Morgunblaðið - 30.05.2016, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016
✝ Jón Karlssonvar fæddur í
Efstadal í Laug-
ardal 8. október
1929 en fluttist
1943 að Gýgjarhól-
skoti í Bisk-
upstungum með
foreldrum sínum,
Sigþrúði Guðna-
dóttur og Karli
Jónssyni. Hann lést
11. mars í ár.
Ragnhildur Magnúsdóttir fædd-
ist í Bryðjuholti í Hrunamanna-
hreppi 3. júní árið 1941 og ólst
þar upp. Foreldrar hennar
voru Magnús Eiríkur Sigurðs-
son frá Stekk í Hafnarfirði og
Sigríður Guðmundsdóttir frá
Dalbæ í Hrunamannahreppi.
Hún lést 14. maí sl. Þau giftu
sig 1959, bjuggu á móti Karli
og Sigþrúði í Gýgj-
arhólskoti fyrstu
árin en tóku smám
saman við öllu
búinu. Að Karli
látnum bjó Karl
sonur Jóns og
Ragnhildar á móti
þeim í nokkur ár
en árið 1989 tóku
Eiríkur Jónsson og
Arnheiður kona
hans við búi á móti
þeim. Börn Jóns og Ragnhildar
eru Karl, bóndi á Bjargi í
Hrunamannahreppi, Sigríður,
bóndi í Arnarholti í Bisk-
upstungum, Eiríkur, bóndi í
Gýgjarhólskoti og Grímur iðn-
aðartæknifræðingur.
Ragnhildur Magnúsdóttir
verður jarðsungin frá Skálholti
í dag, 30. maí 2016
Látin er Ragnhildur Magn-
úsdóttir í Gýgjarhólskoti,
Ranka í Kotinu. Fylgir hún
manni sínum Jóni Karlssyni
sem lést nýverið. Ég minnist
þeirra beggja með vináttu og
virðingu.
Leiðir okkar lágu saman
sumarið 1984. Undirritaður var
þá á leið í Bændaskólann á
Hvanneyri og var undanfari
námsins verknámsdvöl í Gýgj-
arhólskoti. Þar dvaldi ég í 3
mánuði hjá Rönku, Jóni og
Karli syni þeirra. Auk þess voru
á heimilinu Grímur og Eiríkur
Jónssynir. Deildum við Eiríkur
herbergi þennan tíma.
Í Kotinu var þá búið með um
40 mjólkurkýr, 350 fjár og
nokkra hesta. Mér var tekið af-
ar vel frá fyrstu stundu. Jón og
Ranka lögðu sig í líma við að
kynna mér búskapinn og allt
sem honum fylgdi. Þau höfðu
einnig mikinn áhuga á afrétt-
inum og sóttu oft þangað, og
naut ég þess með þeim. Þar
höfðu þau staðið að uppgræðslu
ásamt sveitungum sínum og
höfðu bæði mikla ástríðu fyrir
því verki. Í mikinn sjóð var að
sækja hjá Jóni þegar kom að
fróðleik um Kjöl; örnefni, sögur
úr smalamennsku og fleira.
Búskapinn stunduðu þau
hjón af elju og áhuga og ráku
fyrirmyndarbú. Á heimilinu
ríkti mikil vinnusemi. Öll verk
vel skipulögð og aldrei sama
skrefið tekið tvisvar. Ranka
mætti manni sínum í búskapn-
um á öllum sviðum. Þau voru af-
ar samrýmd og sammála um
alla hluti. Voru sjálfum sér nóg
um flest og mjög heimakær.
Sóttu frekar til fjalla en í kaup-
stað. Uppsveitin og afrétturinn
var þeirra ríki.
Fyrir tilstilli Rönku komst ég
í fjallaferð þetta haust. Leit
losnaði og var Ranka ekki sein
á sér að festa mér hana. Fórum
við þrír frá Kotinu, Karl, Eirík-
ur og ég. Þessi fyrsta fjallaferð
er ljóslifandi í minningunni.
Þær hafa orðið fleiri og þó
nokkrar með Jóni og Rönku. Í
fjallaferðum vildi Jón hafa
skemmtilegt. Þegar í kofa var
komið tók við söngur, gleði og
gamanmál og var Jón þar
fremstur í flokki. Ranka tók
einnig virkan þátt, en gekk þó
hægar um gleðinnar dyr, enda
algjör reglumanneskja.
