Morgunblaðið - 30.05.2016, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.05.2016, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016 Arctic Trucks Kletthálsi 3 110 Reykjavík sími 540 4900 info@arctictrucks.is www.arctictrucks.isEXPLORE WITHOUT LIMITS ® Vandaðar plasthlífar á flestar gerðir bifreiða. Hlífa bílnum gegn grjótkasti og varna lakkskemmdum. • Húddhlífar • Gluggavindhlífar • Ljósahlífar PLASTHLÍFAR FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á fimmtudag úrskurðaði kviðdómur í Kaliforníu að Google hefði ekki framið höfundarréttarbrot með því að nota forritaskil (e. API) Java for- ritunarmálsins. Það var Oracle sem höfðaði málið gegn Google og krafð- ist níu milljarða Bandaríkjadala í bætur. Java var þróað af Sun Microsystems en Oracle eignaðist fyrirtækið og einkaleyfi þess árið 2011 og hóf málareksturinn strax í kjölfarið. Meira var í húfi en níu milljarðar dala og má líta svo á að niðurstaða fimmtudagsins hafi verið góðar fréttir fyrir forritara um allan heim, en til að skilja hvernig á því stendur þurfa lesendur fyrst að vita hvað forritaskil eru: Tæki fyrir forritasmíði Forritaskil, eða API (Application Programming Interfaces), eru litlir forritsbútar sem gera ákveðnar al- gengar aðgerðir. Forritarar nýta þessa búta þegar þeir skrifa forritin sín og léttir það þeim vinnuna tölu- vert. Blaðamaður tækniritsins Tech2 lýsir hlutverki forritaskila ágætlega með dæmi af forritara sem vill gera ritvinnsluforrit í lík- ingu við Word. Án forritaskila myndi hann þurfa að skrifa kóðann sem vinnur úr upplýsingunum sem berast tölvunni þegar notandinn ýt- ir á takka á lyklaborðinu og skrifa kóðann sem stýrir því hvernig staf- irnir birtast á skjánum og þannig mætti lengi telja. Er leitun að því forriti sem ekki nýtir forritaskil. Saga málsins nær allt aftur til ársins 2005 þegar Google ákvað að nota forritaskil úr Java í Android stýrikerfinu. Gerði Google sam- komulag við Sun þess efnis árið 2005, án þess þó að gera leyfissamn- ing. Árið 2006 hafnaði Google tilboði Sun um að borga samtals allt að 45 milljónir dala fyrir notkunarleyfi til þriggja ára. Eftir að Oracle eignast Sun hefst langdreginn málarekstur sem sner- ist að miklu leyti um torskilin tæknileg atriði. Deiluefnið var þó, í stuttu máli, hvort Google hefði mögulega brotið á höfundarrétti eða einkaleyfi Oracle. Google hafði bet- ur árið 2012, þegar dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að forritaskil hefðu of almenna virkni til að geta notið höfundarverndar. Áfrýjunar- dómstóll sneri þeim úrskurði við ár- ið 2014 og í framhaldinu hófst málið sem úrskurðað var um í liðinni viku. Þar var niðurstaðan sú að notkun Google á Java-forritaskilum félli undir „sanngjarna notkun“ (e. fair use). Sanngjörn notkun er hugtak í bandarískum hugverkarétti sem heimilar t.d. að vísa í höfundarvarið efni í umfjöllunar- eða kennslu- skyni, eða nýta glefsur úr verkum annarra í stærra heildarverki sem er frumlegt og frábrugðið þeim bút sem fenginn er að láni. Málinu er mögulega ekki enn lok- ið því Oracle hótar að áfrýja nið- urstöðunni. Að sögn Bloomberg er þó mat lögspekinga að erfitt verði fyrir Oracle að fá dóminum hnekkt. Því ættu forritarar að geta andað léttar að svo stöddu, enda hefði nið- urstaða Oracle í hag þýtt að höf- undar forritaskila gætu farið í mál við jafnt stór og smá hugbúnaðar- fyrirtæki og krafið þau um háar fjárhæðir. Langt Java-drama á enda  Google slapp við að greiða Oracle níu milljarða dala bætur  Ef kviðdómur hefði komist að annarri niðurstöðu hefði það getað lamað forritunarheiminn AFP Undirstaða Gestur skoðar Android snjallúr. Niðurstaðan í máli Oracle gegn Google ætti að hafa víðtæk áhrif. Kínverska dag- blaðið South China Morning Post greindi frá því um helgina að í verksmiðju í Kunshan-héraði hefði raftækja- framleiðandinn Foxconn skipt út 60.000 starfs- mönnum fyrir róbóta. Foxconn er með höfuð- stöðvar sínar í Taípeí og framleiðir meðal annars iPhone-snjallsímann fyrir Apple. Er Foxconn með verksmiðjur víða í Kína og annars staðar í Asíu, sem og í Brasilíu, Evrópu og í Mexíkó. Verksmiðjan í Kunshan er ein af tólf verksmiðjum Foxconn í Kína en í fjölmennustu verk- smiðjum fyrirtækisins þar í landi starfa hundruð þúsunda manna. MarketWatch hefur eftir stjórn- endum Foxconn að með aukinni sjálfvirkni megi nýta starfsmenn til að sinna meira virðisaukandi störf- um í framleiðsluferlinu, s.s. á sviði rannsókna, þróunar og gæðaeftir- lits. ai@mbl.is Terry Guo, stjórn- andi Foxconn. Róbótar leysa af 60.000 manns AFP Afköst Þjarkarnir eru til margs nýtilegir. Frá sýningu í Hannover. Bæði S&P 500 og Dow Jones-vísitöl- urnar hækkuðu um meira en 2% í vikunni sem leið. Þá nam vikuhækk- un Nasdaq-vísitölunnar 3,4%. Var það síðast í febrúar sem vikuhækkun Nasdaq-vísitölunnar var meiri, að sögn Wall Street Journal. Við lokun markaða á föstudag stóð Dow Jones-vísitalan í 17.873,22 stig- um, S&P 500 í 2099,06 stigum og Nasdaq mældist 4933,50 stig. Hækkunina má meðal annars skýra með því að í vikunni keyptu fjárfestar til sín hlutabréf sem höfðu lækkað í verði fyrr á árinu vegna áhyggna markaðarins af hægari gangi í bandarísku efnahagslífi. Var markaðurinn nokkuð rólegur á föstudag en þá sýndu nýjar tölur að ekki hafði hægt eins mikið á hagvexti á fyrsta ársfjórðungi og áður var tal- ið. Einnig lét Janet Yellen seðla- bankastjóri hafa eftir sér á föstudag að það gæti verið rétt að hækka stýrivexti á allra næstu mánuðum ef hagkerfið og vinnumarkaður halda áfram að styrkjast. Hinum megin við hafið hækkaði Stoxx Europe 600 vísitalan um 3,4% yfir vikuna. Er það mesta vikuhækk- un vísitölunnar síðan um miðjan febrúar. ai@mbl.is AFP Uppsveifla Miðlari á NYSE. Vísitölurnar voru á fleygiferð í vikunni. Mesta vikuhækkun í marga mánuði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.