Morgunblaðið - 30.05.2016, Page 10

Morgunblaðið - 30.05.2016, Page 10
SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ný dönsk rannsókn sýnir að 22% barna í 9. bekk þar í landi skaða sjálf sig, t.d. með því að skera sig eða brenna húðina. Ekki eru til sambæri- legar tölur fyrir Ísland og engar rannsóknir af þessum toga hafa verið gerðar hér, en ekki er ólíklegt að hlutfallið sé áþekkt hér á landi, að mati Ágústu Ingibjargar Arnar- dóttur sálfræðings sem segir að þessi hegðun sé leið sumra unglinga til að bregðast við miklum tilfinninga- vanda. Flest ungmenni sem sýna slíka sjálfsskaðandi hegðun eru stúlk- ur og dæmi eru um að af þessu hafi hlotist talsverður líkamlegur skaði. Samkvæmt upplýsingum frá Barnaverndarstofu er sjálfsskaði í sumum tilvikum hluti af vanda þeirra barna sem sinnt er í meðferðar- úrræðum á vegum stofunnar, en ekki hefur verið talið sérstaklega hvert umfangið er. Í flokkunarkerfi barna- verndarnefnda, þ.e. þar sem tilgreint er hverjar ástæður tilkynninga til barnaverndarnefnda eru, er ekki sér- stakur flokkur fyrir sjálfsskaða. Strákar kýla, stelpur skera sig Danska rannsóknin var gerð af barnaverndarráði landsins og eru niðurstöður hennar birtar á vefsíðu ráðsins. Hún var gerð meðal 1.400 nemenda í 9. bekk og meðal þess sem kom í ljós var að ungmenni sem komu frá brotnum heimilum og bjuggu við bágan efnahag voru líklegri til að skaða sig, 42% þeirra sem höfðu verið lögð í einelti á netinu sýndu sjálfs- skaðandi hegðun og þau sem sköðuðu sig voru með lægra sjálfsmat en jafn- aldrar þeirra. Sextíu og átta prósent þeirra sem sköðuðu sig voru stúlkur en þeir drengir, sem skaða sjálfa sig, gera það oftar en stúlkurnar. Ágústa segir að þessar niðurstöður gætu vel átt við hér á landi. „Þetta birtist oftar þannig hjá strákunum að þeir kýla í eitthvað. Stelpurnar skera sig,“ segir Ágústa. Hún segir að um helmingur þeirra ungmenna sem eru í skjólstæðinga- hópi hennar leiti til hennar vegna þessa vanda. Það segi þó ekki alla söguna um umfangið, því nokkuð sé um að ungmennum sé vísað sér- staklega til hennar vegna þessa en hún er einn þeirra sálfræðinga hér á landi sem hafa sérhæft sig í meðferð við sjálfsskaðandi hegðun. Mikill tilfinningavandi að baki Ágústa segir að fólk grípi ekki til sjálfsskaða án þess að eiga í miklum tilfinningavanda. „Flestir sem gera þetta eru að leita að leið til þess að stjórna tilfinningum sínum. Þau eru að umbreyta andlega sársaukanum í líkamlegan, það verður tiltekið adrenalínflæði við sársaukann, þau verða dofin og á vissan hátt léttir það á andlegu vanlíðaninni.“ Hún segir ástæðurnar vera ýmsar; stundum sé viðkomandi fæddur til- finningalega viðkvæmur og stundum sé um að ræða samspil erfða og um- hverfis. Mörg ungmennanna hafi orð- ið fyrir áföllum eða verið beitt ofbeldi, m.a. kynferðisofbeldi, og flest eigi sögu um einelti, í sumum tilvikum mjög alvarlegt. „Ástæðan er stundum neteinelti, reyndar sjáum við allar tegundir af einelti. Þau líða andlegan sársauka, sem þau eiga erfitt með að orða. Þeim finnst þetta yfirþyrmandi og búa einfaldlega ekki yfir færni til að fást við þetta á annan hátt. Þetta er örþrifaráð hjá einstaklingum sem vita ekki hvernig þeir eiga að bregð- ast við mikilli vanlíðan.“ Þurfa oft að leita læknis Að sögn Ágústu er unnið með vandann með bæði hóp- og ein- staklingsmeðferð, svokallaðri díalekt- ískri atferlismeðferð, þar sem þjálfuð er upp færni til að fást við líðanina. Hún segir að algengasta birtingar- mynd sjálfskaðahegðunar sé að skera sig, en einnig sé nokkuð algengt að ungmenni í þessum sporum brenni sig. Margir skera sig það djúpt að það þarf að sauma sárið og dæmi eru um að sumir þurfi oft að leita læknis vegna þessa. Ágústa segir að yngstu börnin sem leiti til hennar vegna sjálfsskaðandi hegðunar séu 12 ára og að algengt sé að dragi úr þessu upp úr 25–30 ára aldri. Spurð hvort sjálfsskaðandi hegðun barna og ungmenna sé tekin nógu al- varlega segist hún telja svo. „Það hef- ur verið talsverð umræða um þetta, þannig að fólk áttar sig oftast fljótt á því hvað þetta er. En það hefur auð- vitað áhrif að staðan í geðheilbrigðis- málum barna og ungmenna er eins og hún er; það er yfirfullt og langir bið- listar hjá öllum barna- og unglinga- sálfræðingum og -geðlæknum og við bætist að þessi þjónusta er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum þannig að foreldrar þurfa að greiða þetta sjálfir. Margir hafa því ekki efni á að sækja aðstoð fyrir börnin sín fyrr en of seint í ferlinu. Þetta er vandi sem vefur upp á sig og vex ef ekkert er að gert.