Í dagsins amstri í Kotinu var
það meðal annars mitt hlut-
skipti að mjólka með Jóni. Þá
var gott tækifæri til að spjalla.
Var þá farið um víðan völl og
ekki komið að tómum kofunum
hjá honum. Gjarnan var hann
búinn að lesa eitthvað sem hann
vildi miðla, eða þá að spjallað
var um hvaðeina sem var á döf-
inni – eða ekki.
Hjálpsemi við nánustu ná-
granna var líka mikil. Ef vel
gekk í hirðingu hjá okkur var
gjarnan farið yfir að Gýgjarhóli
eða upp að Kjóastöðum með all-
ar vélar og mannskap. Aldrei
varð ég var við að ætlast væri
til einhvers í staðinn, gengið var
í verkin eins og hvern annan
sjálfsagðan hlut.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir góða við-
kynningu og vináttu. Nú skilur
leiðir okkar, en Ranka og Jón
eru sameinuð á ný. Mér er sem
ég sjái þau fyrir mér að und-
irbúa fjallaferð á nýja staðnum.
Ranka að reikna út kostinn og
telja kartöflurnar og Jón að
bera út í bílinn. Lagt af stað í
faðm fjalla. Hátíðin er sett.
Jón Magnús Jónsson.
Það varð stutt á milli þeirra,
hjónanna í Gýgjarhólskoti, rétt
rúmir tveir mánuðir. Þau fylgd-
ust að í lífi og dauða, samhent
og ástfangin síðast sem fyrst.
Ragnhildur gat gert orð Berg-
þóru í eftirlætisbók Jóns að sín-
um og sagt: Ung var ég gefin
Jóni og hef ég því heitið honum
að eitt skyldi ganga yfir okkur
bæði. Hún var líka aðeins sex-
tán ára þegar þau dönsuðu sam-
an fyrst á Álfaskeiðsskemmtun
austur í Hrepp og lét heillast af
honum þannig að ekki varð aft-
ur snúið. Hann var tólf árum
eldri, glæsilegt búmannsefni, og
eftir tveggja ára tilhugalíf flutti
hann hana frá æskuheimilinu
heim til sín að Gýgjarhólskoti
þar sem þau bjuggu eftir það.
Jón bætti rishæð við nýtt hús
foreldra sinna í Kotinu þar sem
Ranka bjó þeim listilega fallegt
og hlýlegt heimili.
Búið í Gýgjarhólskoti
blómstraði í höndum Jóns og
Rönku enda bæði einstakt
dugnaðarfólk, framsýn, skyn-
söm og vel hugsandi. Þegar þau
tóku við jörðinni var hún illa
farin af uppblæstri og landið
grýtt. En Jón leit á þetta sem
áskorun og lagði metnað sinn í
að stækka graslendið ár frá ári.
„Það var þessi knýjandi nauð-
syn að koma uppgræðslu af
stað, loka rofabörðum og græða
mela,“ sagði Jón í blaðaviðtali,
enda hefur jörðin gerbreyst. Ef
einhver efast um að hægt sé að
græða upp land án þess að friða
það fyrir sauðfé þá ætti sá að
fara í fylgd með kunnugum um
úthagann í Gýgjarhólskoti. Ei-
ríkur hefur haldið starfi föður
síns áfram og þar sem áður var
kargaþýft valllendi eru nú slétt
tún og mestur hluti þess lands
sem var áður örfoka er nú
algróinn. Óvíða á landinu er
glæsilegra að horfa heim að bæ,
svo myndarleg eru húsakynni
og allt snyrtilegt í kring. Þar á
Ranka stóran þátt því í hennar
höndum þreifst allur gróður,
hún ræktaði skrautjurtir, mat-
jurtir og birkilund í brekkunni
upp af bænum og uppskar ríku-
lega á öllum sviðum.
Búskapurinn var þeim Jóni
og Rönku meira en atvinna;
hann var lífsyndi. Sagt er að
einhver hafi sett ofan í við Jón
fyrir að byggja nýtt fjós fremur
en að stækka það gamla, en
hann svaraði: „Ég veit bara
ekkert skemmtilegra en að
byggja fjós.“ Þau voru líka
heimakær og fóru ekki til
Reykjavíkur nema gott tilefni
væri til. Hins vegar var það ein
helsta skemmtun Jóns að fara í
fjárleitir í afréttinum, hinum
glæsta fjallasal milli Langjökuls
og Hofsjökuls.
