Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 MORGUNBLAÐIÐ 15
Undirfarði - Illuminating
Farði - Foundation Drops
Lumi Drops - 002
Kinnalitur - Giant Blush
Augnskuggar - 9 Shades New York 001
Maskari - Boombastic Swirl
Varalitur - Velvet touch 171
Augabrúnakit
Ungfrú Ísland 2015
ARNA ÝR
Steldu Stílnum
H
lýrri tónar, styttur og
hreyfing, bæði í lit og
klippingu, er að koma
sterkt inn. Grái tónninn
er að detta aðeins út og
stelpur vilja mýkri tóna í auknum
mæli, eins og beislitaða, hunangs- og
ferskjutóna. Það er mikið flæði og
ljómi sem myndast með þessum tón-
um,“ útskýrir Katrín.
Katrín segir styttur í kringum and-
litið vera að koma
sterkar inn með
hækkandi sól. „Já,
beina línan í klipp-
ingum er að detta
út. Með þessum
styttum er auð-
veldara að gera
fallegar krullur í
hárið og það verð-
ur auðveldara að
búa til lyftingu fyrir þær sem vilja
það. Svo er „undercut“-klipping með
mynstri að koma inn í sumar fyrir
þær sem vilja fara alla leið.“ Fléttur
hafa tröllriðið öllu undanfarið og þær
verða áfram vinsælar að sögn Katr-
ínar. Sömu sögu má segja um stóra
liði og bylgjur. „Allt snýst um að vera
með mjúka hreyfingu.
Nauðsynlegt að gefa hárinu raka
„Fyrir herrana eru stuttar herra-
klippingar að koma aftur inn, smá
20’s „look“ þykir enn flott og margir
eru að stytta toppinn núna fyrir sum-
arið,“ segir Katrín aðspurð um hár-
tískuna fyrir herra. Þá segir hún
nauðsynlegt að hugsa sérstaklega vel
um hárið í sumar og gefa því raka,
þetta þurfa bæði konur og karlar að
hafa í huga. „Olíur og „leave in“-
næringar eru nauðsynlegar. Þegar
við erum mikið úti í sólinni og að
skreppa í sund þá er gott er að eiga
hárvörur með UV-vörn og góða djúp-
næringu,“ segir Katrín sem mælir
með að fá ráð varðandi val á vörum
hjá fagmanni.
Ljósmynd/Pinterest
Hlýir tónar og styttur í hári verða áberandi í sumar að sögn Katrínar á Sprey.
Sumarhárið
Hártískan er að
taka „u-beygju“
Hártískan í sumar er virkilega skemmtileg að sögn
Katrínar Sifjar, hárgreiðslukonu og eins eiganda hár-
greiðslustofunnar Sprey. „Hún er að taka smá u-beygju
frá því sem var í tísku í vetur,“ segir Katrín.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
Katrín Sif
Nýjasta nýtt
frá Clinique er
farðastiftin
sem heita
Chubby in the
Nude. Sá farði
gefur létta
þekju sem er
þó hægt að byggja upp með fleiri
en einni umferð. Stiftið er sér-
staklega hentugt fyrir þær sem eru
mikið á ferðinni því það passar vel í
töskuna og er einfalt í notkun. Farð-
ann er auðvelt að blanda út með
fingrunum. Og rúsínan í pylsuend-
anum er endingartíminn, en farðinn
endist í allt að átta tíma á húðinni,
jafnvel í heitu og röku veðri. Þess
vegna þykir þessi létti farði fullkom-
inn fyrir sumarið.
Nýjasta nýtt
Sumarfarðinn
frá Clinique