanleg eins og hún er í dag. Af einhverjum ástæðum hefur Lands- net látið hjá líða að draga þetta fram í dagsljósið á því tíu ára tímabili sem undirbún- ingur og rannsóknir á Suðurnesjalínum hafa farið fram. Af hverju? Landsnet hefur ekki heldur talið ástæðu til að kynna þann mögu- leika að leggja sæ- streng frá Straumsvík til Helguvíkur. Sú framkvæmd var kynnt með grein í Morgunblaðinu 1.4. 2014: „Kári Jónasson, Valdimar K. Jónsson, Skúli Jóhannsson: Hvers vegna ekki sæstreng frá Straumsvík til Helguvíkur?“ Með því að leggja sæstreng í stað- inn fyrir nýjar Suðurnesjalínur er í fyrsta lagi hægt að hverfa frá eign- arnámi vegna Suðurnesjalínu og í öðru lagi að koma í veg fyrir röskun vegna framkvæmda og umhverfis- áhrifa stórra flutningsmannvirkja í anddyri ferðamanna sem heimsækja Ísland. Eins og kunnugt er munu mannvirkin alls ekki falla vel að hin- um einstæðu hraunasvæðum á Reykjanesskaga. Í ljósi þessa er vandséð að fyrir- ætlanir Landsnets í málinu séu í samræmi við almenningsþörf. Meðalhóf Meðalhófsreglan er réttarregla sem kveður á um að íþyngjandi ákvarðanir hins opinbera megi ekki ganga lengra en nauðsyn krefur til að ná lögmætu markmiði. Ef til er önnur vægari úrlausn sem nær hinu lögmæta markmiði skal ætíð beita henni. Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar ætti sæstrengur frá Straumsvík til Helguvíkur að vera minna íþyngj- andi fyrir Margréti Guðnadóttur en Suðurnesjalínur. Í ljósi þess hefur Landsnet ekki gætt meðalhófs með því að sniðganga að leggja fram framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir sæstreng, t.d. frá Straumsvík til Hafnarfjarðar. Nauðsynlegt er að upplýsa hvort hér sé á ferðinni hag- kvæmur kostur sem gæti gert óþarft eignarnám vegna áforma um Suður- nesjalínu á Reykjanesskaga. Rannsóknarskylda Margrét Guðnadóttir telur að lagning Suðurnesjalínu 2 í jörðu sé raunhæfur framkvæmdakostur og minna íþyngjandi en loftlína. Sá kostur hafi hins ekki verið tekinn til raunverulegrar skoðunar svo sem skylt sé og hafi ráðuneytið ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni að því leyti. Landsnet lagði fram skýrslur með almennum sjónarmiðum um kosti og galla jarðstrengja en ekki sérstaka og umbeðna athugun á þeim mögu- leika að leggja jarðstreng í línustæði Suðurnesjalínu. Virðist þarna vera á ferðinni fádæma klaufaskapur af hendi starfsmanna og ráðgjafa Landsnets (kannski sem betur fer). Tveir dómarar Hæstaréttar af fimm skiluðu sératkvæði þar sem þeir vildu líta framhjá þessum starfshátt- um Landsnets og staðfesta eignar- námskröfuna. Ljóst er að þetta var hið afger- andi atriði í dómi Hæstaréttar. Að lokum Vilji Margrétar Guðnadóttur og meirihluta íbúa sveitarfélagsins Voga stendur til þess að línur verði lagðar í jörðu og ef litið er til allra sjón- armiða mætti ætla að það yrði hag- felldara, segir í dómi Hæstaréttar. Þarna má einnig einnig horfa til þess að betra væri að losna alveg við línurnar og leggja í staðinn sæ- streng frá Straumsvík til Helguvík- ur. Annars liggur ekkert á því eins og sakir standa og lýst hefur verið hér að framan. Suðurnesjalína 1 hefur verið starf- rækt í 25 ár. Sá árafjöldi er jafnan notaður í hagkvæmniathugunum sem fjárhagslegur endingartími flutningsmannvirkja. Raunverulegur endingartími gæti orðið töluvert lengri með skynsamlegum rekstri og viðhaldi. Suðurnesjalínur og eignarnám Eftir Skúla Jóhannsson »Hagfelldara væri að Suðurnesjalínur yrðu lagðar í jörðu en betra að losna við þær og leggja í staðinn sæ- streng frá Straumsvík til Helguvíkur Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. Góð samvinna stjórnenda og starfsfólks um vandaða hegðun og gagnkvæma virðingu í samskiptum