Ævinlega var gott að koma
að Gýgjarhólskoti. Ranka var
mikil matmóðir sem hafði gam-
an af að gefa fólki vel að borða,
en fyrst og fremst var hún
bókaormur sem einstaklega
gaman var að ræða við um bæk-
ur sem hún hafði lesið. Bæði
höfðu hjónin lifandi áhuga á
góðum bókum en Jóns bók-
menntir voru hinar sígildu ís-
lensku, Íslendingasögur og
Sturlunga. Þau voru líka list-
hneigð bæði, hún skar út í tré
dýr og fólk, sem prýða líka
heimili okkar, og Jón orti bráð-
skemmtilegar tækifærisvísur.
Það er sjónarsviptir að þessum
sveitarhöfðingjum og mikill
missir fyrir fjölskyldu og allt
umhverfið. Við sendum börnum
þeirra og fjölskyldum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Gunnar Karlsson og Silja
Aðalsteinsdóttir.
Jón Karlsson og
Ragnhildur
Magnúsdóttir ✝ Svava Þor-björg Óladóttir
fæddist í Reykjavík
16. janúar 1965.
Hún lést á heimili
sínu, Leynihvammi
í Kópavogi, 22. maí
2016.
Foreldrar henn-
ar eru Jón Óli
Gíslason, f. 20. maí
1934, og Jóhanna
Þorbergsdóttir, f.
21. apríl 1940. Bræður Svövu
eru: 1) Níels, f. 15. mars 1960,
kvæntur Hrafnhildi Pálsdóttur.
Börn Níelsar af fyrra hjóna-
bandi eru Óli Jóhann og Hafdís
Svava. 2) Þorbergur, f. 10. apríl
1961, d. 13. apríl 1961.
Þann 15. júní
1985 giftist Svava
manni sínum Sveini
Péturssyni, f.
14.október 1961.
Foreldrar Sveins
eru Sigurveig
Helga Thorlacíus
Jónsdóttir, f. 28.
maí 1941, d. 24.
nóvember 1991, og
Pétur Sveinsson, f.
8. janúar 1941.
Systkini Sveins eru: 1) Jón, f. 12.
nóvember 1961, 2) Fríða, f. 2.
júní 1965, 3) Pétur Ingi, f. 30.
mars 1974.
Útför Svövu fer fram frá
Lindakirkju í dag, 30. maí 2016,
klukkan 13.
Þú ert ástin í lífi mínu, þú ert
konan sem ég elska út af lífinu.
Augun mín og augun þín
ó! þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
(Vatnsenda-Rósa)
Bless, elskan mín, takk fyrir
stundirnar okkar. Guð geymi þig.
Þinn
Sveinn.
Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi
lund,
en lofaðu engan dag fyrir sólarlags
stund.
Um sólskin kvað fuglinn og sá hvergi
skúr,
þá sólin rann í haf, var hann kominn í
búr.
Um sumardag blómið í sakleysi hló,
en sólin hvarf, og élið til foldar það sló.
Og dátt lék sér barnið um dag-
málamund,
en dáið var og stirðnað um miðaftans
stund.
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls,
og brugðizt getur lánið frá morgni til
kvelds.
En gott átt þú, sál hver, sem Guð veitir
frið,
þó gæfan þín sé hverful um veraldar
svið.
Um Guðs frið þú syngur og grætur ei
skúr,
þó geymi þig um sólarlag fanganna
búr.
Sem barn Guðs þú unir sem blómstur
við sól,
þótt brothætt sé sem reyrinn þitt lukk-
unnar hjól.
Þó lukkan sé brothætt, þó ljós þitt sé
tál,
sá leitar þín, sem finnur og týnir engri
sál.
Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi
lund,
og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um
stund.
(Þýð. M. Joch.)
Jóhanna Þorbergsdóttir.
