Morgunblaðið - 30.05.2016, Síða 6

Morgunblaðið - 30.05.2016, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sú áhersla sem lögð hefur verið á hækkun lægstu launa við gerð kjarasamninga er ein helsta skýr- ingin á því að á Íslandi munar ekki miklu á lægstu launatöxtum á almenna markaðinum og lægstu töxtum sem háskólafólk fær greitt samkvæmt. „Það var sam- félagsleg nauðsyn að lægstu taxt- ar yrðu hærri og allir sammála um það. Því kynntist ég vel sem framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins í sjö ár,“ segir Vil- hjálmur Egilsson, rektor Háskól- ans á Bifröst. Vilhjálmur telur fjarri að of margir séu í háskólanámi í ákveðnum greinum sé mið tekið af þörfum samfélagsins. Hann segist því ekki sammála Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni BHM, sem sagði í Morgunblaðinu á dögunum að fólk með háskóla- menntun gæti ekki eins og og áð- ur gengið að öruggri vinnu og góðum kjörum. Ekki væri þörf fyrir hundruð nýrra lögfræðinga árlega. Margir nýir möguleikar „Þegar sagt er að ekki þurfi svo og svo marga lögfræðinga er rétt að minna á að samfélag með æ fleiri og flóknari lögum og reglum skapar þörf á fólki með lagamenntun. Þegar ég hóf há- skólanám fyrir bráðum fimmtíu árum var líka talað um of marga lögfræðinga, viðskiptafræðinga og svo framvegis. Sjónarmiðin í þessari umræðu eru því kunn- ugleg.“ Alls munu 136 nemendur útskrifast frá Bifröst í næsta mán- uði; þar af 57 úr undirbúnings- deildinni Háskólagátt og símennt- un, 44 af viðskiptasviði, 13 af félagsvísindasviði og tólf úr laga- deild. „Nemendur frá Bifröst njóta þess ábyggilega að í kennsl- unni hér er reynt að efla með nemendum samskipta- og aðlög- unarfærni og getu meðal fólks til að geta tekið frumkvæði í starfi og unnið sjálfstætt,“ útskýrir Vil- hjálmur. „En þótt fólk fái kannski ekki í fyrstu lotu störf nákvæm- lega í samræmi við menntun sína getur slíkt leitt ýmislegt áhuga- vert af sér. Svo margir nýir möguleikar opnast með háskóla- námi. Oft nefni ég sem dæmi að fyrir 35 árum þótti tóm vitleysa hve margir ungir menn frá Ís- landi fóru í flugvirkjanám til Tulsa í Oklahoma í Bandaríkj- unum. Að alþjóðlegur flugrekstur hafi orðið stór atvinnugrein á Ís- landi getur þó að einhverju leyti skýrst af því hve margir hér á landi hafa flugvirkjamenntun. Þá vil ég minna á að ég sjálfur þurfti fyrst að veifa doktorsgáðunni minni þegar ég sótti um að verða rektor hér á Bifröst.“ Þurfa þekkingu á rekstri Útfærslurnar á viðskiptafræði- námi á Bifröst eru nokkrar og má þar meðal annars nefna nám þar sem þjónustugreinar eru í brenni- depli. „Við viljum ná til fólks í iðn- greinum sem vantar þekkingu á rekstri. Í því skyni reyndum við t.d. matvælabraut, þar sem m.a. matreiðslumönnum, bökurum, þjónum og slíkum átti að bjóðast rekstrarnám. Og langar ekki alla kokka til að stofna eigin veit- ingastað? Þessi tilraun gekk þó ekki upp, því nemendur skorti gjarnan undirstöðu í kjarnagrein- um, eins og ensku og stærðfræði, sem þeir höfðu ekki tök á að ljúka,“ segir Vilhjálmur. Í þessu sambandi getur hann þess að nú sé á vegum menntamálaráðu- neytis unnið að þróun fagháskóla- náms þannig að háskólar geti haft í boði starfstengdar námsbrautir í takt við þarfir atvinnulífsins. Fagháskólar geti þá brúað bil á milli framhalds- og háskóla- stiga.Á slíku sé nauðsyn. „Faghagskóli myndi passa við starfsemina hér á Bifröst. Fjar- nám og námslotur hér hafa skap- að mörgum tækifæri til náms hvar svo sem þeir búa; fólki sem ella hefði setið hjá,“ segir Vil- hjálmur sem getur undirbúnings samstarfs milli Bifrastar og Land- búnaðarháskóla Íslands í bú- rekstrarfræðinámi sem ætlað yrði verðandi bændum. Vilhjálmur Egilsson er rektor Háskólans á Bifröst Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skólamaður „Við viljum ná til fólks í iðngreinum sem vantar þekkingu á rekstri,“ segir Vilhjálmur í viðtalinu. Starfstengdur faghá- skóli myndi brúa bil  Vilhjálmur Egilsson er fædd- ur árið 1952. Hagfræðingur að mennt, með doktorsgráðu frá University of Southern Cali- fornia í Los Angeles. Hann var lengi framkvæmdastjóri Versl- unarráðs Íslands og seinna SA. Sat á Alþingi frá 1991 til 2003.  Það var árið 2013 sem Vil- hjálmur, sem er kvæntur Ragn- hildi Pálu Ófeigsdóttur, tók við starfi rektors á Bifröst. Hver er hann? Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tillaga um orkutengda þjónustu sem verið er að ræða í fundalotu 50 ríkja í TiSA-viðræðunum svonefndu grefur undan aðgerðum sem ákveðnar voru á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember, að mati verkalýðssamtaka og umhverfis- verndarsamtaka. Íslendingar eiga aðild að viðræðunum. Markmið viðræðna um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum (TiSA) er að auðvelda milliríkjaviðskipti með þjónustu og auka gegnsæi. Mikil áhersla er lögð á að ljúka viðræð- unum í heild á þessu ári en á vef utanríkisráðu- neytisins kemur fram að óvíst er að það takist. Við- ræðulotunni sem nú stendur yfir í Genf lýkur 3. júní. Boðað hefur verið til ráðherrafundar TiSA-landanna í tengslum við ráðherrafund OECD í París 1. júní. Fram kemur í tilkynn- ingu Alþjóðasambands starfsfólks í almannaþjónustu (PSI) að mótmælt verði við fundarstað í Genf í dag og á ráðherrafundinum í París á miðviku- dag. Almenningur fylgist með „Það er mikilvægt að fjölmiðlar og almenningur fylgist með þessum við- ræðum vegna þess að verið er að taka örlagaríkar ákvarðanir á bak við lokuð tjöld. Ég tek undir varnaðarorð verkalýðshreyfingar- innar sem hvetja til þess að sam- félagið sé á varðbergi,“ segir Ög- mundur Jónasson, alþingismaður VG, sem varað hefur við afleiðingum viðræðnanna og ekki síst leyndinni sem um þær ríkir. Í tilkynningu PSI kemur fram að verið sé að ræða tillögur í viðauka um orkumál sem í raun hafi verið hafnað í fyrri viðræðum. Þær grafi undan ákvörðunum loftslagsráð- stefnu SÞ í desember og viðræðum í Bonn fyrr í þessum mánuði. Það er rökstutt með því að benda á að tillög- urnar stangist á við hvata sem víða hafa verið notaðir til að auka hlut endurnýjanlegrar orku og séu líkleg- ar til að auka nýtingu jarðefnaelds- neytis að nýju með tilheyrandi áhrif- um á umhverfið. Gegn aðgerðum í loftslagsmálum  Samtök vara við afleiðingum TiSA-samninga  Mótmæli í París og Genf Ögmundur Jónasson Útlit er fyrir að hiti nái 20 stigum í flestum landshlutum seinni hluta vikunnar. Þá má búast við ljómandi fínu veðri alla vikuna að sögn Birtu Lífar Kristinsdóttur, veðurfræð- ings á Veðurstofu Íslands. Á morgun verður suðaustlæg átt, 5-13 m/s, skýjað með köflum og dá- lítil væta vestast, en hægari vindur austantil og bjartviðri norðaust- anlands. Hiti verður á bilinu 10 til 16 stig. Veður fer hlýnandi alla vik- una og eftir miðvikudag má búast við því að léttskýjað verði fram yfir helgi. Sjómannadagshelgin lítur glimrandi vel út, en þá mun hiti fara upp í 20 stig í flestum lands- hlutum og vindur verður hægur. Útlit fyrir 20 stiga hita í flestum lands- hlutum í vikunni Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Búast má við að göngur á stórlaxi verði allgóðar á komandi veiðisumri. Meiri óvissa er um hvernig smálaxa- göngurnar verða. Veiðimenn geta alla vega ekki gengið út frá því sem vísu að fá annað eins veiðisumar á smálaxi og í fyrra. Bráðabirgðatölur Guðna Guð- bergssonar hjá Veiðimálastofnun um laxveiðina á síðasta ári eru birtar í fréttabréfi Landssambands veiði- félaga. Fiskigengd í árnar og veiði var með því mesta sem þekkist. Veiðin byggðist að mestu á laxi sem dvalið hefur eitt ár í sjó, svoköll- uðum smálaxi. Guðni bendir á að þar sem tengsl eru á milli göngu á laxi eftir eitt ár í sjó og tveggja ára árið eftir megi bú- ast við að göngur stórlaxa verði all- góðar á komandi veiðisumri. Einnig eru merki um að hlutdeild stórlaxa af hverjum gönguseiðaárgangi sé að vaxa á ný eftir langvarandi lægð. Óvissa er um hvernig göngur laxa með eins árs sjávardvöl verða, en bent er á að kalt var vorið og sum- arið 2015 og gengu laxaseiði almennt fremur seint til sjávar. Seiðaárgang- arnir voru þó víða um og yfir meðal- tali að stærð. Lax og urriði yfirtaka búsvæði Veiði á bleikju hefur minnkað í öll- um landshlutum frá því um aldamót og eru bleikjustofnar víða orðnir smáir. Fram kemur í fréttabréfinu að sú þróun hafi verið tengd við hlýnun ferskvatns og sjávar. Á sama tíma hefur útbreiðsla og veiði sjó- birtings aukist, einkum á Norður- og Austurlandi. Að hluta til hefur lax og sjóbirtingur verið að yfirtaka bú- svæði bleikjunnar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir á Veiðimála- stofnun veiddust í fyrrasumar 74.300 laxar á stöng. Stangveiðin þetta ár var með því mesta sem skráð hefur verið í íslenskum ám og í sama hópi og árin 2009 og 2010. Mesta stangveiðin var hins vegar 2008 þegar rúmlega 84 þúsund laxar veiddust. Stangveiði í þeim ám sem byggj- ast á villtum löxum var alls 60.600 laxar. Nærri helmingi þeirra var sleppt aftur og hluti þeirra er tví- eða þrítalinn í veiðitölum. Í ám sem byggja á endurheimtum slepptra gönguseiða, svo sem Ytri-Rangá, veiddust 13.700 laxar. Búast við góðum stórlaxagöngum  Bleikjustofnar víða orðnir smáir Morgunblaðið/Einar Falur Landað Miðfjarðará sló öll met sl. sumar. Þar veiddust 6.000 laxar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.