ásamt skriflegri áætlun um forvarnir gegn einelti gefa frábært tækifæri til að bæta samskiptamenningu og líðan starfsfólks. Orsakir eineltis eiga sér margar skýringar og flestar yfirleitt í sam- spili á milli einstaklinga, hópa og skipulags á vinnustað í ákveðnum að- stæðum. Það sem í daglegu tali er nefnt einelti hér á landi nær yfir ensku hugtökin bullying og mobbing. Vísað er til hegðunar þar sem ítrek- að, á illgjarnan eða niðurlægjandi hátt, er gert lítið úr starfsmanni, ein- um eða fleiri. Til dæmis með því að vera með neikvæðar athugasemdir, gagnrýni, stríðni, baktal eða jafnvel útilokun. Í seinni tíð hafa fagaðilar og fleiri komið fram með hugtakið hóp- elti sem á að vísa til enska orðsins mobbing. Með hugtakinu er meira verið að vísa til samspils þátta og krafta innan vinnustaða þar sem menning vinnustaða, samskipti og stjórnunarhættir ýta undir að ósæmi- leg hegðun eigi sér stað, hvort sem það sé með aðgerðum eða aðgerða- leysi stjórnenda. Einelti getur komið upp á öllum vinnustöðum. Það getur átt sér stað á milli einstaklinga, milli starfsmanna og stjórnenda, á milli samstarfshópa og jafnvel á milli starfsmanna og við- skiptavina. Framkoma í einelt- ismálum getur verið meðvituð eða ómeðvituð, en hún er óvelkomin fyrir þolandann og getur haft áhrif á menningu vinnustaða og framleiðni. Einelti er alvarlegt mál sem stjórn- endum ber skylda til að taka á. Sálfélagsleg vinnuvernd Vinnuvernd eða forvarnastarf á vinnustöðum miðast að því að fyrir- byggja hættu á heilsutjóni. Það felur meðal annars í sér greiningu á sálfé- lagslegum áhættuþáttum á vinnustað og þar með talið hættu á samskiptaá- greiningi og einelti. Meta þarf að- stæður, starfsandann og líðan starfs- fólks reglulega. Slíkt mat getur farið fram með mismunandi hætti, til dæmis með reglubundnum samtölum við starfsfólk, starfsmannafundum eða með könnun um líðan starfsfólks. Í slíkri könnun svara starfsmenn spurningum um samskipti, vinnuá- lag, skipulag og stjórnun. Áherslan er á að fá fram ósýnilega og oft ósagða hluti sem hafa áhrif á starfs- ánægju og líðan í starfi. Ábyrgð stjórnenda felst síðan í að skipu- leggja áætlanir um aðgerðir og úr- lausnir til að auka vitund og skilning á góðri hegðun og stuðla þannig að gagnkvæmri virðingu á vinnustöðum. Þannig geta stjórnendur komið í veg fyrir óviðeigandi samskipti eða hegð- un sem er óheimil á vinnustöðum. Merki um að einelti geti grasserað í hópnum:  Minnkandi framleiðsla  Losarabragur, reglum ekki fylgt  Vaxandi gagnrýni í garð vinnu- veitanda  Skortur á trausti  Samskiptaerfiðleikar tíðir  Aukin starfsmannavelta  Auknar fjarvistir  Lélegur mórall Skyldur stjórnanda:  Að vinna að forvörnum  Að sjá til að þekking á þessum málum sé til staðar hjá stjórn- endum  Að veita starfsmönnum reglu- lega fræðslu  Að láta greina sálfélagslega áhættuþætti  Að sjá til að fyrir liggi skrifleg áætlun um hvernig bregðast eigi við ef eitthvað fer úrskeiðis  Tryggja að til staðar séu úrræði til að greiða úr málum og finna lausnir. Skyldur starfsmanns:  Að vinna að forvörnum  Að taka þátt í fræðslu  Að vanda hegðun  Tilkynna ef hann hefur orðið fyrir einelti  Láta vita ef hann verður var við einelti á vinnustaðnum Góð stjórnun er forvörnin gegn einelti á vinnustað Eftir Svövu Jónsdóttur, Ragn- heiði Guðfinnu Guðnadóttur og Ólaf Þór Ævarsson » Vönduð hegðun og gagnkvæm virðing í samskiptum eflir heilsu og líðan starfsfólks og bætir afkomu fyr- irtækja. Svava Jónsdótttir Höfundar eru sérfræðingar í sál- félagslegri vinnuvernd, forvörnum og streituvörnum. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir Ólafur Þór Ævarsson - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.