Ég sit við eldhúsborðið hjá
ömmu og afa í Haukshólum og
bíð eftir því að útidyrahurðin
opnist, Hringur hlaupi flögrandi
inn á undan þér og þú birtist síð-
an í forstofugættinni. Þú breiðir
út faðminn skælbrosandi og seg-
ir með þinni elskulegu en örlítið
rámri röddu „hæ, skotta litla“ og
faðmar mig að þér. Það var ein-
mitt hér sem ég sá þig seinast,
þar sem ég talaði við þig seinast,
þar sem ég faðmaði þig seinast,
þar sem þú kallaðir mig „skottu
litlu“ seinast. Ég vil ekki trúa því
að það hafi verið í síðasta sinn. Á
svona stundu virðist sorgin og
söknuðurinn óyfirstíganlegur.
Ég hef spurt hvort þetta hætti
einhvern tímann að vera sárt og
fæ þau svör að á þessari stundu
skuli ég hugsa um góðu stund-
irnar okkar.
Ein af mínum uppáhaldsminn-
ingum er að sjálfsögðu úr Núps-
dalnum, uppáhaldsstaðnum okk-
ar allra, um verslunarmanna-
helgi. Ég var unglingur og var
byrjuð að keyra bílana í sveitinni.
Fyrr um daginn hafði amma far-
ið með mig út á tún og leyft mér
að keyra gamla bleik. Þér fannst
ekki koma annað til greina en að
ég fengi líka að keyra Patrolinn
ykkar Sveins. Mikið ofboðslega
var ég spennt. Við keyrðum um
dalinn og hlustuðum á tónlist og
kíktum austur fyrir á þar sem
Guðmundur var að heyja Fossa-
túnin. Svo var kominn tími til að
fara út á Laugarbakka í grill- og
söngvapartí. Það var yndislegt
veður. Þú leyfðir mér að keyra
Patrolinn alla leið. Í bílnum voru
ég, þú og Sveinn. Þú settir Wig-
field í græjurnar og lagið Sat-
urday Night var spilað á repeat
alla leiðina. „Dee dee na na na“
ómaði um endilangan Miðfjörð-
inn, og gerir enn, allavega í höfð-
inu á mér. Þið dönsuðuð um í
sætunum og sunguð, eða alla-
vega reynduð að syngja og ég hló
mig máttlausa. Það voru nú ekki
allir jafn hamingjusamir og glað-
ir eins og við þegar við renndum
loks í hlað og unglingurinn undir
stýri, en þið höfðuð nú litlar
áhyggjur af því. Ég var svo
ánægð og montin þegar ég hopp-
aði út úr bílnum og brosið rann
seint af. Mér þykir ofboðslega
vænt um þessa stund og hugsa
oft um hana.
Ég minnist þess líka þegar ég
sagði þér að ég væri ólétt. Þú tár-
aðist af gleði. Það var gaman að
sjá hvað þú ljómaðir þegar þú
hittir Dagbjörtu Heklu. Ég
hlakkaði svo til að hún myndi
kynnast þér betur. Þú elskaðir
hana svo mikið, ég veit það og sá
það vel. Ég mun gæta þess að
hún muni heyra allar góðu minn-
ingarnar um þig.
Það var alltaf hlýtt og notalegt
að koma á heimilið ykkar, hvar
sem var þá hreiðraðirðu alltaf
svo vel um þig og innkoman var
svo indæl. Það var allt svo hlýtt
og kósí við þig og þannig mun ég
minnast þín. Ef ég gæti bara
fengið að faðma þig einu sinni
enn, fengið að finna hlýjuna frá
þér einu sinni enn, fengið að sitja
með þér eina kvöldstund enn og
syngja með þér þá myndi ég um
leið þakka þér fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig, elsku Svava
mín. Ég mun seint koma því í orð
hversu mikið mér þykir vænt um
þig og hversu þakklát ég er fyrir
að hafa haft þig í lífi mínu og
fengið að vera litla skottan ykkar
Sveins. Takk fyrir að vera þú.
Þín skotta litla,
Hafdís Svava.
Elsku Svava frá Costa Brava
eins og upphafskveðjan okkar
var ávallt. Orð geta ekki lýst því
hversu erfitt það er að þú sért
farin frá okkur. Ljóminn þinn og
góða skapið var smitandi og
gastu komið öllum í gott skap.
Margar minningar koma í
hugann þegar ég hugsa um okk-
ar tíma saman, og verð ég að
minnast á hversu gaman mér
fannst á yngri árum að eiga
frænku sem átti heima í Reykja-
vík, frænku sem ég lék við þegar
lagst var í ferðalag frá Patró til
Reykjavíkur. Þá var ekki leiðin-
legt að eiga Svövu frænku sem
var alltaf til í allt og uppátækja-
söm.
