Morgunblaðið - 30.05.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á
sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan.
Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur
sínum náttúrulega lit.
GERUM SÓLPALLINN
EINS OG NÝJAN
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Fögnum fjölbreytileika var yfirskrift
Fjölmenningardags í Reykjavík sem haldinn var
í Hörpu sl. laugardag. Þar var meðal annars efnt
til fjölþjóðlegs markaðar þar sem kynnt var
handverk, hönnun, matur og menning frá yfir 60
sýnendum. Fjölbreytt skemmtiatriði voru í öðr-
um sal og var líflegt í Hörpu. Fjölmenningardag-
urinn hófst með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju
þar sem fólk frá mörgum löndum tók þátt.
Fjölbreytileikanum fagnað í Hörpu
mbl.is/Freyja Gylfa
Fjölmenningardagur haldinn í Reykjavík
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
„Við fylgjumst með hvað Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin er að gera sem
og Alþjóðaólympíunefndin og fram-
kvæmdanefnd leikanna,“ segir
Líney Rut Halldórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri ÍSÍ, spurð um við-
brögð ÍSÍ við opnu bréf sem 150
læknar, vísindamenn og fræðimenn
um heim allan sendu frá sér um
helgina. Hópurinn krefst þess að
Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro í
ágúst verði aflýst vegna hættunnar
sem stafar af zika-veirunni. Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur
hins vegar gert lítið úr áhyggjum af
hættunni sem stafar af zika-veirunni
og tekur ekki undir áskorun hópsins.
Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að
engin ástæða sé til þess að fresta
leikunum. Bruce Aylward, yfirmað-
ur hjá WHO, segir að þegar hafi ver-
ið gert áhættumat. Stofnunin gæti
hins vegar vissulega staðið sig betur
við að útskýra málið fyrir almenn-
ingi.
Undirbúningur íslenska hópsins
fyrir Ólympíuleikana stendur nú
sem hæst og segir Líney að skipu-
leggjendur og fararstjórar hópsins
muni fylgjast grannt með gangi mála
fram að leikunum. Hún telur þó ólík-
legt að íslensku keppendurnir muni
hætta við þátttöku á leikunum. „Við
munum funda með ólympíuförunum
og uppfræða þá, en endanleg ákvörð-
un liggur hjá þeim. Við munum ekki
neyða neinn til að fara á leikana.“
Landlæknir sammála WHO
Embætti landlæknis gaf nýverið
út leiðbeiningar um smitvarnir
vegna Ólympíuleikanna, sem byggj-
ast á áhættumati Sóttvarnastofn-
unar Evrópusambandsins. Í leið-
beiningunum er ferðamönnum
ráðlagt að gæta að grundvall-
arsmitgát. Mesta hættan stafi af
iðrasýkingum og því er mælt með að
verjast moskítóflugum og öðrum
skordýrum.
„Þetta bréf breytir ekki neinu hjá
okkur og við erum sammála stefnu
WHO í þessum málum. Við höfum
ekkert breytt leiðbeiningunum og
þær gilda,“ segir Guðrún Sigmunds-
dóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá
Embætti landlæknis.
Í bréfinu kemur meðal annars
fram að óttast sé að fólk beri veiruna
til síns heimalands og segir Guðrún
að Ísland sé í sérstöðu í þessum efn-
um þar sem hér séu ekki moskító-
flugur. „Við þurfum því ekki að hafa
áhyggjur af því að veiran verði land-
læg.“
Zika-veiran hefur nú greinst í
tæplega 60 löndum. Helstu einkenni
sýkingarinnar eru hiti, útbrot, táru-
bólga og vöðvaverkir. Læknar í
Brasilíu telja nú að zika-veiran sé
enn hættulegri en talið var í fyrstu.
Tengsl gætu verið á milli sjúkdóms-
ins og galla í taugakerfi og það gæti
haft áhrif á börn allt að fimmtungs
þungaðra kvenna. Bóluefni gegn
veirunni er enn ekki komið fram.
Ólympíufarar hlusta á WHO
Íslenski ólympíuhópurinn stefnir ótrauður til Ríó 150 vísinda- og fræði-
menn vilja að leikunum verði aflýst Embætti landlæknis sammála stefnu WHO
Líney Rut
Halldórsdóttir
Guðrún
Sigmundsdóttir
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Vegagerðin hefur útbúið áætlanir
um uppsetningu salerna við áning-
arstaði sína meðfram þjóðvegum
landsins. Þetta segir Hreinn Har-
aldsson vegamálastjóri í samtali við
mbl.is en að hans sögn er farið að
gæta mjög slæmrar umgengni á
mörgum áningarstaðanna.
