Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 MORGUNBLAÐIÐ 19 Brightening Blonde þrenna Glitrandi ljóst allan ársins hring Nýja label.m Brightening Blonde línan er með náttúrulegum innihaldsefnum. Hönnuð til að ná fram því besta í ljósu lokkunum þínum. Formúlan dregur fram bjarta tóna hársins og deyfir gul/appelsínugula ,,brassy” tóna þess. Rakagefandi og nærandi formúla sem verndar hárið gegn hitaskemmdum, utanaðkomandi raka og UV geislum. Liturinn helst lengur – frá fyrstu notkun. Taktu 3 skref í átt að heilbrigðari og bjartari lokkum með label.m Brightening Blonde línunni. Hámarks glans og vörn fyrir hárið þitt. Skref 1 Brightening Blonde Shampoo Skref 2 Brightening Blonde Conditioner Skref 3 Brightening Blonde Balm • Milt létt hreinsandi sjampó • Lýsir hárið jafnt og þétt • Nærir hárið og ver það gegn þurrki og ,,brassy tónum” (gul-appelsínutónar) • Rakagefandi og nærandi formúla • Lýsir hárið jafnt og þétt • Nærir hárið og ver gegn þurrki, flóka og sliti • Létt nærandi krem • Lýsir hárið jafnt og þétt • Ver hárið gegn hitatækjum, úfningi, raka og UV geislum • Hárið verður silkimjúkt og afrafmagnað TILBOÐ Kaupir Brightening Blonde sjampó & hárnæringu Færð Brightening Blonde BALM FRÍTT /labelm á Íslandi É g fékk áhuga á ljósmyndun mjög ung og byrjaði að mynda þegar ég fékk fyrstu vélina mína 11 ára, sem var reyndar fjölskylduvélin en hún varð síðar mín. Ég hef sömuleiðis alltaf haft mjög gaman af því að fylgjast með fólki og þar sem ég er úr Borgarnesi var alltaf mjög spennandi að fara til Reykjavíkur og sjá alls konar mismunandi týpur.“ „Sú sem fékk mig til þess að byrja að mynda „street style“-myndir myndi ég segja að væri Hildur, eigandi Einveru. Við vorum eitthvað að tala saman um vöntun á slíkum myndum hérlendis svo ég tók bara upp á því að redda þessu sjálf. Þá vann ég líka á Laugaveginum svo ég tók vélina með mér í vinnuna. Mér finnst sömuleiðis ótrúlega gaman að fylgjast með mismunandi fólki og veit að aðrir gera það líka,“ segir Birta, sem lærði ljósmyndum í Tækniskólanum og á námskeiðum. „Ótrúlegt en satt fer það eftir veðri og viku- degi,“ segir Birta spurð út í hvort fólk sé yf- irleitt jákvætt fyrir því að láta taka mynd af sér. „Það eru allir mun afslappaðri á föstudög- um eða laugardögum þegar veðrið er þokka- legt eða gott. Ef það er kalt, rigning eða sunnudagur eru allir bara að flýta sér sína leið.“ Á Streets of Reykja- vík má finna myndir af Íslendingum í bland við erlenda ferðamenn, en Birta hefur tekið eftir mikilli fjölg- un ferðamanna á götum úti. „Mér þykir leiðinlegt að sjá að bara á þessu eina ári sem ég hef verið að mynda hefur hlutfallið útlendinga hækkað mikið, einfaldlega vegna þess að meirihluti þess fólks sem er í miðbænum núna er ferðamenn.“ En Birta myndar ekki bara mannfólk, hún hefur nefnilega sérstakt dálæti á að mynda kanínurnar sínar, Lúlla og Lubba, sem eru með sína eigin Instagram-síðu. „Já, þær eru meira að segja með fleiri fylgjendur en ég und- ir notendanafninu bunbunland“ segir Birta að lokum og hlær. Áhugasamir geta fylgst með því sem á daga Birtu drífur á vefsíðunni streetsofreykjavik- .com. Morgunblaðið/Golli Birta nýtur þess að mynda mannlíf, viðburði og tísku. Alltaf haft gaman af því að fylgjast með fólki Ljósmyndarinn Birta Rán Björgvinsdóttir heldur úti síðunni Streets of Reykjavík, þar sem má finna fjölbreyttar ljósmyndir sem hún hefur tekið síðan síðan var stofnuð í mars árið 2015. Svokall- aðar „street- style“-myndir eru nokkuð áberandi á síðunni, en Birta kveðst lengi hafa haft áhuga á stíl og klæðaburði fólks. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is „Meirihluti þess fólks sem er í miðbænum núna eru ferða- menn.“ Kanínurnar Lúlli og Lubbi eru með fleiri fylgjendur á Instagram heldur en Birta sjálf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.