Eins og unglingsárin þegar þú
kemur vestur að vinna, þó svo að
við værum eldri varstu samt allt-
af sami púkinn og við brölluðum
mikið saman á þeim árum.
Þú mikli fagurkeri, minningar
um okkur saman í blómabúðinni
í den þegar ég ætlaði að kíkja í
kaffi en í staðinn kasta af mér
úlpunni og hjálpa þér með ösina,
munu alltaf eiga stóran þátt í
mínu hjarta. Og sýndi þessi fal-
lega blómabúð svo vel hversu
gott listaauga þú hafðir og
hversu klár þú varst í höndun-
um.
Horfi ég til baka á allan þenn-
an tíma með hlýju í hjarta.
Eftir því sem við urðum eldri
og áhugamálin ólíkari varð sam-
veran ekki eins mikil og á yngri
árum. En þegar við hittumst eða
heyrðumst þá var alltaf eins og
við hefðum hist daginn áður.
Mikið talað, mikið hlegið og
púkalætin alltaf til staðar.
Elsku Svava frá Costa Brava,
ég kveð þig í hinsta sinn, hversu
óraunverulegt það er, en minn-
ingu þína mun ég ávallt geyma í
mínu hjarta.
Elsku Sveinn, Jóhanna, Óli,
Nilli og aðrir aðstandendur, ég
bið alla góða vætti að gefa ykkur
styrk í þessari miklu sorg.
Þín
Ágústa Hera
(Dúa frænka).
Ég man þegar Svava Þorbjörg
fæddist, foreldrum sínum, Óla og
Jóhönnu, til mikillar gleði. Fyrir
áttu þau Níels og höfðu stuttu
áður misst nýfæddan son. Milli
fjölskyldna okkar var mikill sam-
gangur með frændsemi og lítið
barn var ekki bara fætt foreldr-
um sínum heldur allri fjölskyld-
unni.
11 ára var ég ráðin í vist að
passa Svövu á öðru ári. Það var
sumarið 1966. Þá var algengt að
stelpur væru ráðnar til að vera
úti með litla krakka í kerru og á
róló. Auðvitað kynntumst við
frænkur náið þetta sumar. Svava
var skemmtilegur krakki, full af
orku, fljót til máls og bráð-
þroska.
Á þessum árum hittist frænd-
fólk enn reglulega og vissi hvað
af annars högum og það var alltaf
gott að leita til Jóhönnu með
hvaðeina. Tíu árum seinna sner-
ust svo hlutverk okkar Svövu við
þegar hún varð barnfóstra dóttur
minnar, rösk, ábyrg, fyndin og
úrræðagóð.
Svava bjó við ástríki foreldra
sinna og bróður. Hún gekk hefð-
bundinn menntaveg, lærði að
spila á fiðlu, spilaði handbolta
með Víkingi, kynntist Sveini sín-
um og þau giftu sig. Lífið brosti
við henni.
Ung að árum veiktist Svava
svo illa af hlaupabólu að henni
Svava Þorbjörg
Óladóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
BRYNJÓLFUR SVEINBERGSSON,
fyrrverandi mjólkursamlagsstjóri,
Hvammstanga,
lést miðvikudaginn 25. maí 2016.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hollvinasamtök
Heilbrigðisstofnunar Vesturlands Hvammstanga.
Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju þann 3. júní kl. 14.
.
Brynja Bjarnadóttir
Sveinbjörg Brynjólfsdóttir Örn Gylfason
Bjarni Ragnar Brynjólfsson Erla Guðrún Magnúsdóttir
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Hrafn Margeirsson
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
fósturfaðir og afi,
EINAR LAXNESS
sagnfræðingur,
Stóragerði 29, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 2. júní klukkan 15.
.
Elsa Jóna Theódórsdóttir,
Sigríður Einarsdóttir Laxness, Paolo Turchi,
Halldór E. Laxness, Kristin McKirdy,
Margrét E. Laxness, Þórmundur Bergsson,
Einar E. Laxness, Steinunn Agnarsdóttir,
Hjalti Garðar Lúðvíksson, Ólafia Jóna Eiríksdóttir,
Theódór Lúðvíksson Elísabet Jóhannsdóttir
og fjölskyldur.