Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 21
Morgunblaðið/Ófeigur
Ferðamaðurinn ætti að vera mikið
tækifæri fyrir íslenska hönnun en
því miður höfum við lítið náð því
enn sem komið er. Þeir vita mest
lítið um hönnun hér á landi, þar
sem engin heildræn markaðs-
setning á hönnun hefur átt sér stað
fyrir ferðamenn. Við eigum enga
Björk Guðmundsdóttur eða álíka
snillinga sem hafa gert garðinn
frægan fyrir okkur hönnuði erlend-
is. Við erum á byrjunarstigi hvað
þetta varðar,“ segir Björg.
Smartasta fólkið ekki það sem er
alltaf í nýjum fötum
Þeir sem þekkja til Spaksmanns-
spjara vita að þar er ekki verið að
eltast blindandi við heitustu tísku-
straumana. „Nei, Spaksmanns-
spjarir er algjör tímaskekkja í „fast
fashion“-tískunni í dag og passa
ekki við almenna hugsun neytenda
samtímans. Ég vinn að sjálfsögðu
með alþjóðatrendin en á minn hátt.
Ég er mjög praktískur hönnuður og
legg mikið upp úr notagildi og
sníðagerð. Smart og vel hönnuð flík
virkar ekki ef sniðið er ekki nógu
gott. Ég legg metnað minn í að
fatnaðurinn frá Spakmannsspjörum
geri þetta „litla extra“ fyrir kon-
urnar.“
Eins og áður sagði er Björg ekki
hrifin af neyslumynstri samtímans.
Hún skilur ekki hvernig fólk nennir
almennt að eiga eins mikið af fötum
og alls konar hlutum og tíðkast nú
til dags. „Ég er spennt fyrir fram-
tíðinni og allri þeirri þróun sem
mun eiga sér stað í efnum, fram-
leiðsluferli og umhverfisvitund.
Vonandi er stutt í að við getum öll
prentað fötin okkar í 3D-prent-
urum. Þá mun hönnunin skipta öllu
máli en ekki framleiðslan því hún
mun þá færast til neytenda og efnið
í fötin verður hægt að endurnýta
aftur og aftur í prentunina. Mér
finnst smartasta og áhugaverðasta
fólkið alls ekki vera þeir sem fara í
eitthvað nýtt endalaust. En oft á
tíðum er það einfaldasta lausnin og
stundum er það meira að segja
ódýrara; að kaupa sér nýja flík
frekar en að fara með eldri flík í
hreinsun. Þetta er auðvitað ekki í
lagi. Alvöru hönnun á að vera hægt
að nota í gegnum mismunandi tíma-
bil, bara með því að stílísera fatn-
aðinn á misjafnan hátt. Og það er
ekkert ljótt þó að það sjáist á föt-
um, en til þess að láta fatakaupin
endast þarf að vanda sig við kaupin
og hugsa vel um fötin sín. Það þarf
að kunna að strauja, pressa, taka
hnökur og laga saumsprettur.“
„Aðgengi að alls konar fatnaði
hefur aldrei verið meira en í dag, né
hafa fötin verið ódýrari. En gæðin
og smartheitin haldast ekki alltaf í
hendur við framboðið. Hér á Íslandi
finnst mér oft koma upp mjög sterk
trend og undanfarin ár hafa einfald-
ir kjólar og toppar verið mjög áber-
andi. Spaksmannsspjarir hafa ekki
tekið þátt í þessu trendi nema að
litlu leyti og er ástæðan sú að þetta
er einfaldur fatnaður sem í raun all-
ir geta auðveldlega saumað sjálfir,“
segir Björg, sem þykir jákvætt að
fólk geri tilraunir í saumaskapnum
og vill leggja sitt að mörkum. „Ég
hef verið að undirbúa að selja snið í
öllum stærðum í einfalda kjóla og
toppa sem koma fljótlega í sölu. Það
eina sem þarf er áhuginn, æfingin
skapar meistarann,“ segir Björg.
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 MORGUNBLAÐIÐ 21
Njótum sólarinnar
áhyggjulaus með Piz Buin
Piz Buin veitir hámarksvörn gegn UVA- og UVB-geislum
Piz Buin sólarvörur eru ofnæmisprófaðar
Piz Buin sólarvörur eru rakagefandi og innihalda E-vítamín
Ofnæmisprófuð sólarvörn fyrir ljósa húð
sem er viðkvæm fyrir sól, þróuð í samvinnu
við húðlækna. Piz Buin Allergy inniheldur
Calmanelle sem styrkir náttúrulega vörn húðar
og veitir vörn fyrir ofnæmisviðbrögðum. Engin
paraben-efni eru í Allergy línunni.
Piz Buin Allergy
Piz Buin Tan Intensifier eykur náttúrulega virkni
litarfruma húðarinnar til eðlilegrar sólbrúnku og
verndar um leið húðina fyrir UVA- og
UVB-geislum.
Árangurinn er djúpur, jafn og fallegur litur sem
fæst án þess að taka áhættu.
Piz Buin Tan Intensifier
Sólarvörn sem gefur góðan raka og hefur
fyrirbyggjandi áhrif á öldrun húðar. Piz Buin In
Sun inniheldur Helioplex sem er áhrifarík vörn
bæði gegn UVA- og UVB-geislum sólar. Verndar
og veitir raka í langan tíma.
Piz Buin In Sun
„Fast fashion“ er hug-
tak sem er gjarnan not-
að yfir þá stefnu hönn-
uðar að koma vörunni
sem hraðast inn á mark-
að til neytanda. Öllum
„óþarfa“ þáttum er fækk-
að í kaupferlinu og
þannig styttist sá tími
sem tekur að koma
tískuvöru í verslun. Með
þessum viðskiptahætti
er hægt að bregðast
hratt við tískustraumum
og koma tískuvarningi
skjótt í hendur við-
skiptavina. „Fast fas-
hion“-tískuföt eru oftast
unnin í stórum verk-
smiðjum og það er lítil
sem engin leið fyrir við-
skiptavin að komast að
uppruna vörunnar. Föt
sem unnin eru með þessum hætti eru gjarnan unnin af ódýru
vinnuafli, fjöldaframleidd og einblínt er á að halda verðinu niðri fyrir
viðskiptavininn.
„Slow fashion“ er hugtak sem spratt upp sem mótsvar við offram-
leiðslu og sóun í textíl- og hönnunarheiminum. Til að hönnun geti
flokkast sem „slow fashion“ þarf hún að vera vönduð og ending-
argóð. Eins er aðbúnaður þess sem framleiðir vöruna góður og
neytandi á að geta rakið hvaðan varan er upprunnin. Allir sem
koma að gerð vörunnar fá greitt fyrir vinnu sína og niðurstaðan er
sú að neytandinn sem kaupir vöruna borgar meira fyrir hana en ef
hún væri fjöldaframleidd í verksmiðju. Sanngirni í viðskiptum skiptir
miklu máli í „slow fashion“-tískuheiminum. Vandað handverk og
endurunnin efni einkenna gjarnan fatnað sem unninn er undir
„slow-fashion“-hreyfingunni.
Hvað þýðir „slow fashion“
og „fast fashion“?
Hugtökin „slow fashion“ og „fast fashion“
lýsa tveimur ólíkum hönnunar- og við-
skiptaháttum í tískuheiminum.
Björg í Spaks-
mannsspjörum.
Getty Images/moodboard RF