“ Meiða sig til að deyfa tilfinningar  Börn allt niður í 12 ára skera sig og brenna  Mörg hafa verið lögð í einelti eða sætt ofbeldi  Engar rannsóknir gerðar hér á landi, en talið er að um 20% unglinga sýni sjálfsskaðandi hegðun Morgunblaðið/Styrmir Kári Sálfræðingur Ágústa Ingibjörg er ein þeirra sálfræðinga hér á landi sem hafa sérhæft sig í meðferð við sjálfsskaðandi hegðun barna og unglinga. Getty Images/iStockphoto Sjálfsskaði Engar íslenskar rannsóknir eru til á umfangi þess að börn og ungmenni skaði sjálf sig. Ágústa Ingi- björg Arnardóttir telur að það gæti verið áþekkt og í Danmörku, en ný dönsk rannsókn sýnir að það er rúm 20%. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016 Frábær húðhreinsilína frá ENJO Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga Vertu upplýstur! blattafram.is FELST AÐGERÐALEYSI ÞITT Í AÐ SAMÞYKKJA KYNFERÐISOFBELDI? Tara Ösp Tjörvadóttir skar sig um nokkurra ára skeið þegar hún var unglingur. Hún segir það hafa verið leið til að fást við mikla vanlíðan sem fylgdi þunglyndi hennar. Lítil sem engin umræða hafi verið um sjálfs- skaðandi hegðun á þessum tíma og hún segir skipta miklu máli að ræða um þetta á opinskáan hátt. „Ég var 15 ára þegar ég byrjaði að skaða sjálfa mig. Ég veit ekki hvað- an ég fékk hugmyndina. Ég var of- boðslega þunglynd, mér leið svo illa og ég var algerlega ráðalaus; ég vissi ekki hvernig ég gat losað allan þenn- an andlega sársauka. Með því að skera mig fannst mér eins og að ég væri að færa sársaukann til, andlegi sársaukinn varð ekki eins slæmur þegar ég skar mig. Þetta var eins og léttir, eins og hlé frá andlegu byrð- inni í smástund,“ segir Tara Ösp. „Það er erfitt að útskýra þetta og örugglega erfitt fyrir marga að skilja þetta, en þegar maður er svona þunglyndur langar mann til að hætta að vera til, en samt ekki deyja. Mér fannst, að með því að skaða sjálfa mig, væri ég nær þessu ástandi.“ Takmörkuð sálfræðiþjónusta Tara Ösp var búsett á Austur- landi og segir að þar hafi verið tak- mörkuð sálfræðiþjónusta á þessum tíma, en rúm tíu ár eru síðan þetta var. Að hennar sögn fór hún stopult til sálfræðings á þessum tíma og það var ekki fyrr en hún var um 19 ára aldur að hún gat farið að takast á við rót vandans. „Þegar ég varð eldri og þroskaðri, þá sá ég að til voru aðrar leiðir til að fást við and- legu vanlíðanina en að skaða sjálfa mig. Ég fann að ég varð að taka ábyrgð á eigin líðan, síðan þá hefur bataferlið verið blanda af hugrænni atferlismeðferð og þunglyndis- lyfjum.“ Lítil sem engin umræða Tara Ösp er ein af aðstandendum hreyfingarinnar Geðsjúk: Ég er ekki tabú sem stofnuð var í fyrra. Mark- miðið er að vekja athygli á þeim for- dómum sem gjarnan mæta geð- sjúkum og um nýliðna helgi hélt hún erindi á TedxReykjavík ráðstefn- unni þar sem hún ræddi geðsjúk- dóma og sagði frá eigin reynslu. Hún segir að þegar hún byrjaði að skaða sjálfa sig á unglingsaldri hafi umræða um sjálfsskaðandi hegðun barna og unglinga verið lítil sem engin. „Mér leið eins og ég væri ein, að það væri enginn sem gæti hjálpað mér og þetta var örvæntingarráð sem ég greip til. Fyrst fékk ég svo- litla athygli út á þetta, en síðan fór ég að skammast mín og faldi þessa hegðun.“ Að mati Töru Aspar er umræðan talsvert opnari nú en þá var. Þó séu enn talsverðir fordómar gagnvart sjálfsskaðandi hegðun, eins og ýmissi annarri hegðun sem fylgir andlegum veikindum. „Opin um- ræða og stuðningur er algert lykil- atriði,“ segir hún. „Þetta var eins og léttir“  Tara Ösp skar sig til að fást við vanlíðan og þunglyndi Sjálfsskaði Tara Ösp Tjörvadóttir skar sig vegna mikillar vanlíðunar. – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.