Morgunblaðið - 30.05.2016, Síða 22

Morgunblaðið - 30.05.2016, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016 Helga Ívarsdóttir er sjötug í dag og á morgun mun húnhætta að vinna hjá Orkuveitu Reykjavíkur eftir 25 árastarf. Hún segir þetta vera mikil viðbrigði og í tilefni dagsins ætlar hún að fara með vinnufélögunum í hádegisverð á Hilton Nordica- hótelinu. Hún segist ekki hafa komið sér upp neinum sérstökum hefðum á afmælisdag- inn. „Í gegnum tíðina hef ég þó oftast nær boðið systkinum mín- um og fjölskyldu í kaffiboð. En þegar ég varð sextug hélt ég stórveislu,“ segir Helga. Hún gerir eng- ar kröfur um afmæl- isgjafir en minnir þó góðfúslega á að hún sé mikill golfari. „Allt sem tengist golfinu eða eitthvað sem hjálpar mér að kom- ast í golfferðir væri helst á óskalistanum,“ segir hún og hlær. Hún segir eft- irminnilegasta afmælisdag sinn hafa verið á Mallorca, en þangað fór hún þegar hún varð fimmtug. „Við ætluðum að fara á frábæran veit- ingastað en lentum í þvílíkum ógöngum. Vinkona mín veiktist á leiðinni á staðinn svo að við vorum þrjú eftir. Ég mátti ráða matseðlinum en skildi spænskuna ekki alveg og pantaði buff tartar. Það var ekki alveg nógu girnilegt þegar þjónninn fór að hræra í hráu buffinu með eggjum fyrir framan borðið. Ég fékk alveg óstöðvandi hláturs- kast og allir litu á okkur á þessum svakalega fína veitingastað. Þetta var alveg svakalega vandræðalegt. Daginn eftir fórum við svo á fínan stað rétt hjá hótelinu og fengum mjög góðan mat, svo að við höfðum heldur betur leitað langt yfir skammt,“ segir Helga á afmælisdaginn. agf@mbl.is Afmælisbarn Helga er mikill golfari og vonast til að komast í golfferð. Pantaði óvart buff tartar á afmælinu Helga Ívarsdóttir er sjötug í dag G ísli fæddist í Flatey á Breiðafirði 30.5. 1926. Hann stundaði nám í foreldrahúsum, tók stúdentspróf frá MA 1947, lauk guðfræðinámi frá HÍ 1950, stundaði framhaldsnám í guðfræði við Háskólann í Göttingen í Þýska- landi 1959-60, stundaði rannsóknir í kirkjusögu í Lundúnum, Lúxemborg, Bremen og Kaupmannahöfn 1981-82 og var í endurmenntun og guð- fræðitengdu rannsóknarnámi í York í níu mánaða leyfi 1981-82. Gísli varð sóknarprestur í Sauð- lauksdal 1950. Hann er því sá núlif- andi prestur á Íslandi sem á elstan vígsludag. Hann starfaði þar 1950-54 og gegndi aukaþjónustu í Eyra- prestakalli og í Vestmannaeyjum. Hann var sóknarprestur á Melstað í Vestur-Húnavatnssýslu 1954-77 og í Stykkishólmi 1977-92. Auk þess gegndi hann aukaþjónustu á Melstað og í Setbergsprestakalli sinnti hann ólaunaðri þjónustu fyrir sóknarbörn í Flateyjarsókn að beiðni þeirra. Eftir að hann lauk skipaðri prestþjónustu sinnti hann prests- þjónustu á Kolfreyjustað 1992, á Sauðárkróki, í Bolungarvík, í Staða- staðaprestakalli 1995-96, í Skaga- strandarprestakalli 1998, Ból- staðahlíðarprestakalli 1998, í Vestmannaeyjum 1998, á Hrafnistu í Hafnarfirði 1998-99, á Kolfreyjustað 2000-2001, í Hofsóss- og Hólapresta- kalli 20021-2003 og í Skagastrand- arprestakalli 2004. Þá hafði hann þjónað í 14 prestaköllum og annast helgihald í 150 kirkjum á Íslandi auk þess að predika í Jerúsalem um jól á ferð með kirkjukórsfólki í heimsókn í Ísrael. Gísli sinnti húsvitjunum, æskulýðs- starfi á Vestmannsvatni, hélt sunnu- dagaskóla í prestaköllum sínum og tók þátt í fermingarbarnamótum 1957-92. Gísli starfaði í góðtemplararegl- unni um árabil, sat í stjórn Ungm.f. Grettis í Miðfirði, var formaður Ung- mennasambands Vestur-Húnavatns- sýslu 1956-60, sat í barnaverndar- nefnd Ytri-Torfustaðahrepps 1954-76, í stjórn Veiðifélags Mið- fjarðarár í 20 ár, í skólanefnd Reykja- skóla, í stjórn Byggðasafnsins á Reykjum í 20 ár, var prófdómari í barnaskólum í Vestur-Húnavatns- sýslu í 23 ár, formaður og ritari Lionsklúbbsins Bjarma á Hvamms- tanga, sat í barnaverndarnefnd Stykkishólms, í stjórn Byggðasafns Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, var ritari Lionsklúbbs Stykkishólms, hefur setið í fulltrúaráði Prestafélags Íslands og verið formaður Hallgríms- deildar Prestafélags Íslands. Gísli hefur flutt útvarpserindi um kirkjumuni, þýddi ritið Könnuður í fimm heimsálfum, var ritstjóri ým- issa tímarita og ársrita og samdi Skáld-Rósu og síðan Skáldung, um námsár nóbelsskáldsins hjá sr. Hall- dóri, föður sr. Gísla. Gísli H. Kolbeins, fyrrv. sóknarprestur – 90 ára Gísli með systkinum sínum Fremri röð frá vinstri: Erna, Lára Ágústa, Þórey Mjallhvít. Aftari röð frá vinstri: Eyj- ólfur, afmælisbarnið, Guðrún Sesselja fóstursystir, Ólafur Valdimar fósturbróðir og Ingveldur Aðalheiður. Þjónaði í 14 presta- köllum og 150 kirkjum Hjónin Séra Gísli og Sigríður Ingi- björg Bjarnadóttir Kolbeins. GarðabærGunnar Freyr Jóhannsson fæddist 3. júlí kl. 17.30. Hann vó 3465 g og var 50,5 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Steinunn Gunn- arsdóttir og Jóhann K. Guðmundsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Stærsta uppboð ársins · Óvenju margar perlur gömlu meistaranna mánudaginn 30. maí, kl. 18 og þriðjudaginn 31. maí, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning á verkunum mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17 Karólína Lárusdóttir Karólína LárusdóttirLo ui sa M at th ía sd ót tir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.