Morgunblaðið - 02.06.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 02.06.2016, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016  Hár Madonnu var liðað og fléttað að hluta til. Það var svo matt og frekar úfið undir fagra hárskrautinu. Til að kalla fram liði eins og Madonna var með er ýmist hægt að beygla hárið með sléttujárni. Þeir sem treysta sér ekki í það ættu þá að nota sérstakt beyglu- járn, til dæmis ROD 5 frá HH Sim- onsen. Athugið þó að toppurinn á Mo- donnu var þó krullaður lauslega en ekki beyglaður eins og restin af hárinu.  Til að fá þessa úfnu áferð er tilvalið að nota saltsprey í hárið.  Matta og hvíta áferð- in í hárið fæst með því að nota hvítt þurr- sjampó eða hvíta hár- krít frá Kevin Murphy. Athugið að þetta kemur best út í ljósu hári. Þeir sem eru með dökkt hár geta notað brúnt þurrsjampó til að gera hárið matt án þess að það verði hvítt.  Hárið var svo fléttað að framan og flétturnar dregn- ar aftur og festar niður með spennum. Athugið að flétta ekki of þétt til að fá samskonar fléttur og Madonna var með. Svo var ein flétta aftan í hnakkanum sem kom undan hárinu. Allar fléttur voru festar með glærum teygjum. Blax-teygjurnar eru hentugar í verkið, þær eru sterkar og haldast vel í hárinu.  Að lokum er fallegt að skreyta hárið með hár- spennum, hárspöng eða öðru hárskrauti. Þeir sem vilja skreyta hárið með hárskrauti sem nær í kringum allt höfuðið, líkt og hárskraut Madonnu gerði, ættu að koma því vel fyrir á höfðinu áður en flétturnar eru spenntar upp. SKREF FYRIR SKREF Liðaðir lokkar, fléttur og glingur Hárskraut frá Lindex, 1.595 krónur. Rod 5-járnið kostar 21.640 krónur á Beauty barnum. Color-bug hárkrítin frá Kevin Murphy gefur hárinu tímabundinn lit sem skolast af í sturtu. Hárgreiðsla Madonnu á MET Gala vakti lukku. AFP Madonna vakti athygli á Met Gala ballinu í seinasta mán- uði, ekki bara fyrir klæðaburð heldur líka fyrir hárgreiðsluna. Hárið var smart en punkturinn yfir i-ið var svo hárskrautið sem hún bar. Hér koma skref fyrir skref leiðbeiningar fyrir þá sem vilja framkalla samskon- ar hárgreiðslu. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is Þ annig vildi til að maður sendi mér vina- beiðni á Facebook sem er í fínu lagi þar sem ég hef ekkert að fela og það er bara eðlilegt að fólk kynnist í gegnum þennan miðil. Hann sendi mér svo skilaboð, var vinalegur og vildi fá að hitta mig en ég hafði bara ekki tíma fyrir það þá. Nokkru seinna var ég að labba heim eitt kvöldið og rekst þá óvænt á hann. Hann býður mér að fá sér drykk með sér en ég hafði ekki tíma vegna prófa, kvaddi hann og fór heim, vissi ekki betur en allt væri í lagi. Tveimur dögum seinna byrja að hrúgast inn mjög neikvæð skilaboð frá honum, um mig og mitt útlit. Hann spyr hvernig ég geti lifað með sjálfri mér útlítandi eins og hvalur, sagði mig vera nörd, gervi- lega, feita og ljóta. Hann sagði einnig að ég hefði ekk- ert vit á tísku þar sem ég væri svo feit. Þetta var frek- ar ótrúlegt þar sem ég þekki manninn í rauninni ekki neitt. Honum er auðvitað velkomið að hafa sitt álit á mér en ég bað hann vinsamlegast að halda því fyrir sig. Svo sagði ég honum að mér bæri engin skylda til að þóknast honum né öðrum. En það virtist bara blása að kolunum hjá honum og hann hélt áfram þar til ég þurfti að blokka hann á Facebook. Mér fannst ótrúlegt að hann dirfðist að segja þetta við mig og að hann hætti ekki þegar hann var vinsamlegast beðinn að hætta. Ég hafði ekki gert neitt á hans hlut,“ segir Gerður. Gerður er staðráðin í að láta skilaboðin ekki á sig fá því hún er viss um að þau séu merki um að þessum manni líði illa. „Ég held að þessum einstaklingum líði bara mjög illa í eigin skinni. Hann sannar sitt eigið óöryggi með ljótum orðum til annarra einstaklinga, þetta er ómálefnalegt og rætið. Það þýðir samt ekki að maður eigi að leyfa þeim sem líður illa að vaða yfir sig, yfirleitt er best er að hunsa svona en í mínu tilfelli þá birti ég brot af samtalinu með skjáskoti á Fa- cebook-veggnum hjá mér til að sýna að ég læt ekki tala svona við mig,“ útskýrir Gerður sem fékk mikil viðbrögð eftir að hafa birt skjáskot af samtalinu. „Ég er öruggari með sjálfa mig“ „Ég svo sem bjóst ekki við neinu þegar ég birti skjáskotið af samtalinu, ég bara vissi að ég gæti ekki falið þetta og lát- ið þetta éta mig upp. Við- brögðin voru ótrúleg en ég er umkringd af yndislegu og sterku jákvæðu fólki sem minnti mig á hver ég er og hvað ég stend fyrir. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á mig þannig séð, nema að ég er öruggari með sjálfa mig og það sem ég geri. Ég mun bara halda áfram að vera ég og deila því sem veitir mér innblástur. Vegna þess að tíska er ekki bara ein glansmynd eins og margir virðast halda heldur er þetta skapandi svið fyrir marga fjölbreytta einstaklinga og fjölbreytileiki er mér mjög mikilvægur.“ Gerður segir þessi tilteknu skilaboð ekki vera eins- dæmi. „Nei, ég hef lent í svona áður en það hefur að mestu verið nafnlaust svo ég tek það ekki alvarlega. En í kjölfar þess að ég birti sjáskotið hafði margt fólk samband við mig sem hefur lent í svipuðu eða orðið fyrir sama manni, það var fegið að það var ekki eitt og sýndi mér stuðning.“ Mun ekki láta rætin skilaboðin hafa neikvæð áhrif á sig Stílistinn Gerður Guðrún Árnadóttir hefur alltaf haft áhuga á tísku, förðun og öllu sem því tengist. Hún hefur haldið úti rafrænni úrklippubók, White Raven (ger- dur9.blogspot.is ), í sjö ár og verið virk á samfélagsmiðlum frá því að þeir komu til sögunnar. Síðan þá hefur hún mestmegnis uppskorið jákvæð viðbrögð. Nýverið fékk hún þó ljót skilaboð frá ónefndum aðila sem gerði lítið úr henni og þeim tískumyndum sem hún birtir á netinu. Gerður segir nethegðun sem þessa vera merki um vanlíðan þess sem stundar hana. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is Ljósmynd/Alexandra Kristjánsdóttir. „Ég hef alltaf haft áhuga á að skoða hvernig mismunandi einstaklingar tjá sig í gegnum klæðnað, fylgihluti og förðun,“ segir Gerður. Gerður Guðrún byrjaði með White Raven- bloggið fyrir um sjö ár- um. „Þar miðla ég því sem hefur mestu áhrif- in á mig hverju sinni,“ segir hún. Frábær gjöf fyrir dömur á öllum aldri Fáanleg í 12 litum í fullorðins- og barnastærð. Nánar um sölustaði á facebook Helstu útsölustaðir í Reykjavík Allar sundlaugar, Apótekarinn Mjódd, Borgarapótek, Lyf og heilsa; JL húsi, Kringlu og Austurveri, Minja, Snyrtivörubúðin Glæsibæ, Mistý, Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek, Árbæjarapótek, Urðarapótek, Balletbúðin Arena. Netverslanir Aha.is, Heimkaup, Krabbameinsfélagið og Netsöfnun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.