„Fólk gerir þarfir sínar úti í
kanti eða í kringum þessa staði,“
segir Hreinn og bætir við að sums
staðar sé svo illa komið að líklega
þurfi að taka aðstöðuna niður.
„Landeigendur og aðrir segja að
þetta gangi ekki lengur, þessi sóða-
skapur.“ Varð þetta til þess að
Vegagerðin hóf að skoða hvort
hægt væri að bregðast við, þó ekki
væri nema bara til bráðabirgða.
„Við vorum að hugsa um salerni
líkt og notuð eru á útihátíðum og
öðru slíku á meðan verið væri að
koma upp varanlegri aðstöðu.“
Áætlanir Vegagerðarinnar gera
ráð fyrir uppsetningu salerna á um
50-60 áningarstöðum yfir tveggja
ára tímabil. Þá er gert ráð fyrir að
fyrri hluti framkvæmdanna, þ.e.
uppsetning um 25-30 salerna og
rekstur þeirra í eitt sumar, muni
kosta um 80 milljónir króna.
Áætlanirnar voru kynntar fyrir
Stjórnstöð ferðamála og fleiri að-
ilum í ferðaþjónustu fyrr í mán-
uðinum.
„Ekkert framhald hefur þó orðið
á því og við höfum heldur ekki
skyldur né heimildir til að reka sal-
ernisaðstöðu. Vegagerðin á ekkert
að sjá um salernismál þjóðarinnar,
og ekki ferðamanna heldur,“ segir
Hreinn og bætir við að Vegagerðin
hafi heldur ekki fjármagn til að-
gerðanna.
„Við notum það frekar til að fylla
í holur á vegunum. Við lýstum þó
vilja okkar til að koma að fram-
kvæmdinni ef menn teldu að gagn
væri að því. Við eigum þessar áætl-
anir og getum dregið þær fram ef
einhver vill fara í þetta verkefni.“
Vilja setja upp 60 salerni
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Á ferð Sumir landeigendur vilja að
áningarstaðir verði lagðir niður.
Vegagerðin bregst
við slæmri umgengni
á áningarstöðum
Tæplega fjórar
vikur eru nú til
forsetakosninga
og hefur utan-
kjörfundar-
atkvæðagreiðsla
nú staðið yfir í
fjórar vikur. Að
sögn lögfræðings
hjá sýslumann-
inum í Reykjavík
er aðsóknin á skrifstofu sýslumanns
farin að aukast, en þar stendur utan-
kjörfundaratkvæðagreiðslan fram
til 9. júní. 27 greiddu þar atkvæði á
laugardag og fleiri í gær. Að sögn
lögfræðings hjá sýslumanni má bú-
ast við að þeim fjölgi jafnt og þétt
sem greiða atkvæði utan kjörfundar
á næstu vikum.
Ekki verður kosið í Laugardals-
höll líkt og tíðkast hefur, en utan-
kjörfundaratkvæðagreiðsla verður í
Perlunni frá 9. júní. Á kjördaginn
sjálfan, 25. júní, verður heldur ekki
kosið í Laugardalshöll, þar sem út-
skrift frá Háskóla Íslands fer þar
fram sama dag. Þess í stað verða
kjörstaðir í nálægum skólum.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á
hjúkrunarheimilum verður dagana
6.-15. júní, á sjúkrahúsum 23. og 24.
júní í umdæmi sýslumannsins á höf-
uðborgarsvæðinu. Nánari upplýs-
ingar um dagsetningar og staðsetn-
ingar má nálgast á heimasíðu
sýslumannsins á höfuðborgarsvæð-
inu. erla@mbl.is
Nær 1.000
hafa kosið
forseta
Perlan í Öskjuhlíð.
Margir velja að
kjósa utan kjörfundar
Formannskjör Sam-
fylkingarinnar hafið
Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýj-
an formann Samfylkingarinnar
hófst á laugardag. „Kosningin er að
langmestu leyti rafræn en þeir sem
treysta sér ekki til að kjósa rafrænt
geta haft samband við okkur og
fengið pappírsseðil eða komið á
skrifstofu Samfylkingarinnar og
fengið aðstoð við að kjósa,“ segir
Kristján Guy Burgess, fram-
kvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Alls eru um 17.000 manns á kjör-
skrá og í gærkvöldi höfðu 865
manns greitt atkvæði. „Það er erf-
itt að spá hversu margir taka þátt,
en þetta hefur farið ágætlega af
stað,“ segir Kristján. Kosningunni
lýkur á hádegi á föstudag, 3. júní,
og verða úrslitin kynnt seinna um
kvöldið á aukalandsfundi flokksins.