Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
Morgunblaðið/Golli
Hvað gerir þú til að verðlauna þig?
„Geri mér dagamun og fer út að borða.“
Hvað er það seinasta sem þú keyptir og elskaðir?
„Rúmföt frá Scintilla í Skipholti, þau eru alveg frábær.“
Hlutur sem er þér ómissandi?
„Ég verð því miður að nefna símann minn.“
Uppáhaldsborg til að versla í?
„Það jafnast ekkert á við að gera góð kaup í Reykjavík.“
Seinasti veitingastaður sem vakti hrifningu þína?
„Steikhúsið á Tryggvagötu er falinn fjársjóður.“
Hver er besti minjagripur sem þú hefur tekið með þér
heim úr ferðalagi?
„Minjagripir verða bara skrýtnir þegar maður kemur
heim, minningarnar eru það sem gildir.“
Uppáhaldsskart eða aukahlutur?
„Hringur frá áttunda áratugnum sem mamma gaf mér.“
Snyrtivara sem þú gætir ekki verið án?
„Chanel-augn-
blýantar eru nýjasta
uppgötvunin.“
Uppáhalds-
smáforrit?
„Mér finnst gaman
að fíflast á In-
stagram, þar á ég
svo fáa vini.“
Hvað er á óskalist-
anum þínum þessa
stundina?
„Apple-tölva eða
eitthvað fallegt úr
Skaparanum. Dúsa
er ótrúlega flinkur
fatahönnuður.“
Fagurkerinn
Ragna Árnadóttir
Ragna
er nýbúin að
uppgötva
augnblýant
frá Chanel.
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og fyrrverandi
ráðherra, hefur smekk fyrir vandaðri hönnun. Henni finnst þó skipta
mestu máli að njóta augnabliksins og gera eitthvað skemmtilegt.
Marta María | martamaria@mbl.is
Ragna kann að
meta Steikhúsið.
Rúmföt frá
Scintilla.
Augnblýantur
frá Chanel.
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir martamaria@mbl.is,
Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók
Ófeigur Lýðsson
É
g held að fáar konur gleymi því augnabliki þegar þær áttuðu sig á
því að óveruleg fitusöfnun væri að eiga sér stað undir geirvört-
unum. Við munum flestar hvað það var óþægilegt þegar þessi
skyndilegi vöxtur fór að gera vart við sig. Svo hossaðist þetta til og
frá í leikfimi og olli óþægindum í leik og starfi.
Í stað þess að sperra sig og ýta brjóstkassanum út reyndi sú sem hér skrif-
ar að fela þessa ógnvekjandi þróun með því að varpa öxlunum fram í þeirri
von að minna bæri á brjóstunum, sem litu út fyrir að hafa sofið í lyftidufti.
Á einhverjum tímapunkti var þó ekki hægt að fela þetta lengur enda voru
brjóstin orðin eins og tveir fullþroska greipávextir þegar best lét.
Á þessum árum var sú sem hér skrifar ekki ánægð með þessa þróun og
óskaði þess heitast af öllu að hægt væri að jafna þess tvo greipávexti við
jörðu. Svo liðu árin og á einhverjum tímapunkti neyddist ég til að sætta mig
við þessa guðsgjöf. Skál fyrir stærð D. Amen.
Á dögunum fór ég með sex ára son minn í sund. Í sturtunni var ég orðin
sveitt við að vakúmpakka 34D inn í aðhaldsbolinn frá Speedo þegar lítil stúlka
byrjaði að kalla til okkar. Ég áttaði mig ekki strax á því að upphrópin beindust
að okkur fyrr en hún var búin að kalla nokkrum sinnum: „Er hún að fá brjóst?“
Ég er ekki vön að þurfa að verja hann son minn, sem er með munninn fyrir
neðan nefið og sterklega byggður. Þegar ég áttaði mig á því að hann stóð
niðurlútur undir sturtunni og svaraði ekki fyrir sig tók ég málin í mínar hendur
og tjáði stúlkunni að hann væri ekki að fá brjóst. Þá fór annar spurningavagn
af stað um það hvað hann væri þá eiginlega að gera í kvennaklefanum.
Ég sagði stúlkunni að hann væri með mér í konuklefanum vegna þess að
hann sæi illa og þætti betra að ég hjálpaði honum í sturtunni. Þá skyndilega
rankaði móðir stúlkunnar við sér og afsakaði sig á því að dóttir hennar væri
bara sex ára.
Ég verð að játa að ég horfði bara á konuna án þess að koma
upp orði. Ég er nefnilega ekki vön því að láta benda á
mig í sturtunni og hef aldrei upplifað að barnið mitt
verði fyrir aðkasti vegna eigin holdafars. Eftir á að
hyggja var kannski bara gott að ég kom ekki upp
orði því að orðin hefðu líklega ekki orðið mér og
syni mínum til neins sóma.
Vonandi vakti þessi hegðun sex ára stúlkunnar
móður og dóttur til umhugsunar. Nú ef ekki, þá má
benda á að það hefur enginn áhuga á
spurningunni Ertu að fá brjóst? Hvorki sex
ára strákur né táningsstúlkur.
Getty Images/iStockphoto
Ertu að fá brjóst?
Marta María Jónasdóttir
„Það er frekar stutt síðan ég uppgötvaði BB-krem. Ég hef
aldrei notað meik af því mér finnst það alltaf svo áberandi
og mér finnst ég virka miklu eldri þegar það sest í allar lín-
ur. BB-krem hins vegar sést ekki neitt, aðlagast húðinni og
áferðin verður mjög falleg ásamt því að það er fullt af raka
sem hlýtur að vera gott. Töfralausn yfir veturinn þegar
maður er allur hvítur og veðurbarinn. Líka á sumrin af því
það er með sólarvörn. Ég nota BB kremið frá L’Oréal,“
segir Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni
aðspurð út í sína uppáhalds snyrtivöru. „Svo er það nýr
maskari sem heitir Miss Hippie frá L’Oréal sem ég elska.
Hann þykkir augnhárin en ég vil hafa mikinn maskara fyrir
mín stuttu augnhár,“ útskýrir Sóley sem þarf ekki mikið til
að hressa upp á útlitið. „Með þetta tvennt er ég bara gull-
tryggð og þyrfti ekkert annað í rauninni.“
gudnyhronn@mbl.is
Í snyrtibuddunni hjá Sóleyju
Ljósmynd/Yvan Rodic
Sóley ásamt
yngri dóttur
sinni, Sunnu
Freysdóttur.
BB-krem og
maskari sem
þykkir í uppáhaldi
Þetta er
skothelda
tvennan
hennar
Sóleyjar.