Morgunblaðið - 30.05.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.05.2016, Qupperneq 13
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is franskur, íslenskur, enskur eða heilsu Brunch alla daga frá 9-14 Morgunblaðið/RAX Lífsbjörg Sólmundur og Sjöfn hjá fornbílnum Volvo Amazon sem bjargaði lífi Sólmundar í viðureign við Rússa. Veturinn er alltaf að batna, það komu sjö hundruð manns til okkar núna í mars, sem er hundrað fleiri en við fengum í júní síðasta sumar. Það fjölgar í hverjum einasta mán- uði á þessu ári frá því á sama tíma í fyrra.“ Slengdi henni aftur á bak Þau segja mestu söluna vera í styttri ferðirnar, þá sé riðið um valdar leiðir á láglendinu í nágrenn- inu. „Reiðtúr inn í Reykjadal er mjög vinsæll, þá fer fólk og baðar sig í heita læknum. Við erum líka með fjöruferðir í Þorlákshöfn og svo eru tvær lengri ferðir yfir sumarið.“ Fólkið sem kemur til þeirra er á öllum aldri og af báðum kynjum, yngstu börnin eru um tveggja ára og sá elsti sem hefur farið í reiðtúr hjá þeim var á tíræðisaldri, 92 ára þýsk- ur karlmaður. Og auðvitað getur alltaf eitthvað komið upp á, hestar eru jú lifandi skepnur og því er ævinlega einhver áhætta sem fylgir því að fara á bak. „Við fengum til okkar hjón þar sem konan var 84 ára og karlinn 86. Ég fór með þau í klukkutíma ferð en þau duttu bæði af baki. Við vorum á feti þegar fugl flaug upp og hross- unum brá, fyrst datt konan og þá hrökk hestur karlsins við svo að hann datt líka. Konan var hörð að halda áfram svo ég lyfti undir rass- inn á henni og slengdi henni á bak, en karlinn neitaði að fara lengra, svo að Sjöfn kom og sótti hann. Ég klár- aði túrinn með kellu og þau drukku kaffi með okkur eftir það og borguðu með bros á vör.“ Vissi ekki fyrr til en hún var komin á hnén og vildi velta sér Sólmundur er óstöðvandi þegar hann fer að rifja upp skemmtilegar uppákomur. „Eitt sinn kom heldur þung norsk kona með hópi hingað og það var nokkurt bras að koma henni á bak í upphafi ferðar. Ég teymdi und- ir konunni því hún var óvön, en í myndastoppi undir Ingólfsfjalli gleymdi ég mér og leit af merinni sem hún var á og vissi ekki fyrr til en hún var komin niður á hnén og gerði sig líklega til að fara að velta sér með konuna á baki. Ég kippti eld- snöggt í tauminn til að varna því en þá rann kella aftur af henni. Allt fór vel og hún kláraði túrinn,“ segir Sól- mundur og bætir við að oft sé það ánægðasta fólkið sem lendi í slíkum óvæntum uppákomum. „Það er fólkið sem þykist vera með allt á hreinu sem finnst aldrei neitt nógu gott. Eitt sinn kom rúss- nesk fjölskylda til okkar, forríkt lið og svolítið skuggalegt. Það var skelfilegt, þau voru með eilíft vesen, sérþarfir og kröfur. Við skiptum hópnum upp eftir getu og ég fór með tvær kellur og krakka í stuttan reið- túr. En það kom púðluhundur hér frá nágranna mínum og glefsaði í hæklana á hrossinu sem krakkinn sat og fældist við. Ég var svo ljón- heppinn að krakkinn datt strax af baki, áður en hesturinn fór á ferð, en konurnar görguðu og hótuðu lög- reglu. Þær voru öskuvondar og ég kom þeim með herkjum aftur heim. Ég átti von á að karlarnir settu byssu við hnakkann á mér, en gæfa mín fólst í því að þeir ráku augun í bílskúrsgluggann hjá mér og sáu fornbílinn minn, Volvo Amazon, og urðu uppfullir af áhuga. Þarna bjargaði ég lífi mínu með því að rífa bílinn úr skúrnum og lofa Rússunum að fara á honum í prufutúr. Ef Sjöfn hefði verið heima hefðu þeir fengið að fara á hana líka,“ segir Sólmund- ur og Sjöfn hlær að bónda sínum, hún er greinilega öllu vön þegar kemur að skopskyni hans. Borða kjötsúpu með gestum Sólmundur verður sextugur næstkomandi fimmtudag og ætlar að halda veislu af því tilefni. „Ég ætla að bjóða gestum mín- um upp á lambalæri beint frá mínu eigin býli, en við Sjöfn erum með tuttugu kindur hér sem bera, það er mikil frjósemi og nokkrar þrílembd- ar,“ segir Sólmundur, sem lætur farga sínu fé í Sláturfélagi Suður- lands á Selfossi en tekur kjötið allt heim. „Ég get ómögulega slátrað þessu sjálfur, það væri ekki hægt að vera með blóðvöll hér innan um ferðamennina,“ segir hann og hlær. Þau nýta kjötið meðal annars í mat sem þau bjóða fólki upp á sem kemur til þeirra í hestaferðir. „Fólk kann því vel að koma inn til okkar og borða með okkur ís- lenska kjötsúpu, það er heimilis- legt.“ Reiðtúr í Reykjadal Vinsælt er að ríða þangað og baða sig í heita læknum. Heimasíða: www.solhestar.is Sæt Þau eru litrík lömbin hjá Sólmundi og Sjöfn og ekkert þeirra er alhvítt. Ljósmynd/Sólhestar DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.