Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
H
vað gerir þú til að líta betur út? „Jah, ég skammast mín nú
fyrir hvað ég geri lítið til að bæta útlitið. Fyrir mér er góður
svefn lífsnauðsynlegur sem og regluleg hreyfing. Ég veit að
það hljómar klisjukennt en þannig er það nú bara. Ég er
komin með þessar fínu broshrukkur í kringum augun og
varirnar sem endurspegla allar þær góðu stundir sem ég hef átt til
þessa.“
Hvernig hugsar þú um húðina? „Ég þríf alltaf af mér farða á kvöldin, ef
ég er með hann á annað borð. Ég er mikil útivistarmanneskja og gæti
þess alltaf að verja húðina í andlitinu fyrir sólinni, hún verður leið-
inlega þurr og ójöfn ef ég gleymi mér í sólinni. Ég reyni að
fikta sem minnst í andlitinu á mér og hef lítið verið hrifin af
kornamöskum, núna er ég aftur á móti farin að nota heima-
tilbúin kornamaska reglulega en hann samanstendur af kókos-
olíu og matarsóda. Mér finnst líka voða gott að setja reglulega
á mig rakamaska og á það til að sofna stundum með hann á
andlitinu, svei mér þá ef ég er ekki frískari þá morgna. Eft-
irlætisrakamaskinn minn er frá Kanebo en svo finnast mér
leirmaskarnir frá Bláa lóninu líka mjög góðir.“
Hvaða húðvörur notar þú?
„Ég er virkilega hrifin af hinum íslensku Taramar-vörum,
þær eru einu vörurnar sem ég nota sem hafa einhverja virkni.
Annars er ég hrifnust af því að nota góð rakakrem án allrar
virkni og hef prófað ýmislegt í gegnum tíðina en það sem stend-
ur upp úr eru Kanebo-andlitslínan með rakaandlitsvatninu, Estée Lau-
der-kremin og svo Amore Pacific-kremin en þeim kynntist ég í Suður-
Kóreu en mér sýndist síðast þegar ég athugaði að þau fáist í Sephora.“
Hvenær byrjaðir þú að mála þig?
„Frekar seint. Ég man eftir því að hafa byrjað að nota maskara á síð-
asta árinu í grunnskóla. Ég er úr sveit þannig að við vorum kannski ekk-
ert mikið að pæla í þessu stelpurnar. Þetta breyttist þó þegar ég fór í
menntaskóla.“
Gerðir þú einhver mistök á því sviði sem þú vilt deila með lesendum?
„Já, örugglega alveg fullt enda það svosem eðlilegt þegar maður er að
æfa sig. Flest mín mistök liggja í ásetningu brúnkukrema. Ég hef oft
verið óttalegur klaufi og óviljandi endað eins og ég þjáist af Vitiligo-
sjúkdómnum. Ég man líka eftir tímabilinu áður en sólarpúður kom til
sögunnar, þá gat maður litið út fyrir að vera óttalega veiklulegur. Einu
sinni lét ég líka plokka á mér augabrúnirnar og endaði á því að ganga um
götur bæjarins óskaplega hissa á svip, eins og ég væri að sjá heiminn i
fyrsta skipti. Síðan þá hefur enginn fengið að koma nálægt augabrún-
unum mínum með plokkara.“
Ég veit að þú ert meistari í að farða þig og kannt öll heimsins trix. Get-
ur þú sagt frá leyndarmálunum á þessu sviði?
„Ég hef óskaplega gaman af förðun og snyrtivörum yfir höfuð en það
er svo áhugavert hvað maður í rauninni er ragur við að breyta til þegar
maður hefur fundið það „look“ sem manni finnst henta. Annars held ég
að leyndardómurinn felist í þokkalega góðri húðumhirðu og góðum
burstum eða svömpum, ég er til að mynda mjög hrifin af Beauty-
blendernum og nota hann til þess að setja á mig
farða. Svo finnst mér ég alltaf verða voða fín
þegar ég er nýkomin úr augnhárum frá
henni Jónu á Snyrtistofunni í
Garðabæ.“
Hvert er besta bjútítrix allra
tíma að þínu mati?
„Það að hafa húmor fyrir
sjálfum sér og útgeislun,
það er sama hversu flott þú
ert máluð eða uppstríluð ef að
gleði, hlýja og almenn gamansemi
fylgja ekki þá fölnar farðinn fljótt.“
OPIÐ
fyrir umsóknir
B A N D A R Í K I N • K A N A D A • E N G L A N D • S K O T L A N D • Í T A L Í A • S P Á N N • Þ Ý S K A L A N D
Háskólanám erlendis
á sviði skapandi greina
Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla
sem bjóða hagnýtt nám og eru í tengslum við heimsþekkt fyrirtæki.
Þér gefst einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, með
stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi er
eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar.
Háskólanám erlendis í hönnun, markaðsfræði, sjónlistum, miðlun,
sviðslistum, eða tísku opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið
og komast áfram á alþjóðlegum markaði.
Your
creative
future
starts here
„Skótískan í sumar er fjölbreytt,
skemmtileg og umfram allt þægi-
leg,“ segir Elísabet Guðmunds-
dóttir sem starfar í versluninni Bi-
anco. Hún segir strigaskó hafa
verið áberandi á síðustu miss-
erum og að vinsældir þeirra muni
ná hápunkti núna í sumar.
„Strigaskór og sandalar með
„chunky“ hæl verða vinsælir í
sumar. Og einnig verða flatir
sandalar mjög eftirsóknarverðir
líkt og síðasta sumar. Þykkir hælar
eru svo mjög áberandi í sum-
artískunni. Það gerir skóna þægi-
legri og auðveldari að ganga á,“
útskýrir Elísabet.
Támjóir skór sem voru svo vin-
sælir fyrir um tíu árum eru þá að
koma aftur í tísku að sögn El-
ísabetar. „Já, támjóir skór hafa ver-
ið að koma inn og við munum sjá
meira af þeim með sumrinu.
Reimar eru helsta nýjungin þetta
sumarið, því meira af reimum því
betra. Þessi tíska hefur verið
áberandi á öllum helstu tískupöll-
um sem og í tímaritum síðustu
mánuði, það verður ekkert lát á henni í sumar.“
Spurð út í vinsæla liti þegar kemur að skóm í sumar segir Elísabet
klassíska liti vera aðalmálið. „Hvítur, nude, silfur og
auðvitað svartur. Þegar á heildina er litið er tísk-
an afar fjölbreytt og þægindin eru í fyrirrúmi, því
ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“
gudnyhronn@mbl.is
Sumartískan
Þægilegir skór verða
aðalmálið í sumar
„Reimar eru helsta
nýjungin þetta sum-
arið, því meira af
reimum því betra.“
Skór með þykk-
um hæl eru bæði
þægilegir og
smart.
Strigaskór
verða áfram
vinsælir í
sumar.
Elísabet Guðmundsdóttir segir þægi-
lega skó vera númer eitt, tvö og þrjú
þessa stundina.
Beauty-
blenderinn
marg-
rómaði.
Kókosolía er
hluti af bjútí-
rútínu Friðriku.
Bjútítips Rikku
Friðrika kynntist
kremunum frá
Amore Pacific í
Suður-Kóreu.
Húðvörurnar frá
Bláa Lóninu hafa
slegið í gegn, Frið-
rika er hrifin af
leirmaskanum.
Rikka er mjög
hrifin af vör-
unum frá Taram-
ar og notar þær
mikið.
Friðrika Hjördís Geirsdóttir eða
Rikka eins og hún er kölluð hugsar
ákaflega vel um sig. Ég spurði
hana út í bjútítrix og snyrtivörur.
Marta María | martamaria@mbl.is