Morgunblaðið - 30.05.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.2016, Blaðsíða 23
Fjölskylda Gísli kvæntist 30.6. 1951 Sigríði Ingibjörgu Bjarnadóttur Kolbeins, f. 13.7. 1927, húsfreyju, tónlistarkenn- ara og organista. Hún er dóttir Bjarna Bjarnasonar, bónda, organ- ista, söngstjóra og tónskálds í Brekkubæ í Nesjahreppi, og Ragn- heiðar Sigjónsdóttur húsfreyju. Börn Gísla og Sigríðar Ingibjargar eru Bjarnþór, f. 17.6. 1952, stærð- fræðingur og kennari við FVA; Anna Lára Kolbeins, f. 3.10. 1954, sjúkraliði í Reykjavík, gift Halldóri Bergmann pípulagningameistara og eru börn þeirra Arnar Már Bergmann, f. 1977, Þorbjörg Bergmann, f. 1982, og Gísli Bergmann, f. 1984; Ragnheiður G. Kolbeins, f. 18.8. 1957, húsfreyja í Brautarholti í Skagafirði, gift Svavari Haraldi Stefánssyni, búfræðingi og bónda, og eru börn þeirra Ingibjörg Fanney, f. 1979, Stefán Gísli, f. 1985, Ólafur Bjarni, f. 1986, Óskar Smári, f. 1992, Baldur Ingi, f. 1993, og Bryndís Rut, f. 1995; Halldór G. Kolbeins, f. 28.12. 1965, ljósmyndari í Reykjavík, barnsmóðir Elín Hjálmsdóttir, sonur Steinar Ingi H. Kolbeins, f. 1997, barnsmóðir Unnur Ármannsdóttir, dóttir Sigríður Björk H. Kolbeins, f. 2000; Eyþór Ingi G. Kolbeins, f. 3.10. 1971, tónlistarskólastjóri, tónlistar- kennari og básúnuleikari, kvæntur Dagnýju Marinósdóttur, tónlistar- kennara og flautuleikara, og eru börn þeirra Helga Sigríður E. Kolbeins, f. 2004, Þórey María E. Kolbeins, f. 2008, og Sigrún Ásta E. Kolbeins, f. 2013. Systkini Gísla eru Ingveldur Aðal- heiður H. Kolbeins, f. 23.12. 1924, d. 28.10. 2015, ljósmóðir og skrif- stofumaður á Patreksfirði; Erna H. Kolbeins, f. 21.1. 1928, d. 5.9. 2007, kennari í Reykjavík; Eyjólfur H. Kol- beins, f. 14.10. 1929, kennari í Reykja- vík; Þórey Mjallhvít H. Kolbeins, f. 31.8. 1932, yfirkennari í Reykjavík; Lára Ágústa H. Kolbeins, f. 31.1. 1938, bankaritari á Patreksfirði. Fóstursystkini Gísla eru Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir, f. 16.9. 1927, skrifstofum. í Reykjavík, og Ólafur Valdimar Valdimarsson, f. 28.9. 1935, vélam. á Hvammstanga. Foreldrar Gísla voru Halldór Kristján Kolbeins, f. 16.2. 1893, d. 29.11. 1964, prestur í Flatey á Breiða- firði, á Stað í Súgandafirði, Mælifelli í Skagafirði, Ofanleiti í Vest- mannaeyjum og loks í Reykjavík, og k.h., Lára Ágústa Ólafsdóttir Kol- beins, f. 26.3. 1898, d. 18.3. 1973, hús- freyja. Úr frændgarði Gísla H. Kolbeins Sr. Gísli H. Kolbeins Kristín Daníelsdóttir húsk. á Breiðaf., dóttir Daníels kirkjusmiðs Jón Þórðarson sjóm. og húsm. Breiðafirði Ólína Jónsdóttir húsfr. á Hvallátrum Ólafur Aðalsteinn Bergsveinsson b. og bátasmiður á Hvallátrum Lára Ó. Kolbeins húsfr. í Flatey, á Stað, á Mælifell og í Vestmannaeyjum Ingveldur Skúladóttir húsfr. í Bjarnareyjum, af Fagureyjarætt Bergsveinn Ólafsson bátasmiður, b. í Bjarnar- eyjum, af Svefneyjarætt Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson b. í Bygggörðum í Kjós Bergsveinn Ólafsson augnlæknir í Rvík Sigurborg Ólafsdóttir húsfr. í Skáleyjum Jón Skúlason þekktur sjósóknari undir Jökli Skúli Skúlason þekktur sjósóknari undir Jökli Jón Kristinn Ólafsson b. á Grund á Reykjanesi Böðvar Bjarnason prófastur á Hrafnseyri við Arnarfjörð Þorvaldur Kolbeins prentari og ættfr. í Rvík Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins húsfr. í Eyjum Þórður Bjarnason kaupm. í Rvík Regína Þórðardóttir leikkona Ragnheiður Bjarnadóttir verslunark. í Rvík Þóra Eyjólfsd. Kolbeins skrifstofum. í Rvík Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir Eysteins Gíslason kennari, b. og hagyrðingur Ágúst Böðvarsson forstöðum. Land- mælinga Íslands og textahöfundur Bjarni E. Böðvarsson hljómsveitarstj. Þuríður Erla Kolbeins húsfr. í Kópavogi Eyjólfur Kolbeins Sigurjónsson endurskoðandi í Kópavogi Sigurður Þórðarson tónskáld og söngstjóri Jóns Leifs tónskáld Haraldur Ólafsson veðurfr. Gunnar Hrafn Ágústsson byggingaverkfr. Ragnar Bjarnason söngvari Guðríður Helgadóttir garðyrkjufr. og dagskrárgerðarm. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur Þórður Baldur Sigurðsson fyrrv. forstjóri Reiknistofnunar bankanna Þórey Pálsdóttir húsfr. á Reykhólum, af Thoroddsenætt Bjarni Þórðarson stórb. á Reykhólum Þórey Bjarnadóttir húsfr. á Staðarbakka og Melstað Eyjólfur Kolbeins pr. á Staðarbakka og Melstað Halldór Kolbeins pr. í Flatey, á Stað, á Mælifelli og í Vestmannaeyjum Elín Elísabet Björnsdóttir af Bólstaðahlíðarætt Eyjólfur Jónsson pr. í Árnesi, af Kjarnaætt ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016 Pétur fæddist í Vík í Mýrdal,sonur Sólveigar Kristjáns-dóttur og Sigurðar Eggerz. Faðir hans og afi voru í hópi fyrstu ráðherra Íslands. Pétur kvæntist Ingibjörgu Egg- erz listmálara og eignuðust þau Sól- veigu Eggerz og Pál Ólaf Eggerz. Pétur nam lögfræði og hóf starfs- feril sinn sem ríkisstjóraritari Sveins Björnssonar. Hann starfaði lengst af sem sendiherra Íslands víða um heim. Hann var skipaður sendiráðsritari í London 1945 og var einn af fyrstu sendimönnum Íslands. Hann var sendiherra á árunum 1945-68, í Lundúnum, Washington D.C. og Bonn, og sendiherra Íslands við Evrópuráðið í Strassborg. Frá 1968-78 var hann prótókollmeistari í utanríkisráðuneytinu og sendiherra aftur í Bonn 1978-83. Eftir Pétur liggja sjö bækur: Minningar ríkisstjóraritara, 1971; Létta leiðin ljúfa, 1972; Hvað varst að gera öll þessi ár?, 1975; Sendi- herrann frá Sagnalandi og sam- ferðamenn hans, 1984; Ævisaga Davíðs, 1986; Myndir úr lífi Péturs Eggerz, fyrrverandi sendiherra, 1990; Ást, morð og dulrænir hæfi- leikar, 1991. Fimm bókanna byggja á upplifun hans á sendiherradvöl- inni. Nefnist ein þeirra bóka Létta leiðin ljúfa, sem vísar í þá mýtu að slíkt líf sé dans á rósum. Titillinn lýs- ir kímnigáfu hans vel. Á þessum tíma þekktist ekki að menn í slíkri stöðu skrifuðu um starf sitt á þennan máta. Myndir úr lífi Péturs Eggerz, fyrrverandi sendiherra, er endur- minningabók sem ber undirtitilinn gaman og alvara. Sagan er krónólóg- ísk í byggingu; hefst þegar Pétur er lítill drengur í Tjarnargötunni í Reykjavík og er fram til starfa hans í utanríkisráðuneytinu. Dregnar eru upp svipmyndir af samferðamönn- um hans, m.a. Ólafi Thors, Vilhjálmi Þór, Jóhanni Sæmundssyni, trygg- ingalækni og ráðherra, Jónasi Thor- oddsen og fleirum. Í verkum Péturs má sjá hvernig sérþekking hans á hinum ýmsu borgum, m.a. Bonn, tvinnast inn í sögusvið verka hans. Pétur Eggerz lést 12.5. 1994. Merkir Íslendingar Pétur Eggerz 95 ára Eggert Guðmundsson 90 ára Gísli H. Kolbeins 85 ára Jóhann Vilbergsson Margrét S. Guðmundsdóttir Unnur Ósk Valdimarsdóttir Ögmundur Kristgeirsson 80 ára Helgi V. Jónsson María G. Sigurðardóttir Ólafur Sigurðsson 75 ára Hilmar S. Friðsteinsson Kolbrún Thorlacius Ólafur Nikulás Elíasson Pétur Ingólfsson Rósa C. Magnúsdóttir Soffía G. Sveinsdóttir Steinunn Gísladóttir Örn Friðriksson 70 ára Álfhildur Erlendsdóttir Birna G. Eyþórsdóttir Björn Eggert Haraldsson Björn Jónsson Helga Ívarsdóttir Inga Jóna Sigurðardóttir Kornelíus Traustason María Þ. Gunnlaugsdóttir Rafn Árnason Sverrir Viðar Pálmason Ævar Þiðrandason 60 ára Árni Sæberg Kristjánsson Hermann Valur Árnason Jón Ingi Árnason Jónína Valgarðsdóttir Kári Arnór Kárason Ólöf Anna Guðbrandsdóttir Valur Heiðar Gíslason Viðar Kristjánsson 50 ára Bryndís Kjartansdóttir Bryndís Róbertsdóttir Bylgja Valtýsdóttir Dagný Einarsdóttir Guðný Þórey Stefnisdóttir Guðrún F. Sigurðardóttir Guðrún Sigríður Loftsdóttir Gunnlaugur Karl Hreinsson Hafliði Sævarsson Halldóra Steingrímsdóttir Helgi Sigvin Kristjánsson Kathleen Hafdís Jensen Katrín Þorsteinsdóttir Kristín Erna Reynisdóttir Lárus Árni Wöhler María Björnsdóttir Markús Örn Haraldsson Smári Hjálmarsson Sveinn Þór Gíslason Sævar Haraldsson Tómas F. Guðmundsson 40 ára Arna Lára Jónsdóttir Friðrik Óskar Egilsson Helena Ósk Jónsdóttir Hlynur Johnsen Inga Rut Jónsdóttir Jan Andrzej Morsztyn Jóhannes Júlíus Hafstein 30 ára Agata Miksz Auður Inga Einarsdóttir Ásgeir Einarsson Bryndís Björg Björnsdóttir Fannar Andri Óskarsson Halldór Már Freysson Sigríður Erla Hákonardóttir Sigurbjörg D. Konráðsdóttir Una Kristín Úlfarsdóttir Valgerður Erla Óskarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Valgerður ólst upp í Vestmannaeyjum, býr í Reykjavík, lauk prófi sem snyrtifræðingur og er í kennaranámi við HÍ. Maki: Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson, f. 1988, byggingaverkfræðingur. Dóttir: Malín Erla Brynj- ólfsdóttir, f. 2013. Foreldrar: Óskar Pétur Friðriksson, f. 1958, og Torfhildur Helgadóttir, f. 1959. Þau búa í Vest- mannaeyjum. Valgerður Erla Óskarsdóttir 40 ára Helena ólst upp á Hólmavík, býr í Reykja- nesbæ, er íþróttakennari frá Laugarvatni og kennir við Heiðarskóla. Systkini: Halla Jóns- dóttir, f. 1968, og Arnþór Ingi Jónsson, f. 1984. Foreldrar: Þorsteinsína Guðrún Gestsdóttir, f. 1948, starfsmaður hjá Nesfiski, og Jón Arn- grímsson, f. 1946, leigu- bílstjóri. Þau búa í Garð- inum. Helena Ósk Jónsdóttir 40 ára Friðrik ólst upp í Hafnarfirði, býr í Eyjum, lauk sveinsprófi í bakara- iðn frá MK og er bakari í Vestmannaeyjum. Börn: Aníta Björk, f. 1996; Eva Rut, f. 1998, og Davíð Leó, f. 2004. Foreldrar: Soffía Hulda Sverrisdóttir, f. 1945, fisk- matsmaður, og Egill Hild- ar Tyrfingsson, f. 1941, fyrrv. verkstjóri og verk- taki. Þau er búsett í Hafn- arfirði. Friðrik Óskar Egilsson Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 295 Vinnuvettlingar PU-Flex 1.395 Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk Greinaklippur frá 595 695 Strákústar á tannbursta- verði Garðklóra/ Garðskófla 595 1.995 Öflug stungu- skófla Garðverkfæri í miklu úrvali frá 1.995 Garðslöngur í miklu úrvali Fötur í miklu úrvali 4.995 Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar hjólbörur með 100 kg burðargetu Úðabrúsar í mörgum stærðumfrá 995 999Barna- garðverk- færi frá 395 Ruslatínur frá 295

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.