Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
Hinn hefðbundni Íslendingur sér ekki
mikið af sólinni allt árið um kring fyrir ut-
an einhverjar nokkrar vikur. Þær vikur er
þá sérstaklega mikilvægt að passa vel
upp á húðina og nota góða sólarvörn.
Sólarvörnin Ultimate Sun Protection Lo-
tion frá Shiseido SPF 50+ er ein sú öfl-
ugasta á markaðinum. Hún er fullkomin fyrir
þá sem sjá sjaldan sól, þá sem eru með föla
og viðkvæma húð og börn. Sólarvörnin er
vatnsheld og hentar því vel í sundið og sjóinn.
Sjá útsölustaði á www.heggis.is
SILKIMJÚKAR
hendur
Ofurvörn
fyrir föla húð
Vatnshelt í sundið
Sólarvörnin er
góð bæði á lík-
ama og andlit
St. Tropez-brúnkuvörurnar þykja afar
góðar og vörulína merkisins er breið.
Mesta lúxusvara línunnar er Self Tan
Luxe Dry Oil sem fæst annars vegar
fyrir líkama og hins vegar fyrir andlit.
Olían veitir húðinni raka á sama tíma
og hún gefur brúnku sem endist í allt
að fimm til sjö daga. Olían er létt og
gefur jafna áferð. Andlitsolían þornar fljótt
og stíflar ekki húðholur, henni fylgir svo dropa-
teljari sem auðveldar notkunina.
Önnur vara frá St. Tropez sem er að slá í gegn er Gradual Tan Tinted
Body Lotion. Þessi vara er líkamskrem sem gefur húðinni örlítinn lit sem
hægt er að byggja upp með reglulegri notkun. Kremið gefur ljóma og ilmar
vel, sem verður að teljast sem stór plús í heimi brúnkukrems.
Tan Maximizer-kremið frá Lancaster er fyrir þær sem vilja halda sem
fastast í náttúrulega brúnkuna. Kremið, sem er borið á húðina eftir
að hafa verið í sól, tryggir að brúnkan endist mun lengur en hún
hefði annars gert. Auk þess hefur kremið róandi áhrif á húðina og
veitir henni raka. Má nota bæði á líkama og í andlit.
Flash Bronzer-hlaupið frá Lancôme er fullkomið fyrir þær
sem vilja hugsa vel um húðina og næla sér í smá lit á sama tíma.
Hlaupið er fljótlegt í notkun en það þornar hratt og gefur ekki
klístraða áferð. Liturinn kemur svo í ljós eftir nokkrar klukku-
stundir. Formúlan hefur að geyma meðal annars E-vítamín og
önnur nærandi efni.
Dove Summer Revive er nærandi húðmjólk með nátt-
úrulegum litarefnum sem gefa henni sólkysst útlit. Með þessari
húðmjólk er hægt að byggja upp fallegan lit með reglulegri
notkun og því er lítil hætta á að húðin verði of dökk eða flekkótt
á stuttum tíma, með þessu móti er hægt að stýra litnum. Dove
Summer Revive kemur í tveimur litum, fyrir ljósa eða dekkri
húð.
Lumi drops frá danska merkinu Gosh eru sagðir vera leyni-
vopnið fyrir unglegan og heilbrigðan ljóma. Droparnir innihalda
agnir sem endurkasta ljósi fullkomlega og eru því
flottir á svæðum sem við viljum draga fram. Lumi
Drops má setja undir farða eða blanda saman við farðann til að fá auka ljóma. Einn-
ig má blanda þeim saman við dagkrem eða líkamskrem til að gefa húðinni fersk-
leika. Lumi drops er ilmefnalaus vara.
Shimmer Leg fix frá Nip+fab er rakakrem, sérstaklega hannað fyrir fætur
og leggi. Kremið hefur gyllta áferð sem gefur sanseraða og dúnmjúka áferð.
Kremið kemur sérstaklega vel út á sólbrúnum fótleggjum. Rúsínan í pylsu-
endanum er svo ilmurinn, en kremið ilmar af rósum og engifer.
Self tanning-úðinn frá Gosh er brúnkukrem í úðaformi. Það er auðvelt í
notkun og gefur áferðarfallegan lit enda er auðvelt að úða kreminu jafnt yfir
líkamann. Úðinn fæst í tveimur misdökkum litum. Þess má geta að varan er
ilmefna- og parabenfrí.
Þær sem vilja svo taka hlutina skrefinu lengra geta baðað sig í sólarpúðrinu
úr Bronze Goddess-línunni frá Estée Lauder. Þessu matta lúxuspúðri er
fallegt að dusta yfir kinnbeinin, á ennið, á axlir og bringu svo dæmi séu tekin.
Púðrið er olíulaust og stíflar ekki húðholur.
Til að auka á ljómann er tilvalið að nota Radiance in a Flash-kremið frá
Guerlain. Kremið stinnir húðina og veitir henni unglegan ljóma samstundis.
Mælt er með að bera kremið yfir hefðbundið rakakrem, á andlit
og niður á háls. Kremið hefur sumarlegan ilm af sítr-
usávöxtum.
BROT AF ÞVÍ BESTA
Þegar sumarið gengur í garð þýðir lítið að vera með næpuhvíta húð og
eins er ekki ráðlegt að grilla sig í sólinni því ekki viljum við skaða húðina.
Þá koma brúnkukrem og -olíur að góðum notum. Úrvalið nú til dags af
góðum brúnku- og ljómaaukandi vörum sem gæða húðina lífi og frísk-
leika er ansi gott. Þetta er aðeins brot af því besta.
Guðný Hrönn | gudnyhronn @mbl.is
Brúnkukrem og
ljómaaukandi vörur
sem óhætt er að dásama
St. Tropez and-
litsolían kemur
meðdropateljara.
AFP
Self Tan Luxe
Dry-olían frá St.
Tropez var borin
á fyrirsæturnar
fyrir tískusýningu
Julien Macdo-
nald þegar sum-
arlína þessa árs
var kynnt til leiks
á tískuvikunni í
London.
Lúxusolía
sem veitir
raka og gef-
ur lit.
Kremið frá
Nið+fab gefur
gylltan ljóma.
Kremið frá
Dove nærir
húðina
samhliða
því að gefa
henni gyllt-
an blæ.
Brúnku-
kremin frá
Lancôme
eru gæða-
krem.
Lumi-
droparnir
koma í þrem-
ur litum.
Radiance in a
Flash stinnir
húðina og veit-
ir ljóma
Kremið frá Lan-
caster eykur á
náttúrulega
brúnku.
Brúnkuúðinn frá
Gosh er einfald-
ur í notkun.
Nýtt krem
frá St. Tro-
pez sem
gefur lítinn
lit í einu.
Sólarpúðrið frá
Estée Lauder hef-
ur slegið í gegn.