Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 Hefur dregið úr förðun með árunum Á ttu þér uppáhaldssnyrtivörumerki? „Ég er náttúrulega hlut- dræg varðandi uppáhaldssnyrtivörumerki því ég hef að mestu notað vörur L‘Occitane fyrir líkama og andlit frá því að versl- unin var sett á fót hér árið 2001. Ég hef hins vegar prófað hin og þessi merki þegar kemur að förðunarvörum og hef und- anfarin ár kannski mest notað Lancome, Kanebo og MAC.“ Hvað gerir þú til að halda húðinni við? „Ég hreinsa hana kvölds og morgna með hreinsiolíu og andlitsvatni. Auk þess nota ég alltaf augn- krem og serum og þar á eftir rakakrem eða næringarolíu. Þegar tími gefst til nota ég líka andlitsskrúbb til að hreinsa burt dauðar húðfrumur og djúphreinsimaska sem hreinsar húðholur og dregur þær saman. Markmiðið er að gera þetta minnst einu sinni í viku en það næst því miður ekki alltaf.“ Hvert er uppáhaldskrem þitt? „Ég er með frekar feita húð og því hef- ur krem frá L‘Occitane sem heitir Immortelle Brightening Cream hentað mér best. Það hefur létta hlaupáferð og gefur húðinni fallegan ljóma.“ Hvernig farðar þú þig dags daglega? „Ég nota BB-krem og/eða CC- krem frá L‘Occitane. Svo nota ég yfirleitt léttan augnskugga, eye- liner-blýant, maskara og smá kinnalit. Á varirnar nota ég litaðan varasalva sem gefur smá lit.“ En þegar þú ert að fara eitthvert spari? „Ég hef frekar dregið úr förðun með árunum og það er ekki svo mikill munur á daglegri förðun og spariförðun. Helst bæti ég við augnförðunina ef ég er að fara eitt- hvert fínt og nota frekar varalit.“ Hvað tekur það þig langan tíma að jafnaði að gera þig til? „Ætli það taki ekki svona 10-15 mínútur, þ.e. bæði að þrífa andlitið og farða það.“ Er eitthvað sem þú myndir ekki gera þegar kemur að förðun? „Það er langt síðan ég hef notað svona þekjandi meik. Í dag vil ég helst að förðunin sé frekar létt og náttúruleg.“ Hugsar þú öðruvísi um húðina á sumrin og veturna? „Nei, í rauninni ekki. Á sumrin nota ég frekar bara CC-kremið og sleppi BB-kreminu. CC-kremið gefur húðinni fallegan náttúrulegan ljóma en BB-kremið er meira þekjandi. Þegar maður fær pínu freknur í framan finnst mér oft nóg að hafa bara þennan fallega nátt- úrulega ljóma sem CC-kremið gefur.“ Áttu þér eitthvert fegrunarleyndarmál? „Í fyrra byrjaði ég að nota andlitsúða sem ég úða á andlit- ið eftir að ég er búin að farða mig. Hann gefur húðinni raka yfir daginn og farðinn helst líka mun betur á. Svo virkar hann líka vel til þess að fríska upp á andlitið seinni partinn. Sá sem er í mestu uppáhaldi hjá mér er Pivoine Sublime Perfecting Mist frá L‘Occitane.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Góður andlitsúði gerir mikið fyrir húðina að sögn Sigrúnar. Bætir við augnförðunina þegar hún fer eitthvað fínt. CC-kremið sem Sigrún notar gef- ur húðinni ljóma og ver hana fyrir skaðlegum áhrif- um sólarinnar. Þetta krem hent- ar feitri húð vel. Sigrún Ásgeirsdóttir, rekstrarstjóri L‘Occitane, leggur mikið upp úr umhirðu húðar og hefur dregið töluvert úr notkun snyrtivara á undanförnum árum. Hún hefur sett sér það markmið að skrúbba húðina og hreinsa hana með maska um það bil einu sinni í viku. Svo nærir hún hana með olíum og kremum og útkoman er ljómandi húð. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is Sigrún sér um rekstur L‘Occit- ane en Provence- verslunarinnar í Kringlunni. Snyrtivörumerkin Lan- côme og MAC eru í uppáhaldi hjá Sigrúnu.Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is Facebook/laxdal.is Glæsilegur sparifatnaður 1 Clarisonic-hreinsiburstinn hættir ekki að vera málið.Hann hentar vel á andlitið en það má líka nudda aðra líkamsparta með honum. 2 Les Sahariennes Bronzing Stonesfrá YSL er nýtt sólarpúður sem frískar upp á húðina og gerir okkur ennþá sæt- ari. Púðrið er þyngd- arlaust og hefur svo nátt- úrulega áferð að það er eins og við séum ekki með neitt í andlitinu. 3 Airbrush Sunfrá Sally Hansen. Um er að ræða brúnkukrem sem gefur húðinni fal- lega brúnan lit án þess að konan verði of dökk. Helsti kosturinn er að brúnkukremslykt er í lág- marki. 4 Aqua Di Gioia Sun ernýr ilmur frá Armani. Þetta ilmvatn er hinn eini sanni sumarboði og ilmar af vanillu og sólblómum. 5 Force C Booster Fluid frá HelenaRubinstein er C-vítamínsprengja fyrir húðina. Þetta gefur húðinni auk- inn ljóma og svo verður hún mýkri og stinnari. Hægt er að nota undir dag- kremið eða bara eitt og sér. 6 Grandiôse Extrême-maskariframkallar hin fullkomnu augn- hár. Maskarinn þykkir vel án þess að augnhárin klessist. 7 Sourcils Styler-augabrúnagelsem er vatnshelt. Gelið gefur lit og mótar augabrúnirnar. Með gel- inu er ákaflega fínn bursti sem fyllir vel upp í brúnirnar og gefur jafna áferð. 7 atriði sem gera þig sætari í sumar Clar- isonic bursti. Airbrush Sun frá Sally Han- sen. Sourcils Styler augabrúnagel. Force C booster fluid frá Helena Rub- instein. Sun di Gioia frá Giorgio Armani. Grandiose Ext- reme maskari. Les Sah- ariennes Bronzing Stones